Aldarsaga UMSK 1922-2022

27 9. apríl var félagsheimilið Fólkvangur á Kjalarnesi tekið í notkun, næstu áratugina fór kennsla í skólaíþróttum þar fram. 24. apríl var Íþróttafélagið Grótta á Seltjarnarnesi stofnað og gekk sama ár í UMSK. Fyrsta héraðsmót UMSK í sundi haldið, í Varmárlaug. Sigurður Skarphéðinsson ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins, sá fyrsti í sögu þess. UMSK fær skrifstofuaðstöðu í Lindarbæ í Reykjavík. Sundlaug Kópavogs á Rútstúni tekin í notkun og Steinar Lúðvíksson ráðinn forstöðumaður laugarinnar. 1968 13. landsmót UMFÍ haldið á Eiðum, 13.–14. júlí. UMSK lenti í 3. sæti í heildarstigakeppninni. Ingólfur Ingólfsson úr Breiðabliki kjörinn formaður UMSK. Pálmi Gíslason ráðinn framkvæmdastjóri UMSK. 8. október var sunddeild Breiðabliks stofnuð. 27. október var körfuknattleiksdeild Breiðabliks stofnuð. Íþróttahúsið á Seltjarnarnesi vígt, fyrsta stóra íþróttahúsið á félagssvæði UMSK. Sigrún Ingólfsdóttir fær dómararéttindi í knattspyrnu, fyrst íslenskra kvenna. Hún var þá nýútskrifaður íþróttakennari frá Laugarvatni og hafði leikið handknattleik með Breiðabliki. 1. ágúst var Laugardalslaugin í Reykjavík vígð, hún er 50 x 22 metrar að stærð. 1969 Fyrsta héraðshátíð UMSK haldin, í Saltvík á Kjalarnesi. Frjálsíþróttafólk úr UMSK tekur þátt í 40 íþróttamótum. Hinn 18. apríl var fyrsta innanhússmót UMSK í frjálsum íþróttum haldið, í nýja íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. 1. ágúst var 25 metra sundlaug í Garðahreppi tekin í notkun, hún hafði áður verið notuð á landsmótum UMFÍ 1965 og 1968. Laugin var gerð úr plastdúk sem strengdur var á trégrind, hún var stundum kölluð Pokinn og notuð í Garðahreppi/Garðabæ í 20 ár. Kristín Jónsdóttir, frjálsíþróttakona úr Breiðabliki, kjörin íþróttamaður ársins hjá UMSK, einnig árið 1970. Pétur Þorsteinsson úr Aftureldingu kjörinn formaður UMSK. Handknattleiksdeild Gróttu stofnuð. 1970 26. janúar var Handknattleiksfélag Kópavogs (HK) stofnað og gekk sama ár í UMSK. Sigurður Skarphéðinsson úr Aftureldingu kjörinn formaður UMSK. Íþróttavöllurinn í Þrastaskógi við Sogið fullgerður, þangað fóru íþróttahópar úr UMSK í æfingaferðir. Íþróttahús við Kársnesskóla í Kópavogi tekið í notkun. Íþróttasamband Íslands heldur fyrstu íþróttahátíð ÍSÍ, vetrarhátíð á Akureyri en sumarhátíðina í Laugardalnum í Reykjavík. 1971 Félagsmálaskóli UMFÍ tekur til starfa, fyrsta námskeiðið var haldið í Haukadal í Biskupstungum 21.– 22. febrúar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==