Aldarsaga UMSK 1922-2022

154 Afmælismóti númer tuttugu og fimm var valinn staður á Hvalfjarðareyri 26. ágúst 1945. Gísli Andrésson á Hálsi, ritari Drengs, setti mótið og Ólafur Ágúst Ólafsson á Valdastöðum rakti sögu mótanna í fróðlegri samantekt. Yfirdómari frá ÍSÍ var Kjartan B. Guðjónsson glímukappi en honum til aðstoðar voru fyrrnefndur Ólafur Ágúst og Ólafur Pétursson frá Aftureldingu. Keppendur voru 22 og skiptust nokkuð jafnt milli félaganna. Keppt var í sjö greinum frjálsíþrótta en sund og glíma féllu niður. Eftir þetta var aðeins keppt í frjálsíþróttum á mótunum. Stigahæstur varð Þorsteinn Löve, Aftureldingu, en hann varð síðar þekktur kringlukastari, ekki síst fyrir að kasta of léttri kringlu. Njáll Guðmundsson sló honum við í þeirri grein í þetta sinn. Halldór Lárusson vann hástökk og langstökk en Guðmundur Þorkell Jónsson í Laxárnesi var þolnastur sem löngum áður og vann 3000 metra hlaupið. Hann vann langhlaupið í hvert sinn sem hann tók þátt og var talinn ósigrandi. Afturelding hreppti bókina góðu með 39 stigum en Drengur hafði 31 stig.103 Tuttugasta og sjötta mótið var haldið að Tjaldanesi 25. ágúst 1946. Nú kom Umf. Kjalnesinga aftur til leiks eftir nokkurt hlé og sendi þrjá keppendur. Drengur sendi tíu keppendur en frá Aftureldingu komu aðeins fjórir. Þeirra fremstur var Halldór Lárusson sem var langsamlega stigahæstur á mótinu með 23 stig fyrir sigur í 100 metrum, hástökki, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti. Hann varð naumlega annar í kringlukasti en þar varði Gísli Andrésson heiður Kjósverja. Bjarni Þorvarðarson á Bakka, frá Umf. Kjalnesinga, vann 3000 metra hlaupið. Árangrar voru með besta móti og Halldór setti til dæmis mótsmet í 100 metra hlaupinu á 11,4 sek. Janus Eiríksson lét sig ekki muna um að hlaupa á 11,5 og varð annar. Spjótið flaug 43,53 m hjá Halldóri sem var einnig mótsmet. Stigamet hans dugði þó ekki gegn Drengjum sem sigruðu á mótinu með 34 stig. Halldór og félagar náðu 30 stigum en Kjalnesingar sex. Mót númer tuttugu og sjö var haldið á Hvalfjarðareyri eða Eyrinni svokölluðu 7. september 1947. Nú voru Kjalverjar horfnir af sjónarsviðinu eftir stutta innkomu. Þess Janus Eiríksson Björgvin Janus Eiríksson fæddist í Óskoti í Mosfellssveit 29. janúar 1922, sonur hjónanna Eiríks Einarssonar og Margrétar Þorsteinsdóttur. Janus var einbirni en átti tvö eldri uppeldissystkini. Janus ólst upp í Óskoti og tók við búskapnum við lát föður síns þegar hann var 18 ára gamall árið 1940. Þegar móðir hans lést árið 1955 hætti Janus búskap og fluttist til Reykjavíkur þar sem hann vann ýmis störf. Frá árinu 1964 starfaði hann sem verkstjóri í plastverksmiðju Reykjalundar þar til hann lagði niður störf fyrir aldurs sakir. Janus var lágur vexti en afskaplega snar í snúningum og léttur á fæti. „Eldfljótur í viðbragði og tók alltaf tvo metra af mér í startinu,“ sagði Tómas Lárusson, félagi hans. Tilviljun réði því að Janus komst í snertingu við íþróttir en hann var einn af mestu íþróttagörpum UMSK á sinni tíð. Fimmtán ára gamall var hann staddur sem áhorfandi á A-D móti á Laxárbökkum í Kjós en þá var lið Mosfellinga fámennt. Janus var beðinn um liðveislu og lét til leiðast. Hljóp þá 100 metra berfættur og varð annar og náði þriðja sæti í hástökki. Árið eftir mætti hann á mót félaganna í Tjaldanesi og vann þá 100 metra hlaupið og varð annar í langstökki. Eldskírn sína hlaut hann 17 ára gamall árið 1939 þegar hann snaraði sér á reiðhjóli til Reykjavíkur til að keppa á Drengjamóti Ármanns. Hann var kominn niður á völl 10 mínútum áður en keppni hófst, vann 80 og 400 metra hlaup og varð annar í langstökki. Árið eftir fóru fjórir félagar hans með honum á mótið undir merki Íþróttafélags Kjósarsýslu. Hinir fimm fræknu gerðu sér lítið fyrir og gersigruðu íþróttadrengi höfuðstaðarins. Stærsta hlutinn í þeim sigri átti Janus sem fór heim með fimm verðlaunapeninga. Óskot er við Hafravatn og þaðan lá enginn vegur að íþróttasvæðinu í Tjaldanesi og seinna Tungubökkum þegar Janus fór að æfa þar með félögum sínum í Aftureldingu. Tveir hestar voru á bænum en Janus var fljótari án þeirra. Hann fór því gangandi um þetta torleiði en þetta var lýsandi fyrir áhuga hans. Janus var einn mesti spretthlaupari og stökkvari héraðsins um árabil og vann ótal sigra á héraðsmótum og A-D mótum en þar keppti hann 19 sinnum fyrir hönd Aftureldingar. Sex sinnum í röð Janus Eiríksson í Óskoti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==