Aldarsaga UMSK 1922-2022

65 klöppum, það er hann Geiri. Það var niðri í Gufunesi eftir að hann flutti þangað. Það hefði ég ekki þorað á móti nokkrum öðrum manni. Hann hafði svo mikið vald á hlutunum og var svo glöggur, hann Geiri. Seinast þegar ég glímdi við hann hafði hann keypt af mér nokkur svín fyrir þrjú þúsund krónur, var búinn að borga þau og svínin voru komin upp á bíl. Þetta var niðri við Eiríksgötu í slagveðri um nótt. Þá flaug hann á mig og sagði: „Nú legg ég þig helvítið þitt og tek peningana af þér!“ Við vorum í regnstökkum og þungklæddir og þetta var svosem engin glíma en svona var Geiri. Það var alltaf stutt í strákinn hjá honum. Einstakur maður Þorgeir. Þetta undarlega sambland af barni og speking og þó hafði hann mest gaman af að leika fífl og leika á grunnhyggna menn sem héldu að hann væri það. Þá var Geira skemmt.25 Samfundirnir Eins og fyrr var getið var það helsta ákvörðun stofnþingsins að halda sameiginlegan skemmtifund fyrir félögin um sumarið. Lengra hugsuðu menn ekki að sinni. Fundurinn var haldinn á Jónsmessunni 24. júní 1923 og honum valinn staður í Gufunesi. Jónas Björnsson bóndi tók gestum hlýlega og seldi landnotkun á sama og ekkert. Veður var hið fegursta, sólskin og hiti og sjórinn var sléttur og blár. Ritari sambandsins, Guðrún Björnsdóttir, samdi ágæta fundargerð sem varðveist hefur. Það skín í gegnum frásögn Guðrúnar hvað samfundurinn efldi samkennd og félagsanda innan UMSK og við gefum henni orðið: Jónsmessudagurinn rann upp, bjartur og sólríkur og langur. Staðurinn beið sléttur og sægirtur og fjöllum vafinn. Klukkan varð 10 og Akurnesingarnir komu 50 á sínum bát. En á eyrunum voru engin fundarmerki sýnileg svo Akurnesingunum meir en datt í hug að þeir væru að villast. Klukkan 10 ½ sáu þeir að svo var ekki því þá komu forhlaupararnir úr Aftureldingu með fána og tjöld og veitingatæki. Voru menn þá hraðhentir og komu öllu fyrir í snatri og biðu svo liðsaukans. En klukkan varð bæði 12 og 1 áður en svo varð. Loks komu þó Reykvíkingar, allir í einum bíl. Þar með voru þeir Hallgrímur Hallgrímsson og Helgi Valtýsson en þeir ætluðu báðir að halda ræður. Úr Kjósinni komu þrír menn, úr Aftureldingu líklega 10–12 þar til um kvöldið að fleiri bættust við en af Miðnesinu enginn. Fréttist síðar að þeir voru allan daginn fastir í skipsrúmi en höfðu áður samið um að vera lausir. Þegar bíllinn var kominn með ræðumennina var byrjað. Formaður héraðsstjórnarinnar, Guðbjörn Guðmundsson var á heimleið frá útlöndum. Lá í Vestmannaeyjum þann dag en í forföllum hans setti ritari héraðsstjórnar, Guðrún Björnsdóttir, fundinn með stuttri ræðu. Á eftir var sunginn sálmurinn nr. 638 í sálmabókinni, Faðir andanna. Því næst fékk magister Hallgrímur orðið og flutti fyrirlestur, fróðlegan og skemmtilegan. Yfirlit yfir sögu Íslands, blómatíð, hnignun, eymdaröld, endurreisn og yfirstandandi og vaxandi þjóðernishættu. Að loknum fyrirlestrinum var sungið nokkuð en Glímukappinn Þorgeir Jónsson í Varmadal með Ármannsskjöldinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==