Aldarsaga UMSK 1922-2022

114 niðri á eyrum á sunnudagsmorgnum,“ sagði Soffía. „Það voru æfingarnar. En þetta var óskaplega skemmtilegt og þetta var góður hópur sem kom þarna saman. Svo voru haldin þarna íþróttamót. Héraðsmótin og keppnir við Borgfirðinga.“19 Tungubakkarnir voru æfingasvæði Mosfellinga í tæpan áratug og þar voru héraðsmótin haldin á árunum um og eftir 1950. Á þeim tíma bar Umf. Afturelding höfuð og herðar yfir önnur ungmennafélög sambandsins á frjálsíþróttasviðinu enda átti það öflugum hópi íþróttafólks á að skipa. Magnús bóndi í Leirvogstungu horfði nokkuð í að missa Tungubakkana sem slægjuland og setti upp að fá borgað í heyjum þegar fram í sótti. Fór þá heldur að þrengjast um en þá voru bæði Kjósarmenn og Mosfellingar að búa til íþróttavelli við félagsheimili sín, Félagsgarð og Hlégarð. Smám saman hækkuðu heykröfur Leirvogstungubænda en það sem gerði útslagið um að Afturelding missti Tungubakkana úr höndum sér var atvik sem henti á héraðsmótinu þar árið 1958. Þá kom Guðmundur Magnússon í Leirvogstungu og hugðist sækja mótið. Hann taldi sjálfsagt að hann sem landeigandi fengi frían aðgang en hliðvörðurinn, sem var ungur og ókunnur Guðmundi, skeytti því engu og rukkaði hann um aðgangseyri. Guðmundi mislíkaði stórlega og hringdi í Sigurð Gunnar Sigurðsson, formann Aftureldingar, um kvöldið og tilkynnti honum að notum félagsins af Tungubökkum væri lokið. Það stóð á endum að Varmárvöllur var tekinn í notkun skömmu síðar en hinn skemmtilegi félagsskapur sem fylgdi æfingum á Tungubökkum var úr sögunni.20 Ólafur Thors gefur verðlaunagrip Í 30 ára afmælisveislu UMSK sem haldin var að Hlégarði árið 1952 var Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra Axel Jónsson Þór Axel Jónsson fæddist í Reykjavík 8. júní 1922 og lauk þar gagnfræðaprófi árið 1938. Það varð hans helsta menntun en hann var víðlesinn og lærður í lífsins skóla. Faðir hans var Jón Björnsson klæðskeri en Axel ólst upp hjá móður sinni Láru Þórhannesdóttur. Hún giftist Jóni Helgasyni frá Þyrli í Hvalfirði og þau hófu búskap að Hvítanesi í Kjós árið 1933. Þangað fluttist Axel með móður sinni og ólst þar upp við algeng sveitastörf. Hann var sterkbyggður og snarpur og varð snemma liðtækur íþróttamaður fyrir Ungmennafélagið Dreng. Sextán ára hóf hann keppni á íþróttamótum Aftureldingar og Drengs og vann þar marga góða sigra. Hann sló í gegn á landsmóti UMFÍ í Haukadal 1940 þegar hann, 18 ára gamall, varð stigahæsti maður mótsins og átti stóran þátt í frægum sigri UMSK á mótinu. Hann vann langstökk og þrístökk og varð annar í 100 metra hlaupi á sama tíma og sigurvegarinn. Fjölskylda Axels varð að yfirgefa Hvítanes árið 1941 þegar breski herinn yfirtók jörðina og þar var ekki búið síðan. Nokkru síðar fluttust þau að Blönduholti í Kjós og um svipað leyti festi Axel ráð sitt þegar hann kvæntist jafnöldru sinni, Guðrúnu Gísladóttur, heimasætu frá Írafelli. Þau eignuðust þrjú börn. Axel og Guðrún reistu sér nýbýli í landi Blönduholts og nefndu það Fell. Þar bjuggu þau árin 1945–1953 og Axel starfaði þau ár sem mjólkurbílstjóri Kjósarmanna. Þá fluttust þau til Kópavogs og áttu þar heima síðan. Þar starfaði hann fyrst sem sundlaugarvörður í Reykjavík en var svo skipaður forstjóri Sundlauganna 1959–1962. Fulltrúi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1962–1968. Fulltrúi hjá Almannavörnum ríkisins 1968–1971 og framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1971–1978. Þá átti hann sæti í ótal nefndum og ráðum á vegum Sjálfstæðisflokksins og sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1977. Axel fór ungur að starfa í ungmennafélagshreyfingunni og árin 1946–1948 var hann formaður Umf. Drengs. Í beinu framhaldi var hann kjörinn formaður UMSK árið 1949 og stóð þar í stafni til ársins 1956. Hann var eftirsóttur félagsmálamaður vegna mannkosta sinna og dugnaðar og sat til að mynda í stjórn UMFÍ árin 1955–1957. Þá var hann í stjórn ÍSÍ á árunum 1959–1964. Endurskoðandi Norræna félagsins í Kópavogi og heiðursfélagi þess. Hann lét til sín taka á ársþingum UMSK og var ódeigur baráttumaður fyrir bindindi, iðkun íþrótta Axel Jónsson á Felli.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==