Aldarsaga UMSK 1922-2022

39 félag Garðabæjar og Rugbyfélagið Stormur á Seltjarnarnesi. 2013 Félagsmenn UMSK eru um 61 þúsund, iðkendur 24.500 sem eru 43% af félagsmannafjölda UMFÍ. Um áramótin 2012/2013 sameinuðust sveitarfélögin Garðabær og Álftanes sem hafði mikil áhrif á stjórn íþróttamála í þessum sveitarfélögum. UMSK ræðst í stefnumótunarvinnu í samvinnu við þekkingarfyrirtækið KPMG um framtíðarhlutverk sambandsins. 21. febrúar var Hnefaleikafélag Kópavogs stofnað, félagsmenn stunda ólympíska hnefaleika. 25. mars var Lyftingafélag Garðabæjar stofnað. 3. landsmót UMFÍ fyrir 50+ haldið í Vík í Mýrdal 7.–8. júní. 27. landsmót UMFÍ haldið á Selfossi 4.–7. júlí. UMSK lenti í 2. sæti á eftir HSK. 16. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Lyftingadeild Stjörnunnar stofnuð. Motomos í Mosfellsbæ heldur Íslandsmeistaramót í mótorkrossi, í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ný reiðhöll Hestamannafélagsins Spretts tekin í notkun í Hestheimum. Knattspyrnufélagið Örninn í Kópavogi stofnað 18. desember. 2014 Félagsmenn UMSK voru um 66 þúsund í 46 félögum. Í ársbyrjun tók HK við rekstri íþróttahússins Kórsins í Kópavogi og flutti skrifstofu sína þangað. Á sama tíma tók Kópavogsbær við rekstri íþróttahússins Digraness. 15. janúar var Knattspyrnufélagið Kría á Seltjarnarnesi stofnað. 4. landsmót UMFÍ 50+ haldið á Húsavík 20.–22. júní. 17. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Um haustið var nýtt íþróttahús tekið í notkun í Mosfellsbæ, fyrir fimleika og bardagaíþróttir. Skráningar í þessar íþróttagreinar hjá Aftureldingu margfölduðust við þessi nýju húsakynni. Í októbermánuði var haldið fyrsta dansmótið á vegum UMSK, í Smáranum í Kópavogi. Innan HK var langfjölmennasta handknattleiksdeild landsins með tæplega 700 iðkendur. Kennsla á hestabraut hófst í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ, í samvinnu við Hestamannafélagið Hörð. Viðamikil stefnumótunarvinna UMSK fyrir næstu fjögur árin hefst. 2015 Aðildarfélög UMSK eru 49 með 72 þúsund félagsmenn. Ungmennafélagið Drengur í Kjós fagnar aldarafmæli sínu um leið og félagið var endurvakið. Saga félagsins eftir Jón M. Ívarsson kom út í tilefni afmælisins. Krikketfélag Kópavogs stofnað. 18. unglingalandsmót UMFÍ haldið á Akureyri um verslunarmannahelgina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==