Aldarsaga UMSK 1922-2022

193 4. mars 1962 til 17. mars 1963 varastjórn: Páll Ólafsson formaður Njáll Guðmundsson Einar Ólafsson ritari Stefán Einarsson Sigurður Skarphéðinsson gjaldkeri Tómas Sturlaugsson Steinar Ólafsson varaform. Bjarni Þorvarðarson Guðmundur Óskarsson meðstjórn. Hildimundur Sæmundsson Svona var það ’62 Fertugasta ár Ungmennasambands Kjalarnesþings markaði sín tímamót eins og öll ár gera yfirleitt. Því er ekki úr vegi að kortleggja stöðuna eins og hún blasti við árið 1962: Félögin innan UMSK voru aðeins fimm. Stóru félögin voru Afturelding með 232 félagsmenn, Breiðablik með 225 og Drengur með 152. Þá var vöxtur þéttbýlis í Mosfellssveit og Kópavogi ekki farinn að setja mark sitt á félögin. Litlu félögin tvö voru Umf. Kjalnesinga með 46 félaga og Bessastaðahrepps með 31. Samtals voru þetta 688 félagsmenn. Þetta gerði UMSK að fjórða fjölmennasta héraðssambandinu af þeim fjórtán sem störfuðu á landsbyggðinni. Aðeins Skarphéðinn, Eyfirðingar og Þingeyingar voru fjölmennari.163 Aðeins voru haldin þrjú héraðsmót hjá UMSK: Í frjálsíþróttum, bridds og skák. Það var dálítið sérstakt að einmitt þetta ár féllu niður óvenjumörg mót sem haldin höfðu verið árlega um skeið. Þar má nefna fjögurra-bandalagakeppnina í frjálsum, héraðsmót sveina í frjálsíþróttum, starfsíþróttamót og knattspyrnukeppni. Í öllum héraðsmótunum var ástæðan sú sama: Eitt félag hafði svo mikla yfirburði að hin félögin gáfust upp. Í sveinamótinu og knattspyrnunni voru það yfirburðir Breiðabliks í Kópavogi en í starfsíþróttum var það Drengur í Kjós sem bar hin félögin ofurliði. Íþróttir voru í öldudal ef undan var skilið íþróttastarfið hjá Breiðabliki. Þar blómgaðist íþróttalífið og félagið hafði á skömmum tíma vaxið hinum félögunum yfir höfuð. Það hafði yfirburði innan sambandsins á flestum sviðum, einkum í frjálsíþróttum, knattspyrnu og handknattleik, en þar höfðu stúlkur félagsins tekið við hlutverkinu af félagskonum Aftureldingar og Drengs á landsmótum UMFÍ sem annars staðar. Hin fyrrum svo öflugu félög, Afturelding og Drengur, höfðu dalað að sama skapi. Fram að þessu höfðu þau átt afreksmenn í frjálsíþróttum en um þessar mundir voru flestir þeirra að leggja skóna á hilluna og engir tóku við. Engar æfingar voru í frjálsíþróttum hjá þessum félögum árið 1962 en alls staðar var einhver knattspyrna nema hjá Dreng. Handboltastúlkur Aftureldingar æfðu dálítið um sumarið en Kjósarstúlkur lögðu boltann á hilluna eftir að hafa stundað boltaleik í 22 ár. Afturelding hafði átt frambærilegt karlalið í handbolta um 14 ára skeið og þeir náðu meira að segja nokkrum Íslandsmeistaratitlum í annarri deild á þessu tímabili. Þetta voru hinir frægu „dvergarnir sjö“ en á afmælisárinu virðist Mjallhvít hafa yfirgefið liðið því það lagðist niður og munaði um minna. Þar fór eins og stundum hefur gerst að góður liðshópur hélt saman löngu eftir að hans tími var útrunninn og endurnýjun varð engin. Því fór sem fór. Héraðsmót í skák og bridds voru haldin árið 1962 en hurfu úr sögunni að því loknu. Briddsið átti þó endurkomu síðar en engum sögum fer af skákmótum á vegum UMSK eftir þetta. Hinsvegar áttu skákmenn UMSK eftir að gera garðinn frægan á mótum UMFÍ en það beið síns tíma. Þessi staða íþróttanna kristallaðist í slöku gengi UMSK á landsmótinu á Laugum árið 1961 þegar sambandið endaði í níunda sæti. En þetta var botninn í frammistöðu sambandsins og eftir þetta lá leiðin upp á við en það vissu menn þó ekki árið 1962. Hin gamalgrónu félög, Afturelding og Drengur, stóðu vel að vígi með stór og vel búin félagsheimili og íþróttavelli. Hjá Breiðabliki hafði aðstaðan lengi verið frumstæð en stóð að öllu leyti til bóta enda var mikill kraftur í þessu yngsta ungmennafélagi sambandsins. Kjalnesingar áttu hlutdeild í samkomuhúsinu Klébergi og aðgang að æfingavelli og Álftnesingar höfðu afnot af barnaskólanum á staðnum. Ungmennasamband Kjalarnesþings stóð vel að vígi félagslega. Ársþingin voru fjölmenn og öflug og þangað sótti mikill fjöldi félagsmálagarpa. Hinsvegar voru þau næstum einkynja og konur afar sjaldséðar á þeim vettvangi. Breiðablik var með eina kvenfulltrúann á héraðsþinginu 1962 en hin félögin voru algjört karlaveldi eins og oftast áður. Stjórnin var vel mönnuð og samhent en rekstrarhalli var á árinu 1962 sem nam 42 þúsund krónum af 70 þúsund króna ársveltu. Hallinn var nálægt því að vera 10 mánaða kaup verkamanns og stafaði fyrst og fremst af kostnaði vegna útgáfu afmælisritsins. Þar á móti kom eign í lager afmælisritsins sem var 52 þúsund króna virði. Þetta stóð því allt til bóta eftir því sem ritið seldist enda rættist mjög úr fjárhagnum árið eftir. Eignir sambandsins voru einkum íþróttaáhöld og nokkur fjár-

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==