Aldarsaga UMSK 1922-2022

117 hlaupi. Þessi stórkostlega keppni endaði þannig að Afturelding og Drengur stóðu að lokum hnífjöfn með 86 stig hvort félag þannig að hvorugt þeirra taldist sigurvegari en stjórn UMSK geymdi Ólafsstyttuna til næsta móts eins og sagt var fyrir um í reglugerð.23 Héraðsmótið 1957 var haldið á nýjum íþróttavelli Umf. Drengs við Félagsgarð í Kjós. Það var geysilega spennandi því þangað fjölmenntu keppendur Aftureldingar og Drengs og ætluðu sér eindregið að hafa Ólafsstyttuna með sér heim. Frá Aftureldingu komu 22 keppendur, frá Dreng 16 og einn var frá Ungmennafélagi Bessastaðahrepps. Nú voru keppnisflokkar orðnir þrír því auk karla og kvenna var keppt í sjö greinum drengja 16 ára og yngri. Stig þeirra voru reiknuð með til úrslita og dró það síst úr þátttökunni. Þar var Sigurður Skarphéðinsson á Minna-Mosfelli mjög áberandi og var ýmist í fyrsta eða öðru sæti í öllum greinum. En Mosfellingar höfðu eitthvað misskilið aldurstakmark mótsins því Sigurður var reyndar orðinn 18 ára og þar með ekki gjaldgengur meðal 16 ára drengja. Þetta kom fljótt í ljós eftir mótið og þar missti Afturelding allmörg stig. Félagið sigraði samt með yfirburðum, hlaut 160 stig. Drengur fékk 101 stig og Umf. Bessastaðahrepps 7 stig. Aftureldingarfólk hrósaði sigri og hafði Ólafsstyttuna með sér heim og geymdi árlangt. Á næsta héraðsmóti, sem haldið var á Tungubökkum árið 1958, urðu mikil umskipti því þá komu ungmennafélagar úr Breiðabliki í Kópavogi fjölmennir til leiks og sigruðu á mótinu með yfirburðum. Hlutu þeir 164 stig á móti 67 stigum Drengs og 40 stigum Aftureldingar. Breiðabliksmenn tefldu meðal annars fram sigursælli þrenningu í köstum. Arthúr Ólafsson varpaði kúlu 14,03 m og setti héraðsmet, annar varð Ármann J. Lárusson glímukóngur með 13,24 m og þriðji Ingvi Guðmundsson sem kastaði 12,46 m en hann var einnig ágætur spretthlaupari og stökkvari. Kópavogsmenn áttu einnig góða hlaupara og voru liðtækir í kvennagreinum. Kvennalið Drengs kom á óvart og hafði einu stigi meira en Breiðablik í kvennakeppninni. Þar munaði mest um Rögnu Lindberg og Björgu Jónsdóttur í Blönduholti sem voru í hópi stigahæstu kvenna mótsins. Héraðsmótið 1959 var haldið á Varmárvelli. Þar bættist nýr afreksmaður í kastarahóp Breiðabliks því Skeiðamaðurinn Þorsteinn Alfreðsson kastaði kringlunni Ragna Lindberg tekur á móti verðlaunum úr hendi Páls Ólafssonar fyrir besta afrek kvenna í kúluvarpi á héraðsmóti UMSK 1958. Björgvin Guðmundsson og Steinar Ólafsson fylgjast með. Steinar heldur á Ólafsstyttunni. Arthúr Ólafsson, fyrirliði frjálsíþróttaliðs Breiðabliks, með Ólafsstyttuna í glöðum liðshópi eftir héraðsmót UMSK 1958. Við hlið hans vinstra megin er Sigurður Stefánsson og bak við þá Sigurður Grétar Guðmundsson. Hægra megin er Birgir Guðmundsson og svo koma Guðmundur Þórðarson, Kristín Harðardóttir, Ester Bergmann og Hrafnhildur Skúladóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==