Aldarsaga UMSK 1922-2022

43 Upphaf á umbyltingartíma Árið 1922 voru gerðar miklar breytingar á skipulagi ungmennafélagshreyfingarinnar. Fram að þeim tíma höfðu heildarsamtökin, Ungmennafélag Íslands, skipst eftir landshlutum í svokölluð fjórðungssambönd og hið fjölmennasta þeirra var Fjórðungssamband Sunnlendingafjórðungs eins og það hét fullu nafni. Til hægðarauka var það skammstafað FS sem var öllu þægilegra heiti. Sambandssvæðið náði frá Hornafirði og að Hvítá í Borgarfirði. Þungamiðja starfsins var í Reykjavík og þar hafði stjórnin sitt aðsetur. Þetta fjórðungafyrirkomulag hjá UMFÍ stóð í 14 ár en hafði þá gengið sér til húðar. Þá var búið að stofna tvö héraðssambönd á Suðurlandi og önnur tvö í Borgarfirði og Dalasýslu. En slík samtök ungmennafélaga var hvorki að finna í Gullbringu- né Kjósarsýslu og þar með töldu Reykjanesi. Því var það að fjögur ungmennafélög á svæðinu tóku sig til haustið 1922 og stofnuðu Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK). En það varð ekki til í neinu tómarúmi og því er rétt að segja nokkuð frá FS sem kalla má með réttu undanfara UMSK. Ungmennafélagshreyfingin barst til landsins með stofnun Ungmennafélags Akureyrar árið 1906. Fyrirmyndin voru norsk og dönsk ungmennafélög sem höfðu þá verið starfandi um skeið. Frumherjar ungmennafélagsins á Akureyri, Jóhannes Jósefsson og Þórhallur Björnsson, voru duglegir að útbreiða fagnaðarerindi ungmennafélagshreyfingarinnar eins og rakið er í sögu UMFÍ Vormenn Íslands sem út kom á aldarafmæli samtakanna árið 2007. Ungmennafélögum landsins fjölgaði hratt og þau voru orðin 100 talsins árið 1910. Félögin voru allt í senn íþróttafélög, leikfélög, bindindisfélög, góðgerðafélög, söngfélög, skemmti- og fræðafélög og æskulýðsfélög eins og segir í Dagrenningi, aldarsögu Umf. Aftureldingar í Jón M. Ívarsson: Fyrstu árin Saga UMSK 1922–1942 Jóhannes Jósefsson á Borg var fyrsti formaður UMFÍ og glímukóngur Íslands 1907 og 1908.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==