Aldarsaga UMSK 1922-2022

20 Hinn 17. júní var fjórðungsmót norðlenskra ungmennafélaga haldið á Akureyri, það var síðar skilgreint sem 1. landsmót UMFÍ.2 Keppnin var einungis ætluð karlmönnum, keppnisgreinar voru meðal annars langstökk, stangarstökk, knattspark, sund og kappganga. Íslandsglíman var háð á Akureyri þennan dag. Þar sigruðu tveir Sunnlendingar sem fóru ríðandi norður á mótið. 1. ágúst var sundskáli Ungmennafélags Reykjavíkur í Skerjafirði vígður. Í Skerjafirði fór fram fyrsta reglulega sundkeppnin á mældum brautum, 100 m og 500 m löngum.3 1910 23. janúar tók Ungmennafélag Akraness til starfa, það gekk í UMSK árið 1923 og var aðili að sambandinu í nokkur ár. 14. maí var Íþróttasambandið Skarphéðinn stofnað, nafninu var breytt í Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) árið 1922. Sambandssvæðið nær yfir Árnes- og Rangárvallasýslur. 1911 11. júní var Melavöllurinn í Reykjavík vígður, hann var 180 x 90 metrar að stærð og fyrsti löglegi knattspyrnuvöllur landsins. Langri sögu vallarins lauk árið 1984. 2. landsmót UMFÍ haldið í Reykjavík 17.–25. júní á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta. Þetta var fyrsta stóra íþróttamótið á Íslandi, meðal keppnisgreina voru reiptog, grísk-rómversk glíma og hjólreiðar.4 Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og bankastjóri, færir Ungmennafélagi Íslands (UMFÍ) Þrastaskóg í Grímsnesi að gjöf. Hálfri öld síðar hófst íþróttavallargerð í Þrastaskógi.5 Háskóli Íslands tekur til starfa. 1912 28. janúar var Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ) stofnað í húsinu Bárubúð í Reykjavík. Axel Tulinius var kjörinn fyrsti formaður sambandsins. 1914 3. landsmót UMFÍ haldið í Reykjavík 17.–24. júní. Þar var meðal annars keppt í glímu, 110 m girðingahlaupi, reiptogi, knattspyrnu, sundi og kringlukasti beggja handa. 1915 1. ágúst var stofndagur Ungmennafélagsins Drengs í Kjósarhreppi, Drengur var eitt af stofnfélögum UMSK árið 1922. 1916 Víðavangshlaup ÍR hefur göngu sína, sigurvegari í fyrsta hlaupinu var Jón Kaldal, síðar þekktur ljósmyndari. Fyrstu árin voru keppendur úr Aftureldingu og Dreng sigursælir í hlaupinu. 1918 14. júlí fór fram fyrsta íþróttamótið milli Drengs í Kjós og Aftureldingar í Mosfellssveit. Meðal annars var keppt í glímu, 100 m hlaupi og 50 m sundi – í köldum sjó. Þessi mót voru haldin allt til ársins 1957. 1. desember varð Ísland frjálst og fullvalda ríki. 1920 4. mars tók Ungmennafélag Miðnesinga í Sandgerði til starfa. Félagið var eitt af stofnfélögum UMSK 1922 en sagði sig úr sambandinu árið 1926, þar eð það vildi ekki undirgangast bindindisheit ungmennafélagshreyfingarinnar. 1921 Álafosshlaupið fór fram í fyrsta skipti, hlaupið hófst við Álafoss í Mosfellssveit og endaði á Melavellinum í Reykjavík þar sem dönsku konungshjónin tóku á móti hlaupurunum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==