Aldarsaga UMSK 1922-2022

ALDARSAGA UMSK BJARKI BJARNASON • JÓN M. ÍVARSSON 1922 - 2022

Bjarki Bjarnason Jón M. Ívarsson Aldarsaga UMSK 1922–2022 UMSK Reykjavík 2023

Aldarsaga UMSK 1922–2022 Höfundar: Bjarki Bjarnason og Jón M. Ívarsson. Ritstjórn: Bjarki Bjarnason. Umbrot: Eyjólfur Jónsson. Prófarkalestur: Embla Ýr Bárudóttir. Myndvinnsla og kápuhönnun: Magnús B. Óskarsson. Nafnaskrá: Bjarki Bjarnason og Ýr Þórðardóttir. Ljósmynd á forsíðu: Gunnar Gunnarsson. Myndin er tekin á unglingalandsmóti í Borgarnesi árið 2010. Prentvinnsla: Svansprent, Kópavogi. Útgefandi: Ungmennasamband Kjalarnesþings, Reykjavík 2023. Öll réttindi áskilin. Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis útgefanda. ISBN 978-9935-25-497-9

Efnisyfirlit Afmæliskveðja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar á aldarafmæli UMSK . . . . . . . . . 9 Guðmundur G. Sigurbergsson: Ávarp formanns UMSK . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11 Valdimar Leó Friðriksson: Ávarp formanns ritnefndar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13 Bjarki Bjarnason og Jón M. Ívarsson: Formáli höfunda . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15 Bjarki Bjarnason: Aldarspegill UMSK 1906–2022 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19 Jón M. Ívarsson: Fyrstu árin – Saga UMSK 1922–1942 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43 Upphaf á umbyltingartíma . . . . . . . . . . 43 Skeggrætt um skiptingu . . . . . . . . . . . 46 UMSKverðurtil.............. 47 Fjögurfélögeðasex . . . . . . . . . . . . . 48 Ungmennafélag Reykjavíkur . . . . . . . . . 48 Ungmennafélagið Afturelding . . . . . . . . 51 Minni Aftureldingar . . . . . . . . . . . . 53 Ungmennafélagið Drengur . . . . . . . . . . 54 Ungmennafélag Miðnesinga . . . . . . . . . 55 Ungmennafélag Akraness . . . . . . . . . . 56 Ungmennafélagið Velvakandi . . . . . . . . . 57 Ársþingogályktanir . . . . . . . . . . . . . 58 Amast við nautnum og nasistum . . . . . . . 60 Ársþing UMSK 1922–1942 . . . . . . . . . . 61 Glímaníöndvegi .............. 61 Guðbjörn Guðmundsson . . . . . . . . . . 62 Samfundirnir . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Samfundir í sveitinni . . . . . . . . . . . . 67 Samfundirískógiogbæ . . . . . . . . . . . 67 Gestur Andrésson . . . . . . . . . . . . . 68 Hvöt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Farfuglafundirnir . . . . . . . . . . . . . . 70 GestirfráNoregi . . . . . . . . . . . . . . 72 Slátturinn . . . . . . . . . . . . . . . . 73 Gestamótin . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Stuggað við stóra bróður . . . . . . . . . . . 76 Minningarhátíð . . . . . . . . . . . . . . 77 Stórhátíð á Þingvöllum . . . . . . . . . . . 78 Vikivakar . . . . . . . . . . . . . . . . . 80 Gróðuroggrænmeti . . . . . . . . . . . . 82 Rannveig Þorsteinsdóttir . . . . . . . . . . 83 Ævintýraferð til Noregs 1930 . . . . . . . . . 86 Íþróttamót Aftureldingar og Drengs . . . . . . 88 Starfiðermargt............... 94 Grímur Norðdahl . . . . . . . . . . . . . 96 ÍþróttiríUMSK............... 97 20 ára afmælið . . . . . . . . . . . . . . 99 Frægðarför til Haukadals . . . . . . . . . . . 100 Jón M. Ívarsson: Íþróttirnar eflast – Saga UMSK 1943–1962 . . . . . . . . . . . . . . . . . . 103 Gísli Andrésson . . . . . . . . . . . . . . 104 Til Hvanneyrar 1943 . . . . . . . . . . . . 105 Gengið í Íþróttasambandið . . . . . . . . . . 106 Héraðsmótin hefja göngu sína . . . . . . . . 107 Héraðsmet í frjálsíþróttum 1954 . . . . . . . 110 Axel Jónsson . . . . . . . . . . . . . . . 114 Ólafur Thors gefur verðlaunagrip . . . . . . . 114 Keppt um Ólafsstyttuna . . . . . . . . . . . 116 Ungmennafélagar á fjölunum . . . . . . . . . 118 Afturelding og leiklistin . . . . . . . . . . . 119

