Aldarsaga UMSK 1922-2022

63 dahl. Þeir sögðu að það hefði verið óþarfa bylta og fyrir bragðið tapaðist mótið. Það stóð svo glöggt með stigakeppnina, sagði Davíð og hló við og virtist ekki hafa tekið tapið nærri sér.23 Sú þjóðlega vakning sem fór um landið við undirbúning Alþingishátíðarinnar 1930 lýsti sér meðal annars í útbreiðslu glímunnar. Sýsluglímur hófust á allmörgum stöðum og ein þeirra var Sýsluglíma Kjósarsýslu sem haldin var af UMSK. Sú fyrsta fór fram í Brúarlandi árið 1929 með átta keppendum. Flesta vinninga hafði Benedikt Kristjánsson í Álfsnesi og hlaut farandbikar sem Þorgeir glímukóngur í Varmadal hafði gefið. Fegurðarverðlaun vann Ágúst Guðbrandsson í Hækingsdal. Eftir það fór sýsluglíman fram árlega til 1944 og var vel til hennar vandað. Veitt voru verðlaun fyrir flesta vinninga og einnig fyrir fegurðarglímu. Þótti ekki minna varið í að hljóta þau verðlaun. En glíman stóðst ekki umrót stríðsáranna og Kjósarsýslubúar sneru sér að öðrum íþróttum. Grímur Norðdahl var mikill unnandi glímunnar og vildi veg hennar sem mestan. Hann var óánægður með gildandi glímulög frá 1930 sem hinn frægi útvarpsmaður Helgi Hjörvar hafði samið og taldi að í þeim fælist lögsjálfur. Það var þetta sem gerði farfuglafundina ógleymanlega og mögulega,“ sagði Guðbjörn í afmælisriti UMFÍ 1937 og bætti við um sumarferðirnar: Í fastmótuðu félagi, þar sem einstaklingarnir þekkjast, kemur persónuleiki í skoðunum að vísu enn betur fram. Þar verða umræðurnar heitari og ólíkar skoðanir berari í félagsmálunum. En þegar í sameiginlegt ferðalag er komið, eru allir eitt. Við fórum oftast á sumrin, annanhvern sunnudag, úr bænum, Velvakendur. Og ég held, að fátt hafi eins vel mótað samhug og eindrægni, í félagslífi okkar sem einmitt þessar fjallaferðir. Allir stefndu að einu marki, ákvörðunarstaðnum, hvert spor, hvert atvik, gleði og erfiðleikar – allt var sameign allra. – Og slík samstilling margra einstaklinga varir lengur en þar til vegirnir skiljast að kveldi.24 Guðbjörn var dugnaðarforkur sem kom miklu í verk í störfum sínum ekki síst á félagsmálasviðinu. Vel ritfær og ágætur ræðumaður sem hafði alltaf bjartsýnina að leiðarljósi. Stakur bindindismaður sem ekki þurfti á vímuefnum að halda til að gleðjast með félögum sínum, enda glaðsinna og hrókur alls fagnaðar bæði í fámenni og fjölmenni. Bar sig vel og sagði skemmtilega frá. Eiginkona hans var Júlía Magnúsdóttir og eignuðust þau tvö börn, Elínu og Magnús. Guðbjörn lifði langa og farsæla ævi og lést hátt á níræðisaldri árið 1983. Guðbjörn Guðmundsson með fjölskyldu sinni. Eiginkona hans Júlía Magnúsdóttir og börnin Elín og Magnús.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==