Aldarsaga UMSK 1922-2022

143 talsins svo ekki var fjölmenninu fyrir að fara hjá UMSK. Þessi staða var óbreytt næstu árin en svo dró til nokkurra tíðinda. Þéttbýli var farið að myndast í Kópavogi og unga fólkinu þar fjölgaði. Það vantaði félagslegan vettvang fyrir áhugamál sín og sú hugmynd kom upp að stofna ungmennafélag. Var ekki laust við að eldmóðs gætti meðal stofnendanna sem flestir voru kornungir. Þeir fengu nokkra ungmennafélaga af eldri kynslóð í lið með sér og gerðu einn þeirra að fyrsta formanni félagsins. Þessi maður var Grímur Norðdahl, fyrrum ritari UMSK, en reyndari ungmennafélagi var vandfundinn. Stofnfundurinn var haldinn 12. febrúar 1950 og stofnfélagar voru 29 sem þótti gott í ekki fjölmennara byggðarlagi. Svipaða sögu var að segja af Álftanesi. Þar var byggðin farin að þéttast og 6. janúar 1946 var stofnað Ungmennafélag Bessastaðahrepps á Álftanesi. Þá var Málfundafélaginu Þresti, sem stofnað var 1939, breytt í ungmennafélag. Félagið sýndi ekki viðleitni til að ganga til liðs við UMSK svo fulltrúar á þingi sambandsins 1949 ákváðu að snúa hlutunum við og samþykktu eftirfarandi tillögu: „Þingið samþykkir að bjóða ungmennafélaginu á Álftanesi inngöngu í Ungmennasamband Kjalarnesþings.“79 Athygli vekur að félagið var svo lítið áberandi að menn þekktu ekki nafn þess. En aðferðin virkaði og Álftnesingar þáðu boðið. Bæði Breiðablik og „ungmennafélagið á Álftanesi“ sóttu um aðild að UMSK árið 1950 og var hún auðfengin. Umf. Bessastaðahrepps mætti í fyrsta sinn á héraðsþingið það ár. Þingfulltrúi félagsins var fyrsti formaður þess, Ármann Pétursson frá Eyvindarholti, sem samstundis var kjörinn varaformaður sambandsins og tók svo við formennskunni nokkrum árum síðar. Hinn gamalreyndi Grímur Norðdahl fór fyrir fjögurra manna hópi Breiðabliks sem mætti í fyrsta sinn á þingi UMSK árið 1952. Þá voru félagsmenn sambandsins orðnir 498 að tölu svo heldur þokaðist í rétta átt. Lítið fór fyrir þessum félögum í fyrstu innan UMSK en þeim óx bráðlega fiskur um hrygg. Umf. Bessastaða39. þing UMSK var haldið í samkomuhúsi Álftaness 4. mars 1962. Þarna má finna þrjár konur. Fremsta röð: Páll Ólafsson, formaður UMSK, Gestur Guðmundsson Br, Helga Hannesdóttir D, Skúli Þorsteinsson UMFÍ, Jón M. Guðmundsson A, Hermann Guðmundsson ÍSÍ, Svava Magnúsdóttir Br, Axel Jónsson D, Bára Eiríksdóttir Br, Ármann Pétursson Be. Önnur röð: Teitur Guðmundsson K, Bjarni Þorvarðarson K, Steinar Ólafsson D, Haraldur Jónsson D, Magnús Sæmundsson D, Bergur Magnússon D, Ari V. Ragnarsson A, Stefán B. Einarsson Br, Einar Kristjánsson A, Stefán Eyþórsson Be, Jón Ólafsson K, Samúel Guðmundsson Br og Njáll Guðmundsson D. Þriðja röð: Ólafur Þór Ólafsson D, Ólafur Haraldsson K, Viggó Valdimarsson A, Jón Magnússon A, Daði E. Jónsson Br, Björgvin Guðmundsson Br og Jón Leví Tryggvason K. Fjórða röð: Úlfar Ármannsson Be, Hannes Alfonsson Br, Unnar Jónsson Br, Jón Ingi Ragnarsson Br, Sigurður Skarphéðinsson A, Guðjón Haraldsson A og Gunnar Sigurðsson Be. Skammstafanir fyrir félög: Br=Breiðablik, D=Drengur, A=Afturelding, Be=Ungmennafélag Bessastaðahrepps, K=Ungmennafélag Kjalnesinga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==