Aldarsaga UMSK 1922-2022

177 neitað, að félagsform þeirra er eitt hið frjálslegasta, sem um getur þegar litið er yfir allan mýgrút félagsskapar í landinu. … Félagið er ekki nema tíu ára gamalt og á fátt sameiginlegt með fyrstu ungmennafélögunum nema nafnið eitt. Starfsemi þess hlýtur að miðast við áhugamál ungs fólks í dag en ekki eins og þau voru fyrir rúmum fimmtíu árum. Hinn sífelldi samanburður sem mörgum hættir til að gera er út í hött og á engan rétt á sér, aðeins storkun við þá unglinga sem nú eru starfandi og meðtaka ekki það sakrament sem þannig er haldið að þeim. Staðreyndin er sú að erlend stjórn og sjálfstæðisbarátta eru jafn fjarlæg ungu fólki nú og trúarbragðadeilur miðaldanna þá. Ef við mundum ríghalda okkur í stefnuskrár fyrstu ungmennafélaganna hlytum við að líta út sem nátttröll sem dagað hefði uppi. Eftir að hafa kynnt sér starfsemi félagsins í þessi tíu ár hlýtur mönnum að vera það ljóst hvílíkt basl þetta hefur í rauninni verið og hreint kraftaverk að það skuli lifa þá erfiðleika af við þær aðstæður sem félög hér í Kópavogi hafa orðið að búa við. Skilningur manna og trú á getu félagsins var ekki meiri en guð gaf og komið hefur það fyrir að við borð lægi að félagsmenn gæfust upp í hinni hörðu samkeppni við trúleysi manna, – og Reykjavíkurfélögin. Meira af þrjózku en getu var þraukað og sú skoðun ekki viðurkennd að vonlaust væri að reka slíkt félag hér í Kópavogi í því sem næst sambýli við hin gömlu fjársterku félög í Reykjavík. Þetta hefur samt tekist og engin hætta er á því lengur að félagið nái ekki að þrífast. Skilningur manna hefur aukist að mun og nýtur félagið margháttaðrar fyrirgreiðslu bæði hjá einstaklingum og ekki síður hjá bæjarstjórn Kópavogskaupstaðar sem undanfarin ár hefur veitt félaginu styrk úr bæjarsjóði og er nú að láta reisa búningsherbergi við íþróttavöllinn. Auk þess fer að komast í notkun fimleikahús við Kópavogsskóla og hverfur þá hinn hvimleiði vetrarsvefn íþróttamanna og aðstæður batna að mun. Fyrsti áfangi Félagsheimilisins er þegar tekinn í notkun. Nægir það þó enganveginn eðlilegu starfi félagsins, því ætla má að því verði happadrýgst aðgangur að sæmilega stóru herbergi, komið þar saman án nokkurs sérstaks tilefnis og gert sér ýmislegt til dundurs. Eitt er það þó sem verður að minnast á, það er íþróttavöllur sá sem fyrirhugað er að byggja handan við Kópavogslækinn. Bygging hans er hið mesta stórmál fyrir íþróttamenn félagsins og eiginlega draumsýn enn sem komið er. En þau margháttuðu undirbúningsstörf sem verður að vinna áður en framkvæmdir byrja væri óhætt að fara að hugsa um, svo ekki standi á þeim er fjármagn verður fyrir hendi að reisa þetta mikla mannvirki. Að endingu vil ég færa öllum þeim aðilum sem á margvíslegan hátt hafa stutt félagið þessi ár sem liðin eru. Ekki síður ber að þakka félagsmönnum sjálfum fyrir langlundargeð og samheldni sem þeir hafa ávallt sýnt þótt ekki blési alltaf sem byrlegast. Ekki má gleyma þeim fyrirtækjum sem greiða útgáfukostnað þessa blaðs með dýrum auglýsingum. Allt þetta sýnir að ekki hafi verið til einskis barist.142 Félagsheimili Kópavogs sem reist var árið 1959. Breiðablik lagði sitt af mörkum við byggingu hússins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==