Aldarsaga UMSK 1922-2022

198 skipan á framlög til sambandsins, til dæmis að sveitarfélögin greiddu í samræmi við íbúafjölda, fimm krónur á hvern íbúa, og framlög hækkuðu í samræmi við verðbólguna. Sú hugmynd fékk þó ekki hljómgrunn, sveitarfélögin vildu sjálf ráða för í þessum efnum.10 Fjárhagur UMSK komst fyrst á lygnan sjó þegar sala á getraunaseðlum og síðan lottóið komu til sögunnar eins og síðar verður rakið. Fyrstu framkvæmdastjórarnir Með vaxandi starfsemi UMSK á 7. áratugnum þótti ástæða til að sambandið gerði grein fyrir starfi sínu með ársskýrslu. Sú fyrsta kom út árið 1965, hún var 15 vélritaðar og myndalausar blaðsíður og þar kemur fram að starfsemin hafi aldrei verið viðameiri „… og áhugi og framgangur sumra félaganna innan sambandsins [hefur] verið með glæsibrag“.11 Ársskýrslur UMSK hafa komið út óslitið frá árinu 1965 og eru ómetanlegar samtímaheimildir um starfsemi sambandsins. Þær voru í fyrstu unnar með tækni sem nú heyrir sögunni til, í ársskýrslunni fyrir árið 1984 segir til dæmis: „Skýrslan er vélrituð á skrifstofu UMFÍ af Ástu Katrínu Helgadóttur og ljósrituð á skrifstofu ÍSÍ. Eru þessum aðilum færðar þakkir fyrir veitta aðstoð.“12 Eftir að tölvuöld rann upp á Íslandi urðu skýrslurnar veglegri og viðameiri með litmyndum og línuritum og er ársskýrslan fyrir árið 2021 til að mynda 42 litprentaðar blaðsíður með miklu myndefni. Á 7. áratugnum var ljóst að starfsemi UMSK var orðin það viðamikil að nauðsynlegt var að hafa launaðan framkvæmdastjóra að störfum. Árið 1967 var Sigurður Skarphéðinsson ráðinn í starfið, hann hafði verið formaður Aftureldingar á árunum 1961–1964 og setið í stjórn héraðssambandsins. Um Sigurð og starf hans segir í ársskýrslu: „Hann ferðaðist mikið um sambandssvæðið og heimsótti félögin, kom á íþróttaæfingum hjá sumum þeirra, æfði handbolta hjá Íþr.fél. Gróttu á Seltjarnarnesi. Sá um undirbúning og framkvæmd héraðsmótsins í frjálsum íþróttum og knattspyrnu, þá sá hann einnig um svæðakeppni fyrir landsmótið í knattspyrnu og handknattleik ásamt fleiri störfum fyrir sambandið.“13 „Ég var í hlutastarfi yfir sumarmánuðina“, sagði Sigurður í viðtali árið 2018, „þá var það mjög fátítt að ungmennafélög hefðu launaða starfsmenn. Við fengum inni hjá UMFÍ á Lindargötunni sem var þar með tvö herbergi á leigu en nýtti bara annað. Þetta sumar stóð meðal annars yfir undirbúningur fyrir landsmótið á Eiðum sumarið eftir.“ Hvað varstu lengi framkvæmdastjóri? „Bara í eitt ár og þá tók félagi minn, Pálmi Gíslason, við starfinu.“ Var ekki munur á að starfa innan Aftureldingar og UMSK? „Jú, á því var mikill munur. UMSK er samband margra félaga, þau voru reyndar ekki ýkja mörg á þessum árum: Ungmennafélagið Drengur, Ungmennafélag Kjalnesinga, Afturelding, Grótta, Breiðablik, Ungmennafélag Bessastaðahrepps og Stjarnan sem gekk í UMSK árið 1965. Sem sagt einungis eitt félag í sérhverju sveitarfélagi og þau áttu öll fulltrúa í stjórn sambandsins. Breiðablik var langstærsta aðildarfélagið og margt íþróttafólk þaðan keppti fyrir hönd UMSK. Það fór mikill tími í að sinna Breiðabliki en þetta átti eftir að breytast mikið, önnur bæjarfélög stækkuðu ört og íþróttafélögin um leið. En hvernig gekk að fjármagna starfsemina? „Það var auðvitað alltaf skortur á peningum. En okkur tókst ævinlega að kría út fé hjá stærstu sveitarfélögunum, til dæmis Mosfellshreppi, Kópavogsbæ, Seltjarnarnesi og Garðabæ, það fór mest í að greiða laun framkvæmdastjórans. Það var ekkert lottó á þeim árum en einhverja smástyrki fengum við frá ÍSÍ og KSÍ. UMSK styrkti ekki aðildarfélögin peningalega, þau urðu að sjá um sig sjálf.“14 Árið 1969 var Ólafur Unnsteinsson (1939–1996) ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins í fullu starfi yfir sumarmánuðina og var jafnframt frjálsíþróttaþjálfari sambandsins. Ólafur var sjálfur mikill afreksmaður í frjálsum íþróttum, keppti þá fyrir HSK og sigraði meðal annars í 100 m hlaupi á landsmóti UMFÍ á Þingvöllum árið 1957 og einnig á Laugum í Reykjadal árið 1961. Síðan sneri hann sér að íþróttaþjálfun og íþróttakennslu, hjá UMSK stýrði hann æfingum í Kópavogi og á SeltjarnarSigurður Skarphéðinsson var framkvæmdastjóri UMSK 1967–1968.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==