Aldarsaga UMSK 1922-2022

66 svo var gengið til leika og gekk sæmilega fjörugt þar til sest var að snæðingi. Sátu allir í hóp og töluðu og hlógu. Yfir matnum hélt Bjarni bóndi Ásgeirsson á Reykjum ræðu. Þá talaði og Oddur Sveinsson kennari á Akranesi og Bjarni Ásgeirsson aftur. Meðan setið var að matnum bættust margir við, einkum úr Aftureldingu. Voru eftir það eitthvað á annað hundrað manns. Þegar staðið var upp frá snæðingi var sungið lengi og mikið. Sungu margir og með öllum fjórum röddum en Helgi Valtýsson stjórnaði. Tókst söngurinn sæmilega af svo ósamstæðu fólki. Aftur voru leikar þreyttir en nú færðist fjaran nær og Akurnesingar hugsuðu til ferðar. Hélt þá Helgi Valtýsson ræðu og Guðrún Björnsdóttir sleit fundinum með nokkrum orðum. Á milli var sungið. Þegar Akurnesingar léttu akkerum voru þeir kvaddir með ferföldu húrra. Þeir svöruðu eins og flöggin hneigðu sig. Sólin vermdi alla langan daginn og við sem sátum allan fundinn fundum að þeir sem ekki komu áttu ekki eins bjarta minningu bjarts dags. Akurnesingar fóru, Reykvíkingar fóru, Kjósarmenn og Mosfellingar líka en dagurinn og birtan fylgdi þeim inn í víðsýnið og náttleysuna. Þökk fyrir komuna. Guðrún Björnsdóttir.26 Nú var því slegið föstu að hafa samfundi á hverju ári og skyldu félögin sjá um þá til skiptis. Næsti samfundur var haldinn á Akranesi sunnudaginn 29. júní 1924. Sá fundur var ágætlega fjölmennur og góð skemmtun fyrir þá sem sóttu þótt veðrið hefði að vísu mátt vera betra. Þriðji samfundurinn var haldinn í Sandgerði 28. júní 1925. Nú brá svo við að þar mættu aðeins örfáir menn auk stjórnarinnar. Sandgerði var greinilega úr alfaraleið ungmennafélaga innan UMSK. Kjósaringar ákváðu til dæmis að fara fremur í skemmtiferð í Vatnaskóg þennan dag heldur en til Sandgerðis. Fjórði fundurinn var haldinn sunnudaginn 27. júní 1926 í Hálshólum í Kjós. Væntanlega hefur sá fundur verið góður en af honum fara engar sögur. Þá var búið að fara hringinn milli allra félaganna og ákveðið að breyta til. Fimmti fundurinn var haldinn á Þingvöllum 26. júní 1927. Hann var fjölsóttur úr öllum félögum sambandsins og einnig komu 30 félagar úr Ungmennafélagi Stokkseyrar svo alls voru þar um 200 ungmennafélagar saman komnir. Athöfnin hófst með guðsþjónustu í Almannagjá og predikaði sóknarprestur Þingvalla, séra Guðmundur Einarsson. Þótti flestum þetta hátíðleg stund í þessu tignarlega umhverfi. Svo var gengið fylktu liði til Lögbergs og þar flutti Gísli Sigurðsson kennari ítarlegt erindi um Þingvelli. Helgi Valtýsson sagði frá stofnþingi UMFÍ sem háð var þar 1907 en hann var einn af stofnendunum sex. Næst var Frá Þingvöllum um 1930.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==