Minning um leiksýningu á Kjalarnesi . . . . . 122 Leiklist á Kjalarnesi . . . . . . . . . . . . . 122 LeikirDrengs................ 123 Íslandiallt................. 123 ÁLaugum1946............... 124 Tekist á við Borgfirðinga . . . . . . . . . . . 126 Tómas Lárusson . . . . . . . . . . . . . 130 Eyfirðingar bætast í hópinn . . . . . . . . . 131 Kvenmannslaus þing . . . . . . . . . . . . . 132 Herinn burt og handritin heim . . . . . . . . 133 Brýnd hin breiðu spjótin . . . . . . . . . . . 136 Ármann Pétursson . . . . . . . . . . . . 138 Forseti Íslands í UMSK . . . . . . . . . . . 138 GrímuríPargas1949 . . . . . . . . . . . . 140 Vætusamt í Hveragerði 1949 . . . . . . . . . 144 UMSK30ára................ 146 Starfsíþróttir teknar með trompi . . . . . . . 146 Ólafur Þórðarson . . . . . . . . . . . . . 147 AlltílagiáEiðum1952 . . . . . . . . . . . 150 AukamótáAkureyri . . . . . . . . . . . . . 152 Endalok AD-mótanna . . . . . . . . . . . . 152 Janus Eiríksson . . . . . . . . . . . . . . 154 HallóAkureyri1955 . . . . . . . . . . . . . 158 Kynnisför til Norðurlanda 1956 . . . . . . . . 159 Drengur reisir Félagsgarð . . . . . . . . . . 161 „Flóðöldur brennivíns og tóbaks“ . . . . . . . 162 Mosfellingar byggja Hlégarð . . . . . . . . . 164 Handknattleikur, íþrótt kvenna . . . . . . . . 166 Dvergarnir sjö í Mosfellssveit . . . . . . . . . 171 Eldhugar Breiðabliks . . . . . . . . . . . . 176 Skákogmát................ 178 Briddsiðbyrjar ............... 179 Skundað á Þingvöll 1957 . . . . . . . . . . . 180 Knattspyrnan kemur til sögunnar . . . . . . . 181 AfturaðLaugum1961 . . . . . . . . . . . . 186 Sagasambandsins . . . . . . . . . . . . . . 187 Gestur Guðmundsson . . . . . . . . . . . 188 40áraafmælið............... 189 Stjórnir UMSK 1943–1962 . . . . . . . . . . 190 Svonavarþað’62 .............. 193 Bjarki Bjarnason: Saga UMSK 1963–2022 – Breytileg birtingarmynd . . . . . . . . . . . . . 195 Félögum fjölgar – starfið styrkist . . . . . . . 195 Stjórninogpyngjan . . . . . . . . . . . . . 197 Fyrstu framkvæmdastjórarnir . . . . . . . . . 198 Heillastjarna yfir Garðahreppi . . . . . . . . 199 Hvernig er aðstaðan? . . . . . . . . . . . . 202 Félagsandinn heillaði mig . . . . . . . . . . 206 18 ára formaður . . . . . . . . . . . . . 207 Valdi vallarstjóri . . . . . . . . . . . . . . 217 Vellir, hús og laugar . . . . . . . . . . . . 225 Kuldaleg vígsla . . . . . . . . . . . . . . 232 Fyrsti hitabylgjukossinn . . . . . . . . . . . 237 Búiðspil? ................. 249 Sumir borðuðu ekkert nema ís . . . . . . . 249 Hlýjar hjartarætur . . . . . . . . . . . . . 250 Sumarhret og krumpaðar skyrtur . . . . . . . 250 Fimmtugur Drengur . . . . . . . . . . . . 251 Rauðhærður maður safnar liði . . . . . . . . 260 Góður félagsandi . . . . . . . . . . . . . 260 SkólahlaupUMSK. . . . . . . . . . . . . . 260 Stimplaðir sem núll og nix . . . . . . . . . 261 Skemmtileg og gjöful ár . . . . . . . . . . 262 Aðalmarkmiðið að vinna strákana . . . . . . 266 Strákar stofna félag . . . . . . . . . . . . . 266 HK-söngurinn . . . . . . . . . . . . . . 267 Gull og silfur á Króknum . . . . . . . . . . 269 Aðaltrompið valt langar leiðir . . . . . . . . 275 Frjálsar íþróttir innan UMSK 1963–2022 . . . . . . . . . . . . . . . . . 276 Ólympíufarinn Kári Steinn . . . . . . . . . 281 Þjálfari í 27 ár . . . . . . . . . . . . . . 282 Bikarkeppni Kjósarsýslu . . . . . . . . . . 285 B-mót . . . . . . . . . . . . . . . . . . 286 Fékk verðlaun án þess að keppa! . . . . . . 287 Fór fyrst á landsmót árið 1955 . . . . . . . 288 Spjótkastarar með meiru . . . . . . . . . . 291 Álafosshlaupið . . . . . . . . . . . . . . 292 Kambabrúnarhlaup . . . . . . . . . . . . 293 Metaskrá UMSK í frjálsum íþróttum árið 2018 . 294 SumarbúðiráVarmá . . . . . . . . . . . . 296 Riddarar taflborðsins . . . . . . . . . . . . 297 Á skíðum og skautum skemmti ég mér . . . . 298 Skálagistingar . . . . . . . . . . . . . . 300 Allirútaðtrimma! . . . . . . . . . . . . . 302 Íþróttastarf fyrir fatlaða . . . . . . . . . . . 303 Júlíus Arnarson . . . . . . . . . . . . . . 304 Fimmtugt afmælisbarn . . . . . . . . . . . . 305 Svífðu seglum þöndum … . . . . . . . . . . 307 Siglingarnar heilluðu mig . . . . . . . . . . 310 Íþróttaiðkendur árið 1999 . . . . . . . . . 311 UMSK-blaðið . . . . . . . . . . . . . . . . 313 Kátir voru karlar – og konur . . . . . . . . . 313 Skónúmer spjótkastarans . . . . . . . . . . 322 Íþróttafélag Kópavogs (ÍK) . . . . . . . . . . 324 Borðtennis . . . . . . . . . . . . . . . . . 325 Gaukurinn, Haukurinn og Vor í dal . . . . . . 326 Badminton . . . . . . . . . . . . . . . . . 331

Ölfus-við-ána . . . . . . . . . . . . . . . . 332 Eitt hús og mörg tjöld í skógi . . . . . . . . . 338 Landshlaup FRÍ 1979 . . . . . . . . . . . . 343 Sjötugtunglamb .............. 344 Allterþegarþrennter . . . . . . . . . . . . 345 Þakkir . . . . . . . . . . . . . . . . . . 351 Formennskan var skóli . . . . . . . . . . . 352 Staðiðásextugu .............. 353 13 félög . . . . . . . . . . . . . . . . . 354 Kennsluskýrslur – starfsskýrslur . . . . . . . . 355 FjöríFélagsgarði . . . . . . . . . . . . . . 355 Knattspyrnan og UMSK 1963–2022 . . . . . . 357 Yfirvigt á Ísafirði . . . . . . . . . . . . . 365 Fyrsti kvendómarinn . . . . . . . . . . . . 366 Gæsaskítur tálmar för . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 369 Hljóp á milli valla . . . . . . . . . . . . . 370 Íslenski Cliffinn varð guðfaðir Gróttu . . . . . 374 Leikir og mörk . . . . . . . . . . . . . . 382 Þegar draumurinn rættist . . . . . . . . . . 384 16félögá40árum . . . . . . . . . . . . . 384 Hvað er að frétta? . . . . . . . . . . . . 387 Samkennd og vinátta . . . . . . . . . . . 389 Fastþeirsóttusigur . . . . . . . . . . . . . 391 200 manns í mat . . . . . . . . . . . . . 397 Félagsmálaskóli UMFÍ . . . . . . . . . . . . 399 ÍSÍ-hátíð 1980 . . . . . . . . . . . . . . 400 Göngudagur fjölskyldunnar . . . . . . . . . 401 Eflumíslenskt ............... 402 Getraunir–bingó! . . . . . . . . . . . . . 403 Trimmdagur ÍSÍ 1982 . . . . . . . . . . . 403 Flugdiskakast . . . . . . . . . . . . . . . 403 Litla gula hænan og getraunirnar . . . . . . 406 Lukkuhjóliðsnýst . . . . . . . . . . . . . . 406 Lottó . . . . . . . . . . . . . . . . . . 408 Enginhallarkynni . . . . . . . . . . . . . . 409 Bingó og lottó . . . . . . . . . . . . . . 409 Endurflutti 35 ára ræðu Ólafs Thors . . . . . 410 Öflugt og fjölbreytt starf . . . . . . . . . . . 411 Samheldni einkenndi starfið . . . . . . . . . . . . . . . . . 412 Á slóðum Garðars og Náttfara . . . . . . . . 413 Kjósverjar á laxaslóð . . . . . . . . . . . . 420 Á landsmót, á landsmót . . . . . . . . . . 422 Allt er fertugu félagi fært . . . . . . . . . . . 422 Minningar úr UMSK . . . . . . . . . . . . 423 GolfiðogUMSK.............. 425 Mótiðsemfauk............... 436 Brotist út úr pósthúsinu . . . . . . . . . . 438 Hestabraut og hlaupabraut . . . . . . . . . 446 Maður er manns gaman . . . . . . . . . . 447 Framhaldslíf Gogga galvaska . . . . . . . . . 450 120 síðna fax . . . . . . . . . . . . . . 451 Framkvæmdastjóri í 17 ár . . . . . . . . . 452 Félagsskapurinn skiptir mestu máli, segir Svanur M. Gestsson . . . . . . . . . 454 Góður árangur . . . . . . . . . . . . . . 456 Almennilegur matur . . . . . . . . . . . . 456 Mótiðviðvatnið.............. 456 Þegar varaformaðurinn varð formaður . . . . 457 Enginn tími fyrir æfingar . . . . . . . . . . 463 Tímamótviðbrúna . . . . . . . . . . . . . 464 Egill Skallagrímsson og rauða spjaldið . . . . 471 Tvö tjöld . . . . . . . . . . . . . . . . . 472 UMFÍogÍSÍíeinasæng? . . . . . . . . . . 473 UMSK-mót í fitness . . . . . . . . . . . . 473 Fór beint í félagsmálin . . . . . . . . . . . 474 Útumvíðanvöll.............. 476 Einvígi í stönginni . . . . . . . . . . . . . 481 Landsmótsbarn . . . . . . . . . . . . . . 482 Áttrætt ungmennasamband . . . . . . . . . 483 Afreksfólk um aldamót . . . . . . . . . . . 483 „Landsmót – nú líður mér vel“ . . . . . . . . 484 Níræð á sínu fyrsta landsmóti . . . . . . . . 490 Afreksfólk . . . . . . . . . . . . . . . . 491 Akstursíþróttir – Motomos . . . . . . . . . . 492 UMSK-félagar 2005 . . . . . . . . . . . 493 Hvað er bandý? . . . . . . . . . . . . . 493 Risalandsmótið . . . . . . . . . . . . . . . 494 Leyndarmál kökudeigsins . . . . . . . . . . 501 Til móts við höfuðstað Norðurlands . . . . . . 502 Í köldum sjó . . . . . . . . . . . . . . . 504 Bardagaíþróttir . . . . . . . . . . . . . . . 505 Hvað er að frétta af Álftanesinu? . . . . . . 505 Siðareglur . . . . . . . . . . . . . . . . 505 Sýnum karakter . . . . . . . . . . . . . . 506 Tímarnir breytast og sambandið með . . . . . 508 Sigurjón vann . . . . . . . . . . . . . . 512 Reglur í æfingasal . . . . . . . . . . . . . 514 Fimleikar – fögur íþrótt . . . . . . . . . . . 519 Fyrsti formaður Gerplu . . . . . . . . . . . 526 99 ára aldurstakmark . . . . . . . . . . . 533 Nýjustu Gróttufréttir árið 2015 . . . . . . . 537 Blikabrennan 2019 . . . . . . . . . . . . 538 Íþróttavagn HK . . . . . . . . . . . . . . 538 Esjan flutt til Reykjavíkur . . . . . . . . . . 539 Áskorun . . . . . . . . . . . . . . . . . 539 Drengur gerist aldinn . . . . . . . . . . . . 540 Alliráhjólum ............... 541 Best að vinna í grasrótinni, segir Ólafur Oddsson . . . . . . . . . . . 542 Tölvuöldin tekur við . . . . . . . . . . . . . 544

Kvennahlaup ÍSÍ . . . . . . . . . . . . . 546 Keilan kveður sér hljóðs . . . . . . . . . . . 546 Ruðningur . . . . . . . . . . . . . . . . . 547 Skotíþróttir . . . . . . . . . . . . . . . . . 548 Tennis . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 549 Lyftingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 551 Hvað eru kraftlyftingar? . . . . . . . . . . 553 Blakið skýtur rótum – og blómstrar . . . . . . 554 Landsliðsmaður í 26 ár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 558 Ungt afreksfólk . . . . . . . . . . . . . . 559 Lærði veðurfræði og blak í Ósló . . . . . . . 560 Sunderekkertdund . . . . . . . . . . . . . 564 Stjörnusundkonan Ragnheiður . . . . . . . 567 Dansinndunar ............... 568 Línudans . . . . . . . . . . . . . . . . 570 Krikket í Kópavogi . . . . . . . . . . . . 572 Íþróttastarf aldraðra . . . . . . . . . . . . . 572 Bocciamót UMSK . . . . . . . . . . . . . 573 Lífið er í dag . . . . . . . . . . . . . . . 574 Stjörnufréttir 2013–2018 . . . . . . . . . 576 Landsmót UMFÍ á Selfossi 4.–7. júlí 2013 . . . 578 Nýjustu HK-fréttir árið 2017 . . . . . . . . 580 Stefnumótun og síðasta landsmótið . . . . . . 581 Heimsfaraldur . . . . . . . . . . . . . . . 582 Gull og silfur á 90 ára afmælinu . . . . . . . 583 Iðkendurárið2021 . . . . . . . . . . . . . 584 Guðmundur tekur við formennsku . . . . . . 585 Íþróttalíf í lamasessi . . . . . . . . . . . . 586 LandsmótUMFÍ50+ . . . . . . . . . . . . 587 Skemmtikerra UMSK . . . . . . . . . . . 591 ULM,hvaðernúþað? . . . . . . . . . . . . 592 Takhnakkþinnoghest… . . . . . . . . . . 609 Íþróttakonur og -karlar . . . . . . . . . . . 609 Hestaíþróttafólk Harðar 1992–2022 . . . . . 613 Póstferðin 1974 . . . . . . . . . . . . . 614 Harðarferð 1974 . . . . . . . . . . . . . 616 Sótavísur . . . . . . . . . . . . . . . . 626 Handboltabyltingin 1963–2022 . . . . . . . . 629 Fínt trimm og góður félagsskapur, segir Svava Ýr . . . . . . . . . . . . . . 638 Jói formaður segir fréttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 641 Den farligste spelleren . . . . . . . . . . . 644 Vítabani í Garðahreppi . . . . . . . . . . . 645 Körfuknattleikur . . . . . . . . . . . . . . 649 Stjarnan og bikarinn . . . . . . . . . . . . 654 Fjölgreinafélög . . . . . . . . . . . . . . . 655 Viðurkenningar og verðlaun . . . . . . . . . 656 Sjóðirogstyrkir . . . . . . . . . . . . . . 668 Formannatal UMSK 1922–2023 . . . . . . 675 UMSKfylliröldina . . . . . . . . . . . . . 676 FélöginíUMSK .............. 680 Tilvísanir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 689 Heimildaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 701 Nafnaskrá . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 707

Afmæliskveðja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar á aldarafmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) Á aldarafmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings færi ég því heillaóskir. Í hundrað ár hefur sambandið sinnt ræktun lands og lýðs í sönnum ungmennafélagsanda. Vissulega hefur margt breyst í tímans rás, verkefnin eru önnur og tíðarandinn sömuleiðis. En meginstefnan er áfram sú að hlúa að ungdómi í heimabyggð og stuðla að því að hér á landi búi fólk með heilbrigða sál í hraustum líkama. Ungmenna- og íþróttafélög gegna því enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Fólk þarf að geta tekið þátt í leik og keppni, æft íþróttir og stutt sitt lið – fundið þá gleði og þann kraft sem liggur í samstöðu, samvinnu og samkennd. UMSK heldur vel utan um þá starfsemi sem félög sinna innan vébanda þess og megi sú vera raunin áfram. Ég ítreka hlýjar kveðjur mínar og óska liðsmönnum sambandsins, aðildarfélögum, stjórn og starfsliði, alls velfarnaðar.

11 Aldarsaga UMSK lítur hér dagsins ljós, mikið verk að vöxtum og umfangi. Höfundar og ritnefnd bókarinnar eiga hrós skilið og nú við verklok vil ég færa þeim bestu þakkir. Eitt hundrað ár er hár aldur félagasamtaka líkt og UMSK. Við fögnum og gleðjumst yfir þessum árafjölda sem er langt í frá sjálfsagður en ber aðildarfélögunum fagurt vitni um mikilvægi þeirra meðal þjóðarinnar í áranna rás. Stofnun UMSK árið 1922 var angi af þeirri félagslegu vakningu sem varð um allt Ísland snemma á 20. öld. Ungmennafélög spruttu upp í sveitum og bæjum, Íslandi allt var kjörorð þeirra sem rímaði vel við sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar á þeim árum. Ræktun lands og lýðs var einnig kjörorð ungmennafélaga og vísaði bæði til landverndar, þ.e. landgræðslu og skógræktar, og mannræktar sem birtist meðal annars í íþróttaiðkun, ritstörfum og heilbrigðum skemmtunum. Í tímans rás hefur ungmennafélagshreyfingin borið gæfu til að aðlagast breyttum aðstæðum og hafa héraðsGuðmundur G. Sigurbergsson Ávarp formanns UMSK Guðmundur G. Sigurbergsson, formaður UMSK.

