Aldarsaga UMSK 1922-2022

26 spyrnu á landsmóti. Mótsgestir voru 8–9 þúsund talsins. UMFÍ vinnur mál um veiðirétt í Soginu fyrir landi Þrastaskógar.12 1962 UMSK gefur út 50 síðna rit í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. Aðildarfélögin voru fimm með hátt í 700 félagsmenn. Kennsla hefst í Varmárskóla í Mosfellshreppi, örskammt frá Varmárvelli. 1963 Haukur Hannesson úr Ungmennafélaginu Dreng kjörinn formaður UMSK. 1964 Varmárlaug í Mosfellssveit vígð á þjóðhátíðardaginn. 1965 7. mars var samþykkt á UMSKþingi að Æskulýðsfélagið Stjarnan í Garðahreppi yrði aðili að héraðssambandinu. Um leið breyttist nafn félagsins í Ungmennafélagið Stjarnan. 5. apríl var Hestamannafélagið Andvari í Garðabæ stofnað, fyrsti formaður þess var Helgi K. Hjálmsson. Félagið gekk í UMSK árið 1990. 11. apríl var Glímusamband Íslands stofnað. Úlfar Ármannsson úr Ungmennafélagi Bessastaðahrepps kjörinn formaður UMSK. Nýr veitingaskáli UMFÍ í Þrastaskógi tekinn í notkun. Skúli H. Norðdahl arkitekt teiknaði skálann. 3.–4. júlí var 12. landsmót UMFÍ haldið á Laugarvatni í einstöku blíðviðri. UMSK lenti í 4. sæti í heildarstigakeppninni. Þar var keppt í fyrsta skipti í körfuknattleik karla á landsmóti (sýningargrein). Um 20 þúsund gestir sóttu mótið. Héraðsmót UMSK haldin í frjálsum íþróttum, knattspyrnu og handknattleik. Glímudeild Breiðabliks stofnuð. Fyrsta prentaða ársskýrsla UMSK kemur út. 6. desember var Laugardalshöllin í Reykjavík vígð. 1966 Skólahlaup UMSK haldið í fyrsta skipti, tíu skólar tóku þátt í hlaupinu. Gestur Guðmundsson úr Breiðabliki kjörinn formaður UMSK. 1967 Aðildarfélög UMSK eru sex talsins með 914 félagsmenn. 12. landsmót UMFÍ haldið á Laugarvatni 3.–4. júlí 1965.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==