Aldarsaga UMSK 1922-2022

30 Torfi Tómasson kjörinn formaður Breiðabliks. Aðildarfélög UMSK eru tólf í sjö sveitarfélögum. 1979 Ungmennafélagið Afturelding fagnar 70 ára afmæli sínu með sérstökum hátíðarfundi. Ungmennafélag Bessastaðahrepps gefur út Nestíðindi. Blakdeild Stjörnunnar stofnuð, Ingólfur Freysson var fyrsti formaður deildarinnar. 7. apríl gekkst ÍSÍ fyrir sérstakri kvennaráðstefnu sem miðaði að því að auka þátttöku kvenna í íþróttum. 2. maí var íþróttadeild Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellshreppi stofnuð. 17. maí var Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) stofnað. Pálmi Gíslason kjörinn formaður UMFÍ, hann hafði þá starfað mikið innan Breiðabliks og UMSK. Pálmi var formaður til 1993. 1980 Jón Ármann Héðinsson kjörinn formaður UMSK. Reinhardt Á. Reinhardtsson tók við formennskunni sumarið 1980 þegar Jón Ármann tók sæti í framkvæmdastjórn ÍSÍ. 12. febrúar fagnaði Breiðablik 30 ára afmæli sínu, það var elsta starfandi íþróttafélagið í Kópavogi með um 1600 félagsmenn. 26. febrúar var íþróttadeild Hestamannafélagsins Gusts í Kópavogi stofnuð. 14. júní efndi UMFÍ til göngudags fjölskyldunnar í fyrsta skipti. Ungmennafélög um allt land tóku þátt í verkefninu, þar á meðal aðildarfélög UMSK. 5. desember var Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellssveit stofnaður. Stofnfélagar voru 50 talsins, Örn Höskuldsson var kjörinn fyrsti formaður klúbbsins. 9. desember var karatedeild Stjörnunnar stofnuð, Hannes Hilmarsson var kjörinn fyrsti formaður deildarinnar. 1981 28. febrúar var sunddeild Aftureldingar stofnuð, Alfa R. Jóhannsdóttir var kjörin fyrsti formaður deildarinnar. Kristján Sveinbjörnsson kjörinn formaður UMSK. 17. landsmót UMFÍ haldið á Akureyri 10.–12. júlí, UMSK lenti í 2. sæti í heildarstigakeppninni. 27. september var Knattspyrnufélagið Augnablik í Kópavogi stofnað og gekk sama ár í UMSK. UMSK fær skrifstofuhúsnæði hjá UMFÍ við Mjölnisholt í Reykjavík. Fréttabréf UMSK hefur göngu sína í janúar, annað kom í febrúar og það þriðja í mars. Fréttabréfin efldu upplýsingastreymi innan sambandsins og komu út næstu árin. Siglingafélagið Sigurfari á Seltjarnarnesi stofnað. Helgi Gunnarsson ráðinn framkvæmdastjóri UMSK. 1982 10. júní var Íþróttafélagið Gáski á Skálatúni í Mosfellshreppi stofnað og gekk sama ár í UMSK. UMSK fagnaði 60 ára afmæli sínu, í sambandinu voru þá 15 félög, 5538 félagsmenn og 4846 iðkendur. 11. september var badmintondeild Aftureldingar stofnuð. Kjartan Nielsen var fyrsti formaður deildarinnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==