12 sambönd líkt og UMSK verið þar burðarásinn. Vissulega hafa áherslur breyst, mótahald færst frá héraðsmótum til einstakra félaga og sérsambanda, hlutverk héraðssambanda líkt og UMSK snýst nú meira en áður um fræðslu, upplýsingagjöf og stuðning við aðildarfélögin. Við sjóndeildarhring blasa við ný og brýn verkefni sem snúa að lýðheilsu allra aldurshópa og baráttu við lífsstílssjúkdóma. Í þeim efnum hefur UMSK tekið forystuna og meðal annars leitt samstarf íþróttafélaga um skipulag hreyfingar fyrir aldraða. Því verkefni hefur verið afar vel tekið og hefur það vakið athygli á landsvísu. Nýlegt og vaxandi hlutverk héraðssambandanna er einnig að vekja athygli á nýjum verkefnum sem tengjast lýðheilsu. Ekki má vanmeta mikilvægi þess að bjóða upp á viðburði þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman og stundað um leið holla hreyfingu. En hvað eru félagasamtök án félagsmanna? Von er að spurt sé. Frá upphafi hefur allt íþróttastarf í landinu verið borið uppi af sjálfboðaliðum sem koma margir inn í starfið gegnum íþróttaiðkun barna sinna og leggja þar hönd á plóg. Þau eru mörg handtökin sem leggja þarf til svo starfið gangi greiðlega fyrir sig. Þegar við mætum á kappleik sjáum við sjaldnast þau verk sem þarf að vinna við undirbúning leiksins eða frágang að leik loknum. Þarna kemur sjálfboðaliðinn til skjalanna og sannast að margar hendur vinna létt verk. Saga UMSK endurspeglar einnig sögu þjóðarinnar og er vörðuð þeim breytingum sem orðið hafa á samfélagi okkar. Margt í sögunni kann að koma okkur skringilega fyrir sjónir, þannig var tíðarandinn á þeim tíma og segir okkur hvernig samfélagið okkar hefur þróast og breyst. UMSK er öflugt héraðssamband og það fjölmennasta á landinu. Íþróttastarf á félagssvæðinu er öflugt og aðildarfélögin í fremstu röð í flestum greinum. Ég er stoltur af UMSK og þeim tíma sem ég hef starfað á þeim vettvangi, bæði innan stjórnar UMSK og innan Breiðabliks. Ég hlakka til að leiða sambandið áfram og takast þar á við spennandi viðfangsefni. Ég veit að þar tala ég einnig fyrir hönd félaga minna í stjórn UMSK. UMSK á grundvöll sinn og velgengni að þakka þeim mikla fjölda fólks sem hefur af fórnfýsi gefið sér tíma til að vinna að vexti og viðgangi íþróttastarfs innan aðildarfélaganna. Það verður aldrei fullþakkað. Án þeirra og óeigingjarns framlags þeirra væri saga sambandsins ekki sú sem við getum nú lesið um í þessu mikla ritverki.

13 Árið 2011 tók stjórn UMSK þá ákvörðun að ráðast í ritun á sögu sambandsins, Jón M. Ívarsson hóf verkið og fjallaði um 40 fyrstu árin í þessari umfangsmiklu aldarsögu. Árið 2018 tók Bjarki Bjarnason við verkefninu og ritaði um árabilið 1963–2022, auk þess stýrði hann allri vinnu við bókina allt til útgáfudags. Tilgangur þessarar ritunar er að varðveita merka sögu sem á mikla snertifleti við íslenskt samfélag á síbreytilegum framfaratímum. Um leið sýnum við öllum þeim sem hafa komið að starfsemi sambandsins þá virðingu sem þeim ber, enn og aftur verður það ljóst hversu mikilvægt það er fyrir samfélag okkar að halda sögunni til haga. Ég vil þakka ritnefnd, höfundum og öllum öðrum sem lögðu hér hönd á plóg, bókin er til sóma fyrir þá sem komu hér að verki. Þessi vandaða og umfangsmikla saga kemur bæði út í bókarformi og rafrænu formi sem verður aðgengilegt á heimasíðu UMSK. Valdimar Leó Friðriksson Ávarp formanns ritnefndar Valdimar Leó Friðriksson, formaður ritnefndar.

Ritnefnd og höfundar bókarinnar. Í fremri röð eru Jón M. Ívarsson og Bjarki Bjarnason. Í aftari röð eru, talið frá vinstri: Birgir Ari Hilmarsson, Valdimar Leó Friðriksson, Magnús Jakobsson og Alda Helgadóttir.

15 Saga UMSK 1922–1962 Haustið 2011 tók ég að mér að skrásetja 100 ára sögu Ungmennasambands Kjalarnesþings. Þeir Valdimar Leó Friðriksson, þáverandi formaður sambandsins, og Valdimar Gunnarsson, þáverandi framkvæmdastjóri, kynntu mér þá hugmynd að sagan yrði skrifuð í áföngum næstu árin og yrði tilbúin á aldarafmælinu 19. nóvember 2022. Mér leist vel á þetta og hóf skriftir snemma árs 2012. Fyrsti hluti verksins um tímabilið frá 1922 til 1942 var tilbúinn um vorið og prentaður í nokkrum eintökum um haustið. Þá var tekið hlé um sinn. Ég var svo heppinn að finna stofndag UMSK sem lengi hafði verið á reiki og þegar ég fór að skoða söguna kom í ljós ótrúlega margþætt starf sambandsins sem ekki var sérlega fjölmennt lengi vel en hinsvegar bæði starfsamt og stórhuga. Það hafði strax í upphafi samband við alla ungmennafélaga sem dvöldust í höfuðstaðnum og þeim var boðið að sækja sérstaka fundi UMSK sem nefndust farfuglafundir og þar var oft glatt á hjalla á þriðja áratug aldarinnar. Þetta voru menningarsamkomur og mikils virði fyrir marga unglinga úr byggðum landsins sem hittu þarna jafningja sína. Þá var mikill stórhugur á bak við heimboð fimm norskra ungmennafélaga til landsins árið 1924. Svo fóru félagar úr UMSK til Noregs nokkru síðar til að endurgjalda heimsóknina. Þetta voru einsdæmi innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Þá var UMSK í fararbroddi við undirbúning ungmennafélaga við Alþingishátíðina 1930 og þannig mætti áfram telja. Helstu burðarásar sambandsins frá fyrstu tíð voru ungmennafélögin Afturelding í Mosfellssveit og Drengur í Kjós. Þau háðu íþróttakeppni sín á milli áratugum saman við góðan orðstír og mynduðu sterkt keppnislið Bjarki Bjarnason og Jón M. Ívarsson Formáli höfunda sambandsins sem sigraði í Haukadal 1940 þegar landsmótin voru endurvakin. UMSK varð snemma félagslegt stórveldi og skákaði stundum heildarsamtökunum UMFÍ þegar á reyndi. Hafist var handa við framhald sögunnar haustið 2013 og tekið fyrir tímabilið 1942 til 1962. Verkið var unnið með hléum og því skilað haustið 2015 fullfrágengnu með myndum. Starfið var áfram þróttmikið þótt félögin innanborðs væru ekki mörg. Héraðsmót í frjálsíþróttum hófu göngu sína árið 1944 og í framhaldinu varð mikil gróska í frjálsíþróttum og árlegar keppnir við önnur ungmennasambönd haldnar víðsvegar um land. Félög UMSK voru lengi aðeins þrjú að tölu allt þar til Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi var stofnað 1950 og gekk þá í sambandið ásamt Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. Starfsíþróttir voru áberandi á sjötta áratugnum og þar voru liðsmenn UMSK öflugir og létu til sín taka á landsmótum UMFÍ. Konur í Aftureldingu og Dreng fóru að stunda handbolta og voru sigursælar á landsmótum þegar fram liðu stundir. Þá varð karlalið Aftureldingar frægt undir nafninu „Dvergarnir sjö“, en þeir voru allir hávaxnir mjög. Hugaríþróttirnar skák og bridds urðu vinsælar og haldin í þeim héraðsmót. Og Jón M. Ívarsson: Höfundur sögu UMSK 1922–1962.

