Aldarsaga UMSK 1922-2022

175 Íþróttakappar félagsins færðu sig upp á skaftið á héraðsmóti UMSK 1952 því þar sigraði Ingvi Guðmundsson í kúluvarpi og Þorsteinn Steingrímsson vann stangarstökk. Svo tóku menn þátt í 4 x 100 metra boðhlaupi og náðu tímanum 51,2 sek. Það dugði í annað sætið en reyndar voru sveitirnar bara tvær! Nokkrir félagsmenn kepptu á drengjamótum í Reykjavík um sumarið með ágætum árangri og unnu til verðlauna. Hreppsfélagið vann að gerð íþróttavallar við Kópavogsbraut og var hann að nokkru tekinn í notkun sumarið 1953. Þá brá svo við að frjálsíþróttaáhuginn dvínaði en Blikar flykktust á knattspyrnuæfingar á nýja vellinum. Smám saman jókst þeim leikni og kraftur og sumarið 1955 háðu þeir nokkra kappleiki við önnur félög og hópa. Stóð svo um stund að knattspyrnan virtist hafa tekið við af frjálsíþróttum innan félagsins. En hinn 10. febrúar 1957 urðu kaflaskipti í íþróttasögu félagsins. Þá var komið á deildaskiptingu innan þess og stofnaðar þrjár deildir: Frjálsíþrótta-, handknattleiks- og knattspyrnudeild. Fyrsti formaður frjálsíþróttadeildarinnar var Samúel Guðmundsson en með honum voru Birgir Ás Guðmundsson og kúluvarparinn Arthúr Ólafsson. Stjórnin var dugmikil og áhuginn margfaldaðist. Nú hófst nýtt framfaratímabil og vorið 1958 var ákveðið að stefna að sigri á héraðsmótinu sem fram fór í júlílok. Hörður Ingólfsson, íþróttakennari frá Fitjakoti, var ráðinn þjálfari og skipulegar æfingar hófust. Hörður hafði áður gert garðinn frægan í spretthlaupum fyrir Mosfellinga en nú gekk hann til liðs við Breiðablik af fullum krafti þótt hann léti beina keppni eiga sig. Árangurinn lét ekki á sér standa. Breiðablik sendi 32 keppendur til leiks í drengja-, kvenna- og karlaflokki og þeir sigruðu glæsilega á mótinu og fengu 164 stig. Afturelding náði 67 stigum og Drengur 40 og voru gömlu félögin ekki hálfdrættingar á við Breiðablik. Blikinn Arthúr Ólafsson kom fram sem kúluvarpari á landsmælikvarða. Hann setti héraðsmet 14,03 m og vann þar með besta afrek karla á mótinu. Í drengjaflokki var besta afrekið kúluvarp Sigurðar Stefánssonar Breiðabliki, 11,07 m. Draumurinn hafði ræst; Breiðablik var orðið stórveldi á íþróttasviðinu. Árið 1959 hafði Breiðablik sömu yfirburði í héraðsmótinu. Félagið hlaut 197 stig, Drengur 51 og Afturelding 17. Breiðablik sigraði í 20 greinum af 24 og átti stigahæstu keppendur í öllum flokkum. Ásgeir Þorvaldsson vann drengjaflokkinn, Kristín Harðardóttir kvennaflokkinn og í karlaflokki stóðu Arthúr Ólafsson og spretthlauparinn Unnar Jónsson efstir. Að auki setti Þorsteinn Alfreðsson Breiðabliki, nýtt héraðsmet í kringlukasti þegar kringlan sveif 45,61 m. Helgina áður fóru nokkrar af frjálsíþróttastúlkum Breiðabliks til keppni á Kvennameistaramóti Íslands sem haldið var í Laugardal í Reykjavík. Þær voru lítt veraldarvanar og ráku til að mynda upp stór augu þegar þær sáu keppinauta sína ganga til keppni með einhverja Þorsteinn Alfreðsson og Arthúr Ólafsson á íþróttavellinum á Tungubökkum. Frjálsíþróttastúlkur Breiðabliks á meistaramóti Íslands í Laugardal sumarið 1961. Fremst situr Hlín Daníelsdóttir frá Akranesi en svo koma Guðný Guðmundsdóttir, Ester Bergmann, Kristín Harðardóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Í baksýn eru keppniskonur HSK. Þarna voru Kópavogsstúlkurnar búnar að uppgötva gaddaskóna því Guðný er komin „með nagla undir skóna“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==