Aldarsaga UMSK 1922-2022

90 yfirburðum en tók ekki þátt í sundinu. Þar sigraði lágvaxinn en knálegur drengur, Þorgeir Jónsson í Varmadal, síðar landsfrægur sem glímukappinn og hestamaðurinn Geiri í Gufunesi. Drengur vann mótið með 17 stigum en 12 af þeim komu frá Þorgilsi. Afturelding hlaut 13 stig. Fjórða mótið var haldið á Eyrinni 1921 að viðstöddum 17 keppendum. Nú voru Varmadalsbræður farnir að sækja í sig veðrið því Ágúst vann 100 metra hlaupið en Þorgeir hástökkið. Þorgils var skammt undan en hann lét þá ekki snúa á sig í glímunni, langstökki og sundi og vann allar greinarnar þrjár. Svo var keppt í nýrri grein sem var víðavangshlaup. Hlaupið var „frá Hestaþingshól vestur og út um eyrina alt fyrir oddann inn fjöru að austan alt að miðri eyri og þá í tveim hornum inn á leiksvæðið. Er þetta nálægt 3 km á lengd.“ Sigurvegari varð Guðjón Júlíusson á Reynisvatni sem þá var orðinn landsfrægur hlaupagarpur. Hlaupið var ekki reiknað til stiga í þetta sinn en úrslit mótsins urðu þau að bæði félög hlutu 15 stig. Þar sem Drengsmenn höfðu sigrað árið áður héldu þeir verðlaunagripnum áfram eins og reglur mæltu fyrir um. Á fimmta mótinu sem haldið var í Kollafirði 1922 varð þátttökusprenging því keppendur voru 33 og nú var víðavangshlaupið tekið með í stigakeppnina. Í fjarveru Þorgils á Valdastöðum höfðu Mosfellingar í öllum höndum við Kjósarmenn og sigruðu þá með 26 stigum gegn 10. Kringlukast var sýningargrein og þar kastaði Þorgeir í Varmadal lengst 27,90 m. Hann sigraði einnig í langstökkinu, stökk 5,88 m og vann 100 metrana á 12,4 sek. Þá vann hann einnig hástökkið þótt lægstur væri í loftinu af öllum sem þarna kepptu. Síðast vann hann glímuna og var atkvæðamesti keppandinn með 12 stig. Mótinu lauk undir kvöld því lengi hafði verið beðið eftir sjávarföllum til sundsins og flýttu sér allir heim að því loknu. Sjötta mótið var haldið í Kollafirði 1923. Þar varð það frásagnarverðast að Magnús Eiríksson á Reynivöllum og Elentínus Guðbrandsson í Hækingsdal sigruðu stórhlauparann Guðjón Júlíusson á Reynisvatni í víðavangshlaupinu í æsispennandi keppni þar sem örfá sekúndubrot skildu hlaupagarpana að. Nú var kringlukastið reiknað til stiga og kom það Aftureldingu til góða því þar virtust menn vanari slíkum tólum. Reykvíkingurinn Lúðvík Sigmundsson, sem keppti fyrir Aftureldingu, sigraði og Þorgeir hinn knái í Varmadal varð annar. Þetta réði úrslitum mótsins því aðrar greinar stóðu jafnar að stigum milli félaganna. Þorgeir gerði sér lítið fyrir og sigraði í hástökki á nýju mótsmeti 1,60 m þótt hann væri höfði lægri en allur lýður. En hvorki skorti hann snerpu né krafta og hann kom líka fyrstur að marki í 100 metra hlaupinu. Glíman féll niður sökum lítillar þátttöku en úrslit urðu þau að Afturelding bar hærri hlut með 20 stigum gegn 16. Næst gerðist það að mótin féllu niður um þriggja ára skeið. Því var þannig lýst í mótabókinni: Sumarið 1924 átti mótið að vera hjá Aftureldingu. Þá gengu mislingar allvíða en Kjósarmenn reyndu að verjast veikinni um mesta annatímann og báðu því um að mótið yrði fellt niður. Var það gert. Og þá var líka íþróttahugur mjög daufur í félagsmönnum beggja félaganna. Reyndist áframhald á þessari deyfð og lá nú mótið niðri um hríð. Þó varð því loksins ákomið aftur og að því er virtist meira fyrir atbeina Aftureldingarpilta sumarið 1927 eins og næsta mótsskýrsla sýnir.54 Mót númer sjö fór fram á Þverárkotseyrum í ágúst 1927. „Veður var ágætt, staðurinn góður en mótið langt frá nógu vel undirbúið,“ sagði Steindór Björnsson í mótabókinni. Sundið féll niður og tæpt stóð með glímuna að sögn Steindórs: „Lengi leit svo út sem glíman mundi Frá íþróttamóti Aftureldingar og Drengs á Kollafjarðareyrum um 1920. Þarna var slegið upp tjöldum og seldar veitingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==