Aldarsaga UMSK 1922-2022

85 40 stig og Ármenningar voru þriðju með 47. Þeir sem unnu þetta afrek með Þorgilsi voru Magnús Blöndal á Grjóteyri, Ágúst Jónsson í Varmadal og bræðurnir Einar og Elentínus Guðbrandssynir í Hækingsdal. Eftir þessa ágætu byrjun þurfti ekki að hvetja ungmennafélagana til að mæta í næsta hlaup á sumardaginn fyrsta 1921. Tuttugu og sjö hlauparar sprettu úr spori og sjö þeirra voru frá Aftureldingu og Dreng. Nú var Þorgils á Valdastöðum ekki með en það kom ekki að sök því Guðjón Júlíusson frá Reynisvatni kom fyrstur að marki, sekúndu á undan næsta manni. Það leyndi sér ekki að fram var kominn stórhlaupari því þetta var frumraun Guðjóns á hlaupabrautinni. Félagar hans fylgdu vel á eftir og tryggðu sér bikarinn í annað sinn. Nú fór ÍR-ingum, aðstandendum hlaupsins, að þykja nóg um sigursæld sveitadrengjanna sem þeir höfðu boðið til keppni af einskærri góðvild sinni. Þeir höfðu hinsvegar ekki reiknað með að þeir myndu yfirtaka hlaupið. Nú fóru þeir að amast við því að utanbæjarfélögin tvö fengju að keppa sameinuð og lýstu því yfir að undanþágan væri úr gildi fallin. Þótti þeim í Aftureldingu og Dreng þarna gæta lítillar sanngirni því áður hafði verið gengið að þessu athugasemdalaust. Reglur ÍSÍ leyfðu ekki að héraðssambönd tækju þátt í opinberum mótum svo hér blasti vandi við íþróttamönnum félaganna. En þeir létu koma krók á móti bragði og stofnuðu með sér nýtt félag 1. apríl 1922 sem þeir nefndu Íþróttafélag Kjósarsýslu, eða ÍK eins og það var oftast kallað. „Þetta var platfélag,“ sagði Grímur Norðdahl á Úlfarsfelli við söguritara og átti þá við að raunar var ÍK ekki til nema á pappírnum til að gera liðsmönnum Aftureldingar og Drengs kleift að sameina krafta sína undir einu merki gegn Reykjavíkurfélögunum. Nú lögðu ÍK-menn ótrauðir til atlögu í þriðja sinn í Víðavangshlaupi ÍR 1922. Þessi fyrsti sumardagur varð mikill sigurdagur fyrir nýja félagið því þeir áttu 1., 2., 5., 7. og 9. til 14. mann af 36 keppendum. Guðjón á Reynisvatni kom langfyrstur að marki sem hann gerði reyndar líka árið eftir. ÍK átti tvær fyrstu sveitirnar og vann bikarinn til fullrar eignar. Nú voru KR-ingar búnir að taka fram úr ÍR-ingum og voru helstu keppinautar ÍK-manna. Í skýrslu formanns KR, Erlendar Ó. Péturssonar, um hlaupið var þessi athugasemd um liðsmenn ÍK: Sveitamennirnir eru afar miklir víðavangshlauparar og þarf mikla æfingu og þolinmæði til að ná þeim en KR á að verða fyrsta félagið í Reykjavík til að komast fram úr þeim og bjarga heiðri Reykjavíkur. Að því verður að keppa þótt löng kunni leiðin ennþá að verða að því sigurmarki.49 Ekki líkaði ÍR-ingum allskostar þessi sigurganga ÍK og í Þrótti, málgagni þeirra, lauk kynningu hlaupsins 1923 með þessum orðum: „Verður nú um nýjan bikar keppt og er þess að vænta að íþróttamenn bæjarins láti hann ekki fara úr höndum sjer eins og hinn fyrri.“ En Íþróttafélag Kjósarsýslu sigraði glæsilega í hlaupinu og hlaut 18 stig en KR-ingar komu næstir með 41 stig. Þar með vann Íþróttafélag Kjósarsýslu í fyrsta sinn bikar sem Pétur Hjaltested úrsmiður hafði gefið til keppninnar. KR-ingar sóttu hart að ÍK í næsta hlaupi 1924. Keppendur voru aðeins frá þessum tveimur félögum og varð úr mikið Hlaupararnir sjö í sigursveit Aftureldingar og Drengs í Víðavangshlaupi ÍR 1921 sitja fyrir með keppnisnúmer sín á brjóstinu og bikarinn sér við hlið. Sitjandi: Þorvarður Guðbrandsson í Hækingsdal 17. sæti, Guðjón Júlíusson á Reynisvatni 1. sæti, Ágúst Jónsson í Varmadal 14. sæti. Standandi: Jón Jónsson í Varmadal 12. sæti, Elentínus Guðbrandsson í Hækingsdal 7. sæti, Magnús Eiríksson á Reynivöllum 4. sæti og Axel Grímsson í Tungu 16. sæti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==