Aldarsaga UMSK 1922-2022

37 25. landsmót UMFÍ haldið í Kópavogi 5.–8. júlí. UMSK bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni. 10. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. 250 manns tóku þátt í að spila „Hornafjarðarmanna“ í risastóru tjaldi. Taekwondo-deild Aftureldingar stofnuð, Helena Línudóttir Kristbjörnsdóttir var kjörin fyrsti formaður deildarinnar. Gervigrasvöllur að Varmá í Mosfellsbæ tekinn í notkun. Steinar Lúðvíksson, sundfrömuður í Kópavogi, sæmdur gullmerki ÍSÍ. Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) heldur 100 ára afmælisþing á Þingvöllum þar sem félagið var stofnað árið 1907. Á þinginu var Helga Guðrún Guðjónsdóttir kjörin formaður, fyrst kvenna. Á árinu kom út bókin „Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár“ eftir Jón M. Ívarsson. Íþróttamiðstöðin Kórinn í Kópavogi tekin í notkun um haustið. 2008 Aðildarfélög UMSK eru 32 og félagsmenn rúmlega 38 þúsund. Birgir Ari Hilmarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri UMSK. Valdimar Gunnarsson (sjá mynd) var ráðinn framkvæmdastjóri og gegndi því starfi til ársins 2022. 12. mars var Knattspyrnufélag Garðabæjar stofnað. Lárus Guðmundsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. 17. mars var Knattspyrnufélagið Ísbjörninn í Kópavogi stofnað. UMSK heldur tvö leikjanámskeið, ætluð leikskóla- og íþróttakennurum. Þátttaka var mjög góð. 11. unglingalandsmót UMFÍ haldið í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. 2009 9. febrúar var kraftlyftingadeild Breiðabliks stofnuð. 27. júlí var ný og glæsileg aðstaða fyrir Siglingafélagið Ými vígð, við Naustavör í Kópavogi. 9. maí var yfirbyggð áhorfendastúka með 1360 sætum vígð á Kópavogsvelli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menningar- og menntamálaráðherra, vígði stúkuna, undir stúkunni eru búningsklefar. 26. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 10.–12. júlí. UMSK lenti í 3. sæti í heildarstigakeppninni. 12. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. 21. nóvember var ný og glæsileg reiðhöll vígð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ. 13. desember var Lyftingafélag Mosfellsbæjar stofnað, Hjalti Árnason var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Íþróttahúsið Fagrilundur í Kópavogi tekið í notkun. Skinfaxi, tímarit UMFÍ, fagnaði aldarafmæli sínu, blaðið hafði komið óslitið út frá árinu 1909. Dagrenningur, aldarsaga Ungmennafélagsins Aftureldingar, kemur út. Höfundar bókarinnar eru Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson. Dansdeild HK stofnuð. Nýtt og glæsilegt félagshús knattspyrnudeildar Gróttu vígt. HK samþykkir siðareglur félagsins, fyrst íþróttafélaga á Íslandi. 2010 Félagsmenn UMSK eru 45.800 í 38 virkum aðildarfélögum, þar af voru sex fjölgreinafélög.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==