Aldarsaga UMSK 1922-2022

119 Ungmennafélögin innan UMSK létu ekki deigan síga í leiklistinni en sennilega hefur aðsóknin eitthvað verið farin að minnka árið 1946 því þá þótti fulltrúum í félagsmálanefnd á héraðsþingi ástæða til að hvetja félögin til meiri samkenndar og samvinnu í leiklistinni. Þá var eftirfarandi tillaga borin fram og síðan samþykkt á héraðsþinginu á Brúarlandi: 24. þing UMSK beinir þeirri áskorun til félaganna að reyna að taka að minnsta kosti eitt leikrit til sýningar á vetri og að félögin styrki hvert annað með því að sækja sýningar hvers annars eða leika hvert hjá öðru.25 Hver árangurinn varð af þessari frómu ósk er ekki fullkomlega vitað en svo mikið er víst að ekki kom leiklistin til tals á þingunum eftir þetta fyrr en tólf árum síðar árið 1958. Þá var samþykkt tillaga þess efnis að leikstarfsemi ungmennafélaga væri til mikils menningarauka. Þingið lýsti ánægju sinni yfir árangri Umf. Aftureldingar í leikstarfinu og hvatti jafnframt önnur félög til átaka í þessum efnum. Þá var ályktað um hinn mikla kostnað sem fylgdi því að fá færa leiðbeinendur í leiklistinni og skorað á Bandalag íslenskra leikfélaga og Þjóðleikhúsið að koma til aðstoðar varðandi þetta mál.26 Afturelding og leiklistin Eins og lesa mátti út úr tillögu héraðsþingsins árið 1958 var Afturelding eina ungmennafélagið innan UMSK sem fékkst eitthvað við leiklist þegar komið var fram yfir miðja síðustu öld. Leiklistin í Mosfellssveit fór snemma af stað og fyrst er getið um leiksýningar þar árið 1912 þegar örsöngleikurinn Annarhvor verður að giftast var settur upp á vegum félagsins. Húsnæðisvandræði háðu leiklistinni en úr því rættist með tilkomu Brúarlands 1922. Enn vænkaðist hagur þegar byggt var við húsið 1929 því þá var sett leiksvið í salinn í kjallaranum. Eftir það voru árlega æfðir og leiknir léttir gamanþættir sem glöddu Mosfellinga og nágranna. Fæst voru þessi leikrit veigamikil og sum þeirra samin af félagsfólki. Guðrún Björnsdóttir í Grafarholti var helsta leikritaskáld félagsins og leikþættir hennar, Hnerrinn, Ærsladrósin og Rottan, vöktu kátínu sveitunganna. Í síðastnefnda leikverkinu kom Tryggvi Einarsson í Miðdal nokkuð við kviku leikhúsgesta eins og hann rakti síðar í ævisögu sinni: Leikhópur Aftureldingar sem lék í leikritinu Vekjaraklukkan. Erlingur Sturla Einarsson, Arnfríður Ólafsdóttir, Ólafur Jóhannesson, Halla Aðalsteinsdóttir, Þórdís Jóhannesdóttir, Janus Eiríksson, Marta María Hálfdánardóttir og Sigurður Hreiðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==