Aldarsaga UMSK 1922-2022

31 Badmintondeild Stjörnunnar stofnuð. Jóna Bjarkan var kosin fyrsti formaður deildarinnar. 12. september var fimleikadeild Stjörnunnar stofnuð, Ragna Lára Ragnarsdóttir var kjörin fyrsti formaður deildarinnar. Jón Gunnar Aðils úr Siglingaklúbbnum Vogi kjörinn íþróttamaður Garðabæjar, fyrstur manna. 1983 14. júní var Íþróttafélagið Hlynur í Kópavogi stofnað og gekk sama ár í UMSK. Héraðsmót UMSK haldin í knattspyrnu, badminton, frjálsum íþróttum, blaki, karate, handknattleik og siglingum. Útihátíðin Gaukurinn haldin í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina og aftur ári síðar, hátíðin var samstarfsverkefni UMSK og HSK. Nýtt íþróttahús tekið í notkun í Digranesi í Kópavogi og varð heimavöllur Handknattleikfélags Kópavogs (HK). UMSK kemst upp í 1. deild í frjálsum íþróttum í bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands. 1984 18. landsmót UMFÍ haldið í Keflavík og Njarðvík 13.–15. júlí. UMSK lendir í 2. sæti á eftir HSK. Íþróttafélagið Tjaldur í Mosfellshreppi stofnað og gekk sama ár í UMSK. Skákþing UMSK haldið eftir langt hlé. Íslenska karlalandsliðið í handknattleik tekur þátt í Ólympíuleikunum í Los Angeles. Brynjar Kvaran úr Stjörnunni og Einar Þorvarðarson, einn af stofnendum HK, vörðu mark íslenska liðsins sem hafnaði í 6. sæti. Borðtennisdeild stofnuð innan Stjörnunnar, Stefán Konráðsson var fyrsti formaður deildarinnar. 1985 Katrín Gunnarsdóttir kjörin formaður UMSK, hún var önnur konan í því ­ embætti. Kópavogskaupstaður fagnaði 30 ára afmæli sínu, aðalhátíðarhöldin fóru fram um vorið í íþróttahúsinu Digranesi. Um vorið var Arnór Benónýsson ráðinn framkvæmdastjóri UMSK og gegndi því starfi í tæpt ár. UMSK festir kaup á ljósritunarvél, aðildarfélögum sambandsins stóð til boða að nýta sér þann tækjakost. 1986 Ólína Sveinsdóttir úr Breiðabliki kjörin formaður UMSK. Þá voru 19 félög í héraðssambandinu með um 6500 félagsmenn. 13. febrúar var íþróttadeild hestamannafélagsins Andvara í Garðabæ stofnuð. 17. apríl var Golfklúbbur Garðabæjar stofnaður, Björn Olsen var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. 24. maí var nýr knattspyrnugrasvöllur vígður í Garðabæ. Um vorið var Einar Gunnarsson ráðinn framkvæmdastjóri UMSK og gegndi því starfi í tæpt ár. 22. nóvember keypti Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra fyrsta lottómiðann, viku síðar var dregið úr pottinum. Tekjur af lottómiðasölu áttu eftir að skipta sköpum fyrir íþróttahreyfinguna. 1987 Aðildarfélög UMSK eru 23 talsins. 19. landsmót UMFÍ haldið á Húsavík 10.–12. júlí. UMSK lenti í 2. sæti í heildarstigakeppninni. 9. ágúst lauk langri sögu Mosfellshrepps og nafn sveitarfélagsins varð Mosfellsbær.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==