Aldarsaga UMSK 1922-2022

36 deildin innan UMSK sem fékk þessa eftirsóttu viðurkenningu. 2004 31. mars hlaut knattspyrnudeild Breiðabliks viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Iðkendur innan deildarinnar voru þá 850 á öllum aldri. 1. júní hlaut frjálsíþróttadeild Aftureldingar viðurkenningu sem fyrirmyndarfélag ÍSÍ. 24. landsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 8.–11. júlí. Rúmlega 100 keppendur mættu frá UMSK. 7. unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 30. júlí–1. ágúst. Seint í ágúst var gervigrasvöllur í fullri stærð vígður í Garðabæ. 18. september var ný félagsmiðstöð HK vígð í Fagralundi í Kópavogi. Við sama tækifæri fengu blakdeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild HK nafnbótina fyrirmyndarfélag ÍSÍ. 10. október var íþróttamiðstöðin Mýrin í Garðabæ tekin í notkun. 24. október var Íþróttafélagið Glóð í Kópavogi stofnað, félagið sinnir íþróttum fyrir aldraða. Ungmennafélag Bessastaðahrepps (UMFB) breyttist í Ungmennafélag Álftaness (UMFÁ) þegar nafn sveitarfélagsins breyttist úr Bessastaðahreppur í Sveitarfélagið Álftanes. 11. nóvember var Hjólreiðafélagið Hjólamenn í Kópavogi stofnað og var aðili að UMSK um skeið. Markmið félagsins er að vinna að framgangi hjólreiða sem íþróttagreinar. Blakdeild, handknattleiksdeild og knattspyrnudeild HK fá nafnbótina „fyrirmyndarfélag ÍSÍ“. 2005 Mikil fólksfjölgun á félagssvæði UMSK. Félagsmenn sambandsins voru hátt í 30 þúsund í 31 aðildarfélagi, þar af voru sex fjölgreinafélög. Félagaforritið Felix tekið í notkun hjá ÍSÍ og UMFÍ. Það heldur utan um tölfræði íþróttahreyfingarinnar. 8. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Vík í Mýrdal 28.–31. júlí. 132 keppendur frá UMSK tóku þátt í mótinu. Um haustið féll skólahlaup UMSK niður vegna kennaraverkfalls. Íþróttafélagið Grótta, Hestamannafélagið Andvari, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar og Ungmennafélagið Stjarnan verða fyrirmyndarfélög ÍSÍ, einnig blakdeild Aftureldingar. UMSK-mót í skólahreysti haldið í Mosfellsbæ. 2006 Bandýfélag Kópavogs stofnað í marsmánuði. 9. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 4.–6. ágúst. Ný búningsaðstaða og tækjageymslur teknar í notkun á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. 2007 Íþróttamiðstöðin Lágafell í Mosfellsbæ opnuð á sumardaginn fyrsta. 20. maí var Tennishöllin við Dalsmára í Kópavogi opnuð. 7. unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Sauðárkróki 30. júlí–1. ágúst 2004.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==