Aldarsaga UMSK 1922-2022

163 UMSK sem haldið var að Klébergi í desember 1943 flutti Gestur Andrésson, fyrrum formaður sambandsins, eftirfarandi tillögu sem var samþykkt: Sambandsþing UMSK harmar það að flóðöldur brennivíns og tóbaks velta nú yfir íslenskan æskulýð og heitir á alla góða drengi að standa vel á verði fyrir siðferðiskennd og bindindissemi, jafnframt því sem þingið lýsir yfir megnasta ógeði á gróðabralli ríkisvaldsins í eiturlyfjum og munaðarvörum.115 Þarna var spjótum einnig beint að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins en mörgum grandvörum ungmennafélögum þótti það skjóta skökku við að ríkið sjálft væri að selja þegnum sínum þennan óþverra. Aðrir bentu á að það væri þó skömminni skárra en að sala þessa varnings væri í höndum gróðapunga eða ofurseld smygli og svartamarkaðsbraski. Árlega sendu ungmennafélögin og héraðssamböndin skýrslur til UMFÍ þar sem þau tíunduðu starf sitt. Þar kenndi margra fróðlegra grasa og þessar skýrslur eru hinar merkustu heimildir um það sem var að gerast í ungmennafélagshreyfingunni hverju sinni. Prentað skýrsluform sambandanna náði yfir átta blaðsíður í litlu broti og þar voru dálkar fyrir héraðsmót og héraðsþing, íþróttir, menntamál, bindindi, ræktun og reikninga svo nokkuð sé nefnt. Einn dálkurinn nefndist: Ástand og horfur. Hvernig er áhugi og lífsskilyrði félaganna? Batnandi eða versnandi? Hvað er helst að? Fróðlegt er að lesa svör framámanna sambandsins við þessum samviskuspurningum. Árið 1946 leyndi sér ekki að formanni UMSK, Gísla Andréssyni á Neðra-Hálsi, þótti drykkfelldur dónalýður borgarinnar vera farinn að skemma fyrir hinum heilbrigða æskulýð sveitanna. Svar hans var á þessa leið: Það verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að félögin eiga erfitt uppdráttar, sérstaklega þau sem næst eru Reykjavík, vegna fólksfæðar og aðdráttarafls höfuðstaðarins. Félögunum veitist erfitt að halda uppi heilbrigðu skemmtanalífi sveitanna vegna þess hve þær eru sóttar af nautnadýrkandi æskulýð höfuðstaðarins.116 Stundum var flaskan með í för þegar fólk vildi skemmta sér uppi í sveit. Unga fólkið skemmti sér á dansgólfinu á sveitaböllum laust við áhyggjur forráðamanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==