Aldarsaga UMSK 1922-2022

164 Gísli var einn af máttarstólpum sveitarfélagsins og hreppstjóri í Kjósarhreppi. Hann var einn úr þeim fjölmenna hópi sem lagði mikið á sig við byggingu Félagsgarðs og mislíkaði eins og fleirum hin stöðuga ásókn drykkjurúta þangað. Þegar þetta var skrifað voru forráðamenn Félagsgarðs farnir að halda dansiböll til fjáröflunar því byggingarskuldirnar gáfu engin grið. Einn af dálkum skýrsluformsins nefndist: Bindindi. Ástand og aðgerðir í því efni. Þar var svipaða sögu að segja. Árið 1953 ritaði Gestur Guðmundsson, ritari sambandsins, eftirfarandi umsögn um þennan málaflokk: Ástand í bindindismálum meðal héraðsbúa má teljast fremur gott en utanaðkomandi menn undir áhrifum áfengis valda oft erfiðleikum á opinberum samkomum í héraðinu.117 Eins og venjulega voru það „utanbæjarmenn“ sem komu óorði á brennivínið. Heimamenn komu þar hvergi nærri fremur en gerist víða enn þann dag í dag. Á svipaða lund var umsögn Haraldar Jónssonar á Fremra-Hálsi í afmælisriti UMSK árið 1962. Haraldur var þá formaður Umf. Drengs og þekkti vel til þess hvernig skemmtanir félagsins fóru fram. Haraldi sagðist svo frá: Ungmennafélagið á félagsheimilið Félagsgarð og heldur þar sínar samkomur og aðalfundi. Auk þess er félagsheimilið leigt til skemmtanahalds, annaðhvort öðrum félögum í sveitinni eða danshljómsveitum úr Reykjavík. Skemmtanir félaganna í sveitinni eru margar hverjar góðar og fara vel fram en um samkomur hljómsveitanna er því miður aðra sögu að segja. Löggæsla er þar ónóg og stundum engin. Drykkjuskapur og óspektir oft úr hófi fram. Þessar samkomur sækja unglingar úr borg og bæjum og þá einnig þeir fáu unglingar sem í sveitinni eru og fá að fara á slíkar samkomur. En þegar þessir aðkomuunglingar eru komnir upp í sveit, þar sem engin eða léleg löggæsla er, finnst þeim að þeir megi lifa og leika sér að vild og sleppa þá gjarnan allri stjórn á sjálfum sér og mundu ekki voga sér að sýna slíka framkomu í heimabyggð sinni. En hvers vegna er þá verið að halda svona samkomur? munu margir spyrja. Svarið verður einfaldlega: Til að afla félagsheimilinu tekna.118 Mosfellingar byggja Hlégarð Þótt Brúarland í Mosfellssveit væri talið hið ágætasta samkomuhús á sinni tíð varð það mikils til of lítið þegar fram liðu stundir. Ungmennafélagar í Aftureldingu áttu frumkvæði að því að ráðist var í byggingu nýs félagsheimilis í sveitinni. Aðalfundur félagsins árið 1945 skoraði á hreppsnefndina að leggja land frá Varmá undir íþrótta- og samkomusvæði. Hreppsnefndin brást vel við og samþykkti tveimur árum síðar að ráðast í bygginguna í samstarfi við Umf. Aftureldingu og Kvenfélag Lágafellssóknar sem höfðu afnotarétt að Brúarlandi. Bæði félögin kusu fulltrúa til að starfa með hreppsnefndinni í húsbyggingarnefnd og svo var hafist handa. Umf. Afturelding lét ekki sitt eftir liggja við framkvæmdir og fjármögnun hins nýja samkomuhúss fremur Glaumur og gleði á sveitaballi og dansað á borðum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==