Aldarsaga UMSK 1922-2022

159 var drengjakúla sem var talsvert þyngri en kvennakúla. Hún flaug yfir átta metra hjá Rögnu sem var frábær árangur því hún kastaði nærri heilum metra lengra en stúlkan sem náði öðru sæti. Sem fyrr voru það spretthlauparar úr UMSK sem náðu einna lengst í keppninni. Tómas Lárusson var nú fjarri góðu gamni því hann hafði gengið í KR fyrr á árinu. Skúli Skarphéðinsson þakkaði fyrir flugfarið með því að ná öðru sæti í 400 metra hlaupi í annað sinn á landsmóti og Ólafur Ingvarsson og Hörður Ingólfsson urðu númer þrjú og fjögur í 100 metra hlaupinu. Í boðhlaupssveitinni voru sveitungarnir úr Kjósinni Ólafur Ingvarsson og Ólafur Þór Ólafsson sem var ágætur spretthlaupari, Hörður Ingólfsson var þriðji maður en sá fjórði var enginn annar en Janus Eiríksson, bóndi í Óskoti, sem var að keppa á sínu sjötta landsmóti. Heimamenn UÍA sigruðu í boðhlaupinu en Janus stóð fyrir sínu og sveit UMSK hreppti annað sætið, rétt á undan Skagfirðingum. Fleiri urðu afrekin ekki. Bestu kastarar UMSK áttu ekki erindi í hendur kraftakarla úr öðrum héruðum þrátt fyrir góða viðleitni. Nú var líka af sem áður var þegar langhlauparar UMSK slógu öllum við því enginn var skráður í lengri hlaupin frá héraðssambandinu. Sem fyrr trónuðu Skarphéðinsmenn á toppnum með 234 stig, helmingi fleiri en heimamenn í UMSE sem voru næstir. UMSK hafði þokast niður í sjötta sæti með 52 stig þrátt fyrir sigrana þrjá því breiddina skorti. Þeir undu samt glaðir við sitt því ferðin var skemmtileg og eftirminnileg öllum sem í hana fóru.109 Mánudagurinn eftir mótið var notaður til skoðunarferða um Norðurland. Fyrst heimsótti hópurinn skólasetrið á Hólum í Hjaltadal og kynnti sér það í krók og kring. Svo var farið á byggðasafnið í Glaumbæ og það skoðað vel og vandlega. Síðan var ekið beinustu leið heim aftur aðfaranótt mánudagsins. Skúli Skarphéðinsson gaf heimferðinni þessa umsögn: „Það var bara sofið í rútunni. Ég man það að Fúsi vert [Vigfús Guðmundsson] í Hreðavatnsskála var ræstur út um morguninn til að gefa fólkinu að borða.“110 Kynnisför til Norðurlanda 1956 Þegar samnorræn ungmennavika stóð fyrir dyrum sumarið 1956 var stórhugur í UMSK-fólki. Þeir ákváðu að efna til hópferðar til Norðurlanda samhliða för til Svíþjóðar en þar var ungmennavikan haldin. Hugmyndin var að fara þangað með þjóðdansahóp, glímuflokk og frjálsíþróttamenn. Ekki varð af því sökum þess að fjárstyrkir fengust ekki hjá þeim sem leitað var til en tíu ungmennafélagar af sambandssvæðinu tóku þátt og fararFrá handboltakeppninni á Akureyri 1955. Marta María Hálfdánardóttir sýnir glæsileg tilþrif við markvörslu en Sigrún Andrésdóttir, Unnur Pálsdóttir, Herborg Kjartansdóttir og Dröfn Hafsteinsdóttir fylgjast með hvernig skotinu reiðir af. Ragna Lindberg býr sig undir að varpa kúlunni en hún sigraði með yfirburðum á Akureyri 1955. Janus Eiríksson gegndi hlutverki sjúkraþjálfara liðsins á Akureyri 1955. Hér fer hann höndum um Þorstein Steingrímsson sem keppti í langstökki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==