Aldarsaga UMSK 1922-2022

34 endur frá UMSK tóku þátt í mótinu. 21. október var Dansfélagið Hvönn í Kópavogi stofnað og gekk ári síðar í UMSK. Samþykkt var á 71. ársþingi UMSK í Félagsgarði í Kjós að eftirtalin félög fengju inngöngu í UMSK: Golfklúbbur Ness á Seltjarnarnesi, Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ, íþróttadeild Hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi, Íþróttafélag aldraðra í Kópavogi og Knattspyrnufélagið Augnablik í Kópavogi. Reiðhöll Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi tekin í notkun. 1996 UMSK setur upp heimasíðu, fyrst héraðssambanda innan UMFÍ. 20. júní var Handknattleiksfélag Mosfellsbæjar stofnað og gekk fljótlega í UMSK. Viktor Viktorsson var fyrsti formaður félagsins. Dansfélagið Hvönn í Kópavogi gengur í UMSK. 1997 22. landsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi 3.–6. júlí. Líkt og oft áður á landsmótum lenti UMSK í 2. sæti á eftir HSK. Hinn 8. ágúst var Urriðavöllur vígður, 18 holu golfvöllur á félagssvæði Golfklúbbsins Odds í Garðabæ. Völlurinn hafði verið níu holur frá árinu 1990. 15. júní var karatedeild Aftureldingar stofnuð, Magnús Örn Friðjónsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. UMSK festir kaup á nýju, stóru samkomutjaldi (220 fm), það var bæði notað af sambandinu og leigt út. Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) og Ólympíunefnd Íslands (ÓÍ) sameinast undir nafninu Íþrótta- og ólympíusamband Íslands. 1998 Kjalarneshreppur sameinast Reykjavík, Ungmennafélag Kjalnesinga gengur úr UMSK og verður hluti af Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR). 3. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Grafarvogi 3.–5. júlí. UMSK fagnar 75 ára afmæli sínu í hófi sem bæjarstjórn Seltjarnarness bauð til. Félagar úr Dansfélaginu Hvönn sýndu dans og gullmerki UMSK voru veitt í fyrsta skipti. Pálmi Gíslason, Páll Aðalsteinsson og Ólína Sveinsdóttir hlutu þennan heiður. 14. ágúst var Knattspyrnufélagið Hvíti riddarinn í Mosfellsbæ stofnað. Steingrímur Benediktsson var fyrsti formaður félagsins. Nýtt og stórt íþróttahús tekið í notkun að Varmá í Mosfellssveit. 22. landsmót UMFÍ haldið í Borgarnesi 3.–6. júlí 1997.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==