Aldarsaga UMSK 1922-2022

35 1999 29. júní var blakdeild Aftureldingar stofnuð, Þóra Egilsdóttir var kjörin fyrsti formaður deildarinnar. Meistaraflokkur Aftureldingar í handknattleik karla verður bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari, glæsilegur árangur á 90 ára afmæli félagsins. Kópavogsbúar íhuga að segja skilið við UMSK og stofna íþróttabandalag í Kópavogi. 2000 Félagsmenn UMSK eru 22 þúsund í 29 aðildarfélögum. Valdimar Leó Friðriksson kjörinn formaður UMSK, hann gegndi formennskunni samfleytt til ársins 2021. 15. maí var fimleikadeild Aftureldingar stofnuð, Níels S. Olgeirsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. 4. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Vesturbyggð og á Tálknafirði 4.–6. ágúst. Á þessu aldamótaári urðu Breiðablik og Hestamannafélagið Hörður 50 ára, Stjarnan 40 ára og HK 30 ára. 2001 Félagsmenn UMSK voru 23 þúsund í 27 aðildarfélögum. 23. landsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum 12.–15. júlí. 1. desember var Dansíþróttafélag Kópavogs (DÍK) stofnað og gekk ári síðar í UMSK. Samþykkt var tillaga á ársþingi UMSK um að skora á stjórn UMFÍ að ganga til sameiningarviðræðna við ÍSÍ. Stjórn UMFÍ taldi ekki grundvöll fyrir slíkum viðræðum og í kjölfarið lýsti formannafundur UMSK yfir vantrausti á stjórn UMFÍ. 2002 Á þessu ári voru 26 félög, 24.920 félagsmenn og 20.690 iðkendur í UMSK. 14. maí var Golfklúbbur Álftaness stofnaður. Doron Eliasen var fyrsti formaður klúbbsins sem byggði sér félagsaðstöðu árið 2004 (sjá mynd). 5. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Stykkishólmi 2.–4. ágúst. Dansíþróttafélag Kópavogs gengur í UMSK. 26.–27. október efndi UMSK til viðburðarins „Á iði með UMSK“ sem fólst meðal annars í almennri kynningu á starfsemi aðildarfélaganna. 2003 Félagsmenn innan vébanda UMSK voru 24.400 í 26 aðildarfélögum. 3. apríl var Skylmingafélag Seltjarnarness stofnað. Markmið félagsins er að iðka og kynna skylmingar. 6. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Ísafirði 1.–3. ágúst, þangað mættu 90 keppendur frá UMSK. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) ákveður að stækka golfvöllinn við Vífilsstaði úr 18 í 27 holur. Almenningsíþróttadeild Stjörnunnar stofnuð. 27. nóvember fékk skíðadeild Breiðabliks viðurkenninguna „fyrirmyndarfélag ÍSÍ“ og var fyrsta 23. landsmót UMFÍ haldið á Egilsstöðum 12.–15. júlí 2001.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==