16 knattspyrnan var farin að skjóta rótum innan UMSK þegar þessu tímabili lauk um 1962. Þá höfðu safnast svo að mér verkefni sem ég þurfti að vinna að ég sá mér ekki fært að halda áfram með söguna og bað um að fenginn yrði annar höfundur til að ljúka verkinu. Rættist vel úr þessu þegar hinn ágæti fræðimaður Bjarki Bjarnason tók það að sér. Það var afar skemmtilegt og lærdómsríkt að fá að segja frá þessum fyrstu fjórum áratugum í sögu Ungmennasambands Kjalarnesþings. Forystumönnum þess þakka ég gott samstarf og óska þeim til hamingju með aldarafmælið og söguna. Á haustmánuði 2023. Jón M. Ívarsson. Saga UMSK 1963–2022 Líkt og Jón M. Ívarsson rekur hér að framan eru höfundar bókarinnar tveir, hvor með sinn hluta verksins. Árið 2015 lauk Jón ritun sinni um 40 fyrstu árin í sögu UMSK, ég kom að verkinu árið 2018 og ritaði um árabilið 1963–2022. Auk þess setti ég saman aldarspegil UMSK fremst í bókinni og ritstýrði verkinu allt til útgáfudags. Á tímaskeiðinu 1963–2022 urðu gífurlegar breytingar í íslensku samfélagi, mikil þéttbýlismyndun varð á félagssvæði UMSK, hreppsfélög breyttust í bæjarfélög og margfölduðu íbúafjölda sinn. Íþróttalífið tók einnig miklum stakkaskiptum, nýjar greinar komu til sögunnar, félög líkt og Afturelding, Breiðablik og Stjarnan urðu deildaskipt og sinntu mörgum íþróttagreinum á meðan önnur einbeittu sér að einni grein, til dæmis lyftingum, golfi eða dansi. Er skemmst frá því að segja að á síðustu 60 árum hefur fjöldi aðildarfélaga UMSK tífaldast, þau voru fimm árið 1963 en um 50 talsins þegar sambandið fagnaði aldarafmæli sínu. Æfinga- og keppnisaðstaðan, bæði innan- og utandyra, hefur einnig gjörbreyst. Árið 1963 voru fyrst og fremst vanburða boltavellir á félagssvæðinu, engin nútímaleg íþróttahús til staðar en notast við leikfimisali í skólum og jafnvel félagsheimili til íþróttaiðkunar. Síðan rann upp mikið framfaraskeið, löglegir íþróttavellir og fullburða íþróttahús spruttu upp í stærstu sveitarfélögunum og sköpuðu aðstæður og umgjörð fyrir fjölbreytt íþróttalíf sem hentaði öllum aldurs- og getuhópum. Þessar breytingar urðu svo stórkostlegar að í mínum huga ganga þær undir nafninu „Valla- og hallabyltingin mikla“. Fremst í mínum hluta bókarinnar geri ég rækilega grein fyrir þessum stórfelldu breytingum sem voru nauðsynleg forsenda fyrir það fjölbreytta íþróttalíf sem blasir við okkur á félagssvæði UMSK nú á dögum. Ör þróun íslensks samfélags og fjölskrúðugt íþróttastarf urðu til þess að nokkrar viðamiklar sögur eru sagðar jafnhliða í mínum hluta bókarinnar, þær eru: saga sambandsins, saga aðildarfélaga UMSK, saga einstakra íþróttagreina og saga landsmóta UMFÍ. Margar íþróttagreinar voru á sínum tíma nýlunda innan sambandsins og reyndar á landinu öllu, til dæmis blak, golf og karate, meðal annars af þeim sökum legg ég áherslu á að setja allar íþróttagreinar sem ég fjalla um í alþjóðlegt samhengi í skrifum mínum. Síðustu áratugina hafa verkefni UMSK tekið miklum stakkaskiptum. Áður fyrr var sambandið sýnilegra og liðsmenn UMSK klæddust iðulega keppnisbúningi sambandsins. Það gaf út fréttabréf og afmælisrit, var með þjálfara á sínum snærum, hélt héraðsmót í einstökum

17 íþróttagreinum og tók þátt í landsmótum UMFÍ sem voru ævinlega hápunktur félagsstarfsins. En smám saman urðu stærstu aðildarfélögin að öflugum fjölgreinafélögum, hlutverk UMSK breyttist frá því að vera miðlægt samband á stóru svæði í að vera stuðningsaðili og ráðgjafi fyrir aðildarfélögin. Sá stuðningur birtist meðal annars í fjárstyrkjum en eftir að getraunir og lottó skutu rótum á Íslandi hefur fjárhagslegt umhverfi íþróttahreyfingarinnar gjörbreyst. Við ritun á langri og merkri sögu UMSK hafa margar og fjölbreyttar heimildir verið nýttar, meðal annars tóku undirritaður og Vilborg Bjarkadóttir viðtöl við fólk sem mundi tímana tvenna, þar á meðal voru fyrrverandi formenn sambandsins. Á síðustu misserum hafa fimm fyrrverandi formenn UMSK fallið frá og vil ég minnast þessara horfnu leiðtoga hér og nú. Þeir eru: Hraunar Daníelsson sem lést árið 2022 og Ólína Sveinsdóttir, Ólafur Oddsson, Sigurður Skarphéðinsson og Jón Ármann Héðinsson sem létust árið 2023. Við söguritunina hafði ég mörg útispjót; viðtöl við fólk sem stóð í stafni starfseminnar voru ómetanlegar heimildir, ársskýrslur UMSK og einstakra aðildarfélaga reyndust einnig notadrjúgar, sagnfræðirit, dagblöð og tímarit, þar á meðal Skinfaxi, blað UMFÍ, komu að góðum notum, einnig má nefna áhugaverða kvikmynd um sögu knattspyrnuiðkunar í Kópavogi. Árið 2019 tók ritnefnd bókarinnar til starfa, í henni sátu: Valdimar Leó Friðriksson formaður, Alda Helgadóttir, Birgir Ari Hilmarsson og Magnús Jakobsson. Við verklok vil ég þakka ritnefnd kærlega fyrir samstarfið; einnig þakka ég nánustu samstarfsmönnum mínum við vinnslu verksins, þeir eru Eyjólfur Jónsson umbrotsmaður, Magnús B. Óskarsson, ljósmyndari og kápuhönnuður, Embla Ýr Bárudóttir prófarkalesari, Ýr Þórðardóttir, sem vann nafnaskrána ásamt mér, og starfsmenn í Svansprenti í Kópavogi sem prentuðu verkið. Þegar UMSK var stofnað árið 1922 var íslenskt samfélag harla ólíkt því sem blasir við okkur nú á dögum. Þjóðin var þá að hverfa frá kyrrstæðu og íhaldssömu sveitasamfélagi inn á braut félagslegrar vakningar og tæknilegra nýjunga; á þessu framfaraskeiði skipaði ungmennafélagshreyfingin veglegan sess. Mig langar að ljúka formála mínum á því að nefna til sögunnar ungmennafélaga sem lifði lungann úr 20. öld og tók ásamt sinni kynslóð þátt í að móta mestu breytingatíma Íslandssögunnar. Þetta var Grímur Norðdahl á Úlfarsfelli í Mosfellssveit sem var fæddur árið 1909, sama árið og Ungmennafélagið Afturelding var stofnað. Grímur var formaður Aftureldingar um skeið og ásamt Ragnheiði Guðjónsdóttur eiginkonu sinni var hann meðal frumbyggja í Kópavogi um miðbik síðustu aldar. Þau hjónin og aðrir landnemar í Kópavogi vildu bindast samtökum og stofna ungmennafélag, Grímur var kallaður til verka og kjörinn fyrsti formaður félagsins og Ragnheiður bætti um betur og lagði fram hugmyndina að félagsnafninu: Breiðablik skyldi barnið heita, það er núna meðal stærstu íþróttafélaga landsins. Grímur Norðdahl lést árið 1997, hann var alla sína ævi ungmennafélagi af lífi og sál og orti eitt sinn þessa stöku um Ungmennafélag Íslands: Framtíð Íslands er fögur, friðsæl, björt og hlý. Eitt af þeim orsakavöldum er starfsemi UMFÍ. 22. október 2023. Bjarki Bjarnason. Bjarki Bjarnason, höfundur Aldarspegils UMSK og sögu UMSK 1963–2022. Bjarki ritstýrði einnig öllu verkinu.

19 1906 7. janúar var Ungmennafélag Akureyrar stofnað, fyrsta ungmennafélagið á Íslandi. Jóhannes Jósefsson var kjörinn formaður. 3. október tók Ungmennafélag Reykjavíkur til starfa, það var aðili að UMSK á árunum 1922–1925. 1907 Glímufélagið „Í afturelding“ stofnað í Lágafellssókn, það varð nokkurs konar undanfari Ungmennafélagsins Aftureldingar. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) stofnað á Þingvöllum 2. ágúst, Jóhannes Jósefsson varð fyrsti formaður félagsins. Innan vébanda UMFÍ eru 27 sambandsaðilar og 480 félög með um 290 þúsund félagsmenn.1 1908 Fjórðungssamband Sunnlendingafjórðungs (FS) kemur til sögunnar, fyrir daga héraðssambanda og íþróttabandalaga. FS starfaði til ársins 1922, þrjú aðildarfélög sambandsins urðu stofnfélagar í UMSK það sama ár. Hlutafélagið Skíðabrautin tekur til starfa í Reykjavík, hlutverk þess var að bæta aðstöðu skíðafólks í höfuðborginni. 1909 11. apríl var stofndagur Ungmennafélagsins Aftureldingar í Mosfellssveit. Glímuflokkur og sundflokkur tóku fljótlega til starfa og félagsmenn útbjuggu sundlaug í Varmá. Félagið gaf út farandblaðið Dagrenning, var eitt af stofnfélögum UMSK og það eina sem enn er í héraðssambandinu. Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands, hefur göngu sína í Hafnarfirði. Fyrstu ritstjórarnir voru Helgi Valtýsson og Guðmundur Hjaltason. Blaðið kom út mánaðarlega og kostaði árgangurinn eina krónu í fyrstu. Bjarki Bjarnason: Aldarspegill UMSK 1906–2022

20 Hinn 17. júní var fjórðungsmót norðlenskra ungmennafélaga haldið á Akureyri, það var síðar skilgreint sem 1. landsmót UMFÍ.2 Keppnin var einungis ætluð karlmönnum, keppnisgreinar voru meðal annars langstökk, stangarstökk, knattspark, sund og kappganga. Íslandsglíman var háð á Akureyri þennan dag. Þar sigruðu tveir Sunnlendingar sem fóru ríðandi norður á mótið. 1. ágúst var sundskáli Ungmennafélags Reykjavíkur í Skerjafirði vígður. Í Skerjafirði fór fram fyrsta reglulega sundkeppnin á mældum brautum, 100 m og 500 m löngum.3 1910 23. janúar tók Ungmennafélag Akraness til starfa, það gekk í UMSK árið 1923 og var aðili að sambandinu í nokkur ár. 14. maí var Íþróttasambandið Skarphéðinn stofnað, nafninu var breytt í Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) árið 1922. Sambandssvæðið nær yfir Árnes- og Rangárvallasýslur. 1911 11. júní var Melavöllurinn í Reykjavík vígður, hann var 180 x 90 metrar að stærð og fyrsti löglegi knattspyrnuvöllur landsins. Langri sögu vallarins lauk árið 1984. 2. landsmót UMFÍ haldið í Reykjavík 17.–25. júní á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Þetta var fyrsta stóra íþróttamótið á Íslandi, meðal keppnisgreina voru reiptog, grísk-rómversk glíma og hjólreiðar.4 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og bankastjóri, færir Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) Þrastaskóg í Grímsnesi að gjöf. Hálfri öld síðar hófst íþróttavallargerð í Þrastaskógi.5 Háskóli Íslands tekur til starfa. 1912 28. janúar var Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) stofnað í húsinu Bárubúð í Reykjavík. Axel Tulinius var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. 1914 3. landsmót UMFÍ haldið í Reykjavík 17.–24. júní. Þar var meðal annars keppt í glímu, 110 m girðingahlaupi, reiptogi, knattspyrnu, sundi og kringlukasti beggja handa. 1915 1. ágúst var stofndagur Ungmennafélagsins Drengs í Kjósarhreppi, Drengur var eitt af stofnfélögum UMSK árið 1922. 1916 Víðavangshlaup ÍR hefur göngu sína, sigurvegari í fyrsta hlaupinu var Jón Kaldal, síðar þekktur ljósmyndari. Fyrstu árin voru keppendur úr Aftureldingu og Dreng sigursælir í hlaupinu. 1918 14. júlí fór fram fyrsta íþróttamótið milli Drengs í Kjós og Aftureldingar í Mosfellssveit. Meðal annars var keppt í glímu, 100 m hlaupi og 50 m sundi – í köldum sjó. Þessi mót voru haldin allt til ársins 1957. 1. desember varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. 1920 4. mars tók Ungmennafélag Miðnesinga í Sandgerði til starfa. Félagið var eitt af stofnfélögum UMSK 1922 en sagði sig úr sambandinu árið 1926, þar eð það vildi ekki undirgangast bindindisheit ungmennafélagshreyfingarinnar. 1921 Álafosshlaupið fór fram í fyrsta skipti, hlaupið hófst við Álafoss í Mosfellssveit og endaði á Melavellinum í Reykjavík þar sem dönsku konungshjónin tóku á móti hlaupurunum.

21 Guðjón Júlíusson úr Aftureldingu sigrar í víðavangshlaupi ÍR á nýju tímameti. Guðjón átti stuttan og glæsilegan hlaupaferil. 1922 Íþróttafélag Kjósarsýslu stofnað um vorið til að auðvelda Aftureldingu og Dreng að tefla fram sameiginlegri sveit í víðavangshlaupi ÍR. Félagið starfaði með hléum til ársins 1944.6 19. nóvember var stofndagur Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Stofnfélögin voru fjögur: Ungmennafélag Reykjavíkur, Ungmennafélagið Afturelding, Ungmennafélagið Drengur og Ungmennafélag Miðnesinga. Félagsmenn voru samtals 260 talsins og Guðbjörn Guðmundsson, prentari í Reykjavík, var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. Fyrsti hluti samkomu- og skólahússins á Brúarlandi í Mosfellssveit tekinn í notkun. Félagar úr Aftureldingu lögðu hönd á plóg við bygginguna og höfðu þar aðsetur um 30 ára skeið. Handknattleiksíþróttin nemur land á Íslandi um þetta leyti og var iðkuð utandyra í fyrstu. 1923 Íþrótta- og málfundafélag Kjalnesinga stofnað, nafnið breyttist í Íþróttafélagið Stefni árið 1927 og starfaði í nokkur ár. 1925 12. maí var Ungmennafélagið Velvakandi í Reykjavík stofnað og gekk sama dag í UMSK. Formaður félagsins var Guðbjörn Guðmundsson, fyrsti formaður UMSK. 1926 UMSK hóf útgáfu á fjölrituðu mánaðarblaði sem hét Hvöt. 1927 Guðrún Björnsdóttir kjörin formaður UMSK, hún hafði áður verið fyrsti formaður Aftureldingar. Stjórn UMSK ritar bréf til allra félaga í UMFÍ og óskar eftir sjálfboðavinnu við undirbúning Alþingishátíðarinnar á Þingvöllum, meðal annars við gerð göngustíga og sléttun lands fyrir tjaldstæði. Sigurjón Pétursson, verksmiðjueigandi á Álafossi, reisir sundskála við Varmá í Mosfellssveit og einnig fyrsta dýfingapall landsins.7 1930 Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum, félagar úr UMSK unnu mikið í sjálfboðavinnu á hátíðarsvæðinu árin fyrir hátíðina og 70 börn úr Ungmennafélaginu Velvakanda í Reykjavík sýndu þar vikivaka. 1931 Gestur Andrésson úr Dreng kjörinn formaður UMSK. Vikivakaflokkur stofnaður innan UMSK og starfaði um árabil. Þátttakendur voru um 300 úr fjórum aðildarfélögum sambandsins. 1934 Samþykkt var á UMSK-þingi að héraðssambandið setti sér það takmark að innan fimm ára yrði ræktað grænmeti til eigin neyslu á sérhverju heimili á sambandssvæðinu. Alþingishátíðin haldin á Þingvöllum 1930.

22 1935 Skúli Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda kjörinn formaður UMSK. 1938 26. maí var Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) stofnað. Séra Eiríkur J. Eiríksson kjörinn formaður UMFÍ, hann gegndi starfinu í rúm 30 ár. 1939 Ólafur Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda kosinn formaður UMSK. 1940 12. febrúar tóku íþróttalög gildi á Íslandi, samkvæmt þeim urðu sund og leikfimi skyldunámsgreinar í skólum og starf íþróttafulltrúa ríkisins kom til sögunnar. Þorsteinn Einarsson tók við því starfi árið 1941 og gegndi því í 40 ár. 10. maí var Ísland hernumið af breskum her. Þá um sumarið hugðist UMFÍ halda landsmót á Akureyri en vegna félagsdeyfðar hjá Ungmennafélagi Akureyrar var mótið flutt í Haukadal í Biskupstungum. Það fór fram 22.–23. júní og vann UMSK frækilegan sigur í stigakeppninni, gestir voru á annað þúsund. Konur kepptu þar í fyrsta skipti á landsmóti, í sundi. UMFÍ gefur út vasasöngbók með 200 söngtextum. 1942 UMSK fagnar 20 ára afmæli sínu í félagsheimilinu Brúarlandi í Mosfellssveit. Páll S. Pálsson úr Ungmennafélagi Reykjavíkur kjörinn formaður UMSK. Golfsamband Íslands stofnað, fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ. 1943 26.–27. júní var 5. landsmót UMFÍ haldið á Hvanneyri í Borgarfirði. Auk keppni í íþróttum voru fimleikasýningar, kvikmyndasýningar, ljóðaupplestur og dans. Mótsgestir voru á fjórða þúsund. Gísli Andrésson úr Dreng kjörinn formaður UMSK. Ungmennafélag Reykjavíkur (hið yngra) gengur í UMSK en hætti í sambandinu árið 1945. Samþykkt á UMSK-þingi að halda héraðsmót sambandsins árlega. 1944 17. júní stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum, þar var haldin stórglæsileg fimleikasýning. Í tilefni af stofnun lýðveldisins voru haldin íþróttamót um allt land. 15.–16. júlí var fyrsta héraðsmót UMSK haldið. Keppt var í frjálsum íþróttum og sundi í Reykjahverfi í Mosfellssveit. 31. ágúst var Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) stofnað, það eru heildarsamtök íþróttafélaga í Reykjavík. Gunnar Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn fyrsti formaður ÍBR. 17. júní 1944 stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum.

23 1945 Frjálsíþróttakeppni milli UMSK og Borgfirðinga haldin í fyrsta skipti, hún var haldin árlega til 1950. Í styrjaldarlok keypti ÍBR íþróttabragga bandaríska hersins í Vogahverfinu í Reykjavík. Húsið fékk nafnið Hálogaland og varð miðstöð innanhússíþrótta á Reykjavíkursvæðinu um 20 ára skeið, einkum handknattleiks. 1946 6. janúar var Ungmennafélag Bessastaðahrepps stofnað, Ármann Pétursson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. 23. júní var Skíðasamband Íslands stofnað. 23. júní var félagsheimilið Félagsgarður í Kjósarhreppi vígt, Ungmennafélagið Drengur reisti húsið á einu ári. 6.–7. júlí var 6. landsmót UMFÍ haldið, á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar tóku konur í fyrsta skipti þátt í frjálsum íþróttum á landsmóti, í 80 m hlaupi. Mótsgestir voru rúmlega þrjú þúsund. UMSK gengur í Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ). Þá voru einungis þrjú félög í UMSK, Drengur í Kjós, Ungmennafélag Kjalnesinga og Afturelding í Lágafellssókn. 1947 26. mars var Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) stofnað. 16. ágúst var Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) stofnað. Lárus Halldórsson, skólastjóri á Brúarlandi í Mosfellssveit, var næstfyrsti formaður sambandsins. Fyrsti UMSK-búningurinn tekinn í notkun, hvítur bolur með svörtum röndum og hvítar buxur með svörtum streng. 1948 Halldór Lárusson úr Aftureldingu keppir í langstökki í landskeppni við Norðmenn, hann var fyrsti landsliðsmaðurinn úr UMSK í frjálsum íþróttum. Kópavogshreppur verður til með um 900 íbúa, hann var áður hluti af Seltjarnarneshreppi. Aðildarfélög UMSK voru einungis þrjú og öll úr Kjósarsýslu: Afturelding, Drengur og Ungmennafélag Kjalnesinga. Félagsmenn UMSK voru þá 268 talsins. 1949 12. janúar hófst kennsla í Digranesskóla í Kópavogi. 7. landsmót UMFÍ haldið í Hveragerði 2.–3. júlí. Þar var handknattleikur kvenna keppnisgrein í fyrsta skipti á landsmóti. Þegar kvölda tók bar nokkuð á ölvun og voru drukknir menn teknir úr umferð og settir í poka. Var sú meðferð gagnrýnd harkalega af dagblöðum og yfirvöldum. Axel Jónsson kjörinn formaður UMSK. 1950 12. febrúar var Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi stofnað. Grímur Norðdahl var kjörinn fyrsti formaður félagsins, hann hafði áður verið formaður Aftureldingar. 26. febrúar var Hestamannafélagið Hörður stofnað á Klébergi á Kjalarnesi. Gísli Jónsson í Arnarholti var kosinn fyrsti formaður félagsins, svæði þess nær yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Sundsamband Íslands stofnað. 1951 17. mars var félagsheimilið Hlégarður í Mosfellssveit vígt. Ungmennafélagið Afturelding átti

24 eignarhlut í húsinu og var þar með sérstakt fundarherbergi fyrir starfsemi sína. 1952 19. apríl hófst rekstur Íslenskra getrauna, í fyrstu voru einkum sænskir og danskir knattspyrnuleikir á getraunaseðlunum en síðar kom enska knattspyrnan til sögunnar. Starfseminni var hætt árið 1956 en hún var endurvakin 13 árum síðar. UMSK hélt upp á 30 ára afmæli sitt. Aðildarfélögin voru fimm talsins og félagsmenn 465. 8. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum 5.–6. júlí. Þar var í fyrsta skipti keppt í starfsíþróttum á landsmóti. 20 keppendur frá UMSK tóku þátt í mótinu og náðu góðum árangri, mótsgestir voru á fjórða þúsund. Að kvöldi fyrri dagsins var almennur ungmennafélagsfundur þar sem umræðuefnið var „menningarmál sveitanna“. Íþróttakeppni milli UMSK og Suðurnesjamanna, einnig árið 1953. Íþróttakeppni milli UMSK og Akureyringa, einnig árið 1953. 1953 Fyrsta héraðsmót UMSK í starfsíþróttum haldið. Áhugi á starfsíþróttum jókst eftir að Stefán Ólafur Jónsson hafði kynnt sér þær í Noregi og kynnti þær síðan fyrir íslenskum ungmennafélögum, til dæmis dráttarvélaakstur, línstrok og búfjárdóma. Á 30. þingi UMSK var rætt um bingóspil sem þá var nýtt af nálinni á Íslandi. Töldu einstakir þingfulltrúar það að sumu leyti hættulegt en samþykkt var að aðildarfélögum UMSK væri heimilt að spila bingó tímabundið til reynslu.8 1954 Hreppsnefnd Kópavogshrepps samþykkir að veita fé til að reisa búningsklefa með sturtu og salerni við Vallargerðisvöll í Kópavogi. Á þessu ári voru aðildarfélög UMSK fimm talsins úr jafnmörgum hreppsfélögum: Ungmennafélagið Drengur í Kjósarhreppi, Ungmennafélag Kjalnesinga í Kjalarneshreppi, Ungmennafélagið Afturelding í Mosfellshreppi, Ungmennafélagið Breiðalik í Kópavogshreppi og Ungmennafélag Bessastaðahrepps í Bessastaðahreppi. Félagsmenn voru samtals 374 í þessum félögum.9 „HÉRAÐSMÓT UMS. KJALARNESÞINGS var haldið á Leirvogstungubökkum í Mosfellssveit sunnudaginn 25. ágúst. … Mótið var fremur langdregið, enda var einnig keppt í starfsíþróttum, og fóru þessar tvær tegundir íþrótta ekki sem bezt saman.“10 „KEPPNI DRENGS OG AFTURELDINGAR. Mót þetta var í fyrsta sinn haldið fyrir 35 árum, 1918, á Mógilsáreyrum við Kollafjörð. Hafa fá mót hér á landi verið haldin reglulega jafnlengi. Keppt var um óvenjulegan verðlaunagrip, haglega gerðan kassa, en í kassanum er bók, og í hann eru skráð úrslit allra þessara móta, allt frá upphafi 1918. … Það félag, sem vinnur hverju sinni, geymir kassann til næsta móts og svo koll af kolli.“11 1955 Hinn 11. maí fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi. 9. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 2.–3. júlí. Tæplega 30 þátttakendur voru frá UMSK, þeir kepptu í handknattleik, frjálsum íþróttum og starfsíþróttum. Á landsmótinu flutti Davíð Stefánsson kvæði sem hann orti í tilefni af mótinu. UMSK, Íþróttabandalag Akureyrar (ÍBA) og Suðurnesjamenn efna til keppni í frjálsum íþróttum. Síðar bættust Eyfirðingar við. 1956 11. febrúar skipulagði Ungmennafélagið Afturelding mikla blysför að Gljúfrasteini í Mosfellsdal til að hylla nóbelsskáldið nýja, Halldór Kiljan Laxness. Fyrstu héraðsmót UMSK í knattspyrnu og skák haldin. Ármann Pétursson kjörinn formaður UMSK, hann hafði áður gegnt formennsku í Ungmennafélagi Bessastaðahrepps (UMFB). 8. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum 5.–6. júlí 1952.

25 Íþróttamaður ársins kjörinn í fyrsta skipti, það var Vilhjálmur Einarsson þrístökkvari sem hlaut silfurverðlaun á Ólympíuleikunum það sama ár. 19. desember voru afgreidd lög frá Alþingi um bann við hnefaleikaiðkun á Íslandi. 1957 Innan Breiðabliks voru stofnaðar frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild og skák- og briddsdeild, fyrsta héraðsmót UMSK í bridds haldið – á Kjalarnesi. Íþróttavöllur við Félagsgarð í Kjós tekinn í notkun. 8. júlí fór fram fyrsti landsleikurinn í knattspyrnu á Laugardalsvellinum, á móti Norðmönnum. 11. júní var Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) stofnað. Ásbjörn Sigurjónsson úr Aftureldingu var formaður HSÍ 1958–1967. 10. landsmót UMFÍ haldið á Þingvöllum 29.–30. júní og tileinkað 50 ára afmæli UMFÍ. Sundkeppnin fór fram í Hveragerði. Auk keppni í íþróttum var bæði fimleika- og þjóðdansasýning. Héraðsþing UMSK ályktar að dvöl erlends hers á Íslandi samrýmist ekki hugsjónum ungmennafélaganna. 1959 Varmárvöllur í Mosfellssveit vígður 12. júní. Hann var fyrsta íþróttamannvirkið á Varmársvæðinu. Á þjóðhátíðardaginn var Laugardalsvöllurinn í Reykjavík vígður við hátíðlega athöfn. Félagsheimili Kópavogs tekið í notkun. Breiðablik tók þátt í byggingu hússins, ásamt öðrum félagasamtökum í bænum. Páll Ólafsson úr Ungmennafélagi Kjalnesinga kjörinn formaður UMSK. 1960 30. október var Æskulýðsfélagið Stjarnan í Garðahreppi stofnað. Íþróttahús við Kópavogsskóla tekið í notkun. Bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu karla haldin í fyrsta skipti. 1961 11. landsmót UMFÍ haldið á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar var í fyrsta skipti keppt í knatt9. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 2.–3. júlí 1955. 10. landsmót UMFÍ haldið á Þingvöllum 29.–30. júní 1957.

26 spyrnu á landsmóti. Mótsgestir voru 8–9 þúsund talsins. UMFÍ vinnur mál um veiðirétt í Soginu fyrir landi Þrastaskógar.12 1962 UMSK gefur út 50 síðna rit í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Aðildarfélögin voru fimm með hátt í 700 félagsmenn. Kennsla hefst í Varmárskóla í Mosfellshreppi, örskammt frá Varmárvelli. 1963 Haukur Hannesson úr Ungmennafélaginu Dreng kjörinn formaður UMSK. 1964 Varmárlaug í Mosfellssveit vígð á þjóðhátíðardaginn. 1965 7. mars var samþykkt á UMSKþingi að Æskulýðsfélagið Stjarnan í Garðahreppi yrði aðili að héraðssambandinu. Um leið breyttist nafn félagsins í Ungmennafélagið Stjarnan. 5. apríl var Hestamannafélagið Andvari í Garðabæ stofnað, fyrsti formaður þess var Helgi K. Hjálmsson. Félagið gekk í UMSK árið 1990. 11. apríl var Glímusamband Íslands stofnað. Úlfar Ármannsson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps kjörinn formaður UMSK. Nýr veitingaskáli UMFÍ í Þrastaskógi tekinn í notkun. Skúli H. Norðdahl arkitekt teiknaði skálann. 3.–4. júlí var 12. landsmót UMFÍ haldið á Laugarvatni í einstöku blíðviðri. UMSK lenti í 4. sæti í heildarstigakeppninni. Þar var keppt í fyrsta skipti í körfuknattleik karla á landsmóti (sýningargrein). Um 20 þúsund gestir sóttu mótið. Héraðsmót UMSK haldin í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og handknattleik. Glímudeild Breiðabliks stofnuð. Fyrsta prentaða ársskýrsla UMSK kemur út. 6. desember var Laugardalshöllin í Reykjavík vígð. 1966 Skólahlaup UMSK haldið í fyrsta skipti, tíu skólar tóku þátt í hlaupinu. Gestur Guðmundsson úr Breiðabliki kjörinn formaður UMSK. 1967 Aðildarfélög UMSK eru sex talsins með 914 félagsmenn. 12. landsmót UMFÍ haldið á Laugarvatni 3.–4. júlí 1965.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==