Aldarsaga UMSK 1922-2022

151 anda í þessum greinum sem stóð sig býsna vel. Það var Hreinn Ólafsson á Laugabóli í Mosfellssveit sem náði öðru sæti bæði í starfshlaupi og dráttarvélarakstri og stóð sig þar með best allra keppenda í starfsíþróttum. Hreinn ók á dráttarvélinni af mikilli list á milli stöðva þar sem hann leysti ýmsar þrautir með kerru í eftirdragi. Gallinn var sá að dómararnir voru í kerrunni og Hreinn ók svo hratt að þeir urðu logandi hræddir og drógu hann niður í stigum fyrir vikið. Altalað var að hann hefði átt að sigra í þessari keppni.100 Engir sundmenn voru í UMSK-liðinu þótt ekki skorti jarðhitann í Mosfellssveit til sundiðkana. Kannski höfðu þeir frétt af því að synt yrði í köldu vatni og langaði ekkert í slíkar trakteringar enn og aftur. Þess betur stóð frjálsíþróttafólkið sig. Í för með UMSK-ingum var Guðmundur Sigurjónsson Hofdal sjúkranuddari og hann mýkti upp stífa vöðva íþróttafólksins og hélt liðinu gangandi. Engin kona tók þátt í borðlagningu frá UMSK en sjö karlar og tvær konur tóku þátt í frjálsíþróttum. Þuríður Hjaltadóttir náði þriðja sæti í kúluvarpi og kvennasveit UMSK varð þriðja í boðhlaupi. En það voru hinir fóthvötu spretthlauparar úr UMSK sem gerðu gæfumuninn. Tómas Lárusson vann langstökkið og setti glæsilegt landsmótsmet og jafnframt héraðsmet þegar hann stökk 6,89 m. Metið stóð af sér allar atlögur langstökkvara á sjö næstu landsmótum allt til ársins 1975 og var þá orðið allra meta elst. Tómas lét það ekki nægja og varð þriðji í 100 metra hlaupinu. Hann ætlaði sér líka að vinna hástökkið en var einum of sigurviss. Hann byrjaði ekki að stökkva fyrr en búið var að hækka upp í 1,70 m, felldi þá hæð þrívegis og var þar með úr Frá dráttarvélarakstri á Eiðum 1952. Dómararnir standa í kerrunni prúðbúnir í frökkum og með hatta. Annar þeirra hefur beygt sig niður til öryggis. Þuríður Hjaltadóttir varpar kúlunni knálega á Eiðum. Hún náði þriðja sæti í kúluvarpinu. Tómas Lárusson stekkur 6,89 m í langstökki, sigrar og setur landsmótsmet. Hreinn Ólafsson varð stigahæstur í starfsíþróttum á landsmótinu á Eiðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==