Aldarsaga UMSK 1922-2022

32 Hafsteinn Pálsson úr Aftureldingu kjörinn formaður UMSK. Einar Sigurðsson ráðinn framkvæmdastjóri UMSK í fullu starfi. UMSK eignast sína fyrstu tölvu, Macintosh Plus. Héraðsmót UMSK í sundi og tennis haldin. 19. febrúar var knattspyrnufélagið Hvatberar á Seltjarnarnesi stofnað og gekk sama ár í UMSK. Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ og Knattspyrnufélagið Fyrirtak í Garðabæ ganga í UMSK. 1988 Sjálfvirkur símsvari keyptur á skrifstofu UMSK sem var þá við Mjölnisholt í Reykjavík. 1989 1. apríl var Hestamannafélagið Sóti á Álftanesi stofnað, fyrsti formaður þess var Ársæll Karl Gunnarsson. Félagið gekk í UMSK árið 1994. 28. apríl var Skotfélag Kópavogs (SFK) stofnað og gekk í UMSK sama ár. Síðar var nafninu breytt í Skotíþróttafélag Kópavogs. 25. maí var Keilufélag Garðabæjar stofnað og gekk í UMSK ári síðar. Skrifstofa UMSK flytur úr Mjölnisholti í Reykjavík að Álafossi í Mosfellssveit. Ný sundlaug vígð í Garðabæ á sumardaginn fyrsta, 15 x 25 metrar að stærð. Þá um vorið var sunddeild Stjörnunnar stofnuð, fyrsti formaður hennar var Hafþór B. Guðmundsson. 23. september var nýr knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllur vígður á Varmá í Mosfellsbæ. 30. september var nýtt íþróttahús vígt í Ásgarði í Garðabæ og 44 x 22 metra knattspyrnuvöllur með gervigrasi tekinn í notkun í Garðabæ. Íþróttahús á Álftanesi tekið í notkun með 18 x 32 m gólfflöt og möguleika á stækkun. 1990 30. júní fór kvennahlaup ÍSÍ fram í fyrsta skipti. 2. júlí var Golfklúbbur Kópavogs stofnaður. 20. landsmót UMFÍ haldið á Varmá í Mosfellsbæ 12.–15. júlí í vindasömu veðri. UMSK bar sigur úr býtum í heildarstigakeppninni. Hestamannafélagið Andvari í Garðabæ gengur í UMSK. Golfklúbbur Garðabæjar gengur í UMSK. Golfvöllur og golfskáli klúbbsins voru vígðir 2. ágúst í Vetrarmýri við Vífilsstaði. Skrifstofa UMSK flytur frá Álafossi í Mosfellssveit í hús UMFÍ við Öldugötu 14 í Reykjavík. 19. landsmót UMFÍ haldið á Húsavík 10.–12. júlí 1987.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==