Aldarsaga UMSK 1922-2022

92 mundur hinsvegar var mikill keppnismaður og var ekkert að hugsa um svoleiðis. Hann var búinn að skella mér áður en ég vissi af.56 Ellefta mótið á Kollafjarðareyrum 1931 var nú þriggja félaga mót því Íþróttafélagið Stefnir tók þátt í því af fullum krafti. Ekki nóg með það heldur sigraði Stefnir með 20 stigum gegn 19 stigum Drengs. Afturelding hlaut aðeins þrjú stig. Náttúrlega munaði drjúgt um náttúrubarnið Þorgeir í Varmadal sem halaði inn helming stiga Stefnis en tók þó ekki þátt í glímunni. Frábærir tímar náðust í 100 metra hlaupinu því sigurvegarinn hljóp á 11,3 sek og setti héraðsmet. En svo fylltust menn grunsemdum og mældu brautina upp aftur. Þá kom í ljós að hún var aðeins 95 metrar og metið fauk út í veður og vind. Mót númer tólf var haldið á Kollafjarðareyrum 1932 því Hvalfjarðareyri þótti ekki heppileg vegna votlendis. Keppendur voru frá félögunum þremur en þó ekki nema 14 talsins. Nú höfðu Aftureldingarmenn sótt í sig veðrið og sigruðu með 18 stig. Stefnir hlaut 13 stig og Drengur 11. Enn var Þorgeir fyrrum glímukóngur öflugastur keppenda og hlaut 11 af stigum Stefnis. Þrettánda mótið var haldið á nýjum stað, í Fauskanesi á milli Bugðu og Laxár í landi Káraness. Gestur Andrésson setti mótið en mótsstjóri var Ólafur Sveinsson. Enn voru það félögin þrjú sem börðust um sigurinn og hann kom að þessu sinni í hlut Drengs sem fékk 20 stig. Þorgeir kom skammt á eftir með 15 stig fyrir fimm sigra en alls hlaut Stefnir 17 stig. Nú tók gamli glímukóngurinn þátt í glímunni eftir nokkurt hlé og lagði alla sína andstæðinga. Moskóvítar lutu lágt og fengu aðeins þrjú stig fyrir sinn snúð. Árið 1934 fór fjórtánda mótið fram á Kollafjarðareyrum. Mótið setti Grímur Norðdahl á Úlfarsfelli fyