Aldarsaga UMSK 1922-2022

89 voru viðfangsefni karlmanna við upphaf mótanna og það viðhorf breyttist ekki þótt árin liðu. Úrslit mótanna voru skráð í veglega bók, sem geymd var í trékassa með fögrum útskurði af tré og fílabeini gerðum af Ríkarði Jónssyni. En sá kassi var geymdur í þar til gerðum tvöföldum járnkassa og umbúnaður allur svo veglegur að telja má einsdæmi. Fremst í bókinni er þetta kvæðisbrot sem var einskonar herhvöt til íþróttamannanna: Upp af vanræktri rót rís ei beinvaxin björk né á berangri ’in fegursta eik. Því skal fráa vorn fót, fríkka muna vors mörk, magna ætt vora í störfum og leik.52 Það félag sem sigraði hverju sinni hlaut bókina til varðveislu í eitt ár og það hlutverk að skrá þar úrslit mótanna. Þar eru þau skráð skilmerkilega og hafa þess vegna varðveist til seinni tíma. Mörg fyrstu árin var Steindór Björnsson frá Gröf skrásetjari mótanna en hann var listaskrifari og frágangur mótanna frá hans hendi einstakt listaverk. Íþróttamótin voru lengi vel hryggjarstykkið í íþróttakeppni Kjósarsýslubúa og þar að auki merkur kafli í íþróttasögu landsins. Þau verða því tíunduð hér skilmerkilega. Fyrsta mótið var haldið á Mógilsáreyrum í Kollafirði 14. júlí 1918. Keppendur voru 19, þar af 9 frá Aftureldingu en 10 frá Dreng. Keppt var í 100 metra hlaupi, langstökki, hástökki, glímu og 50 metra sundi í sjónum. Afrekin sem þarna voru unnin væru ekki hátt skrifuð í dag en bæði var aðstaðan slæm og kunnáttan á byrjunarstigi. Hitt er þó alveg víst að íþróttahetjur þess tíma voru engu síðri afreksmenn en síðari tíma snillingar. Þorgils Guðmundsson á Valdastöðum var yfirburðamaður á mótinu en hann sigraði í spretthlaupi, hástökki, sundi og glímu. Þar voru 9 keppendur sem hann lagði alla léttilega. Tími hans í 100 metrum var 12,0 sek. og hann stökk 1,46 m í hástökki með beinu aðhlaupi. Björn Bjarnarson yngri í Grafarholti vann langstökkið og stökk 4,87 m. Stigin voru reiknuð 3, 2, 1 og sigraði Drengur á þessu fyrsta móti með 19 stigum gegn 11. Einar Ólafsson frá Flekkudal í Kjós lýsti mótinu þannig í ævisögu sinni: Keppt var í fjörunni og þeir sem skipulögðu mótið sáu til þess að vel stæði á sjávarstraumum. Hetjurnar glímdu frækilega í fjörusandinum, stukku síðan, hlupu og snerust og þegar flæddi að færðist leikurinn niður í sjávarmálið. Menn syntu út fjörðinn af engu minni krafti en fornkapparnir.53 Annað mótið var haldið á Hvalfjarðareyri (Eyrinni) í Kjós fyrir miðjum Hvalfirði árið 1919. Keppendur voru 18 og keppt í sömu greinum og fyrr. Jón Guðnason í Breiðholti vann Þorgils á Valdastöðum naumlega á sprettinum og Ágúst Jónsson í Varmadal sigraði hann í úrslitaglímunni. En Þorgils vann bæði langstökkið og hástökkið, stökk 5,13 m og 1,50 m svo heldur voru afrekin að batna. Hann var einnig hraðsyndastur og því að samanlögðu mesti afreksmaður mótsins. Nú snerist taflið við því Afturelding vann stigakeppnina með 17 stigum gegn 13. Í Skinfaxa sagði svo: „Mótið fór yfirleitt mjög vel fram og var skemtilegt og fjölment, vantaði að eins sól og sumarhlýju. Og enginn sást þar ölvaður, sem þó er sjaldgæft enn þá hér um slóðir.“ Þriðja mótið fór fram á Kollafjarðareyrum 1920 og hófst með ágætri ræðu sem Kolbeinn Högnason, skáld í Kollafirði, flutti ásamt frumsömdu kvæði. Svo hófust íþróttirnar. Til stóð að Sigurjón Pétursson á Álafossi héldi ræðu en það var fellt niður og mótinu hespað af vegna yfirvofandi rigningar. Mótinu stjórnaði Steindór Björnsson frá Gröf af miklum dugnaði. Enn bar Þorgils Guðmundsson höfuð og herðar yfir aðra keppendur. Hann sigraði í 100 metrum, hástökki, þar sem hann stökk 1,50 m og langstökki þar sem hann sveif 5,70 m. Bæði afrekin voru staðfest sem Íslandsmet af stjórn ÍSÍ um haustið. Síðast en ekki síst vann Þorgils glímuna með Steindór Björnsson frá Gröf skrásetti íþróttamót Aftureldingar og Drengs skilmerkilega árum saman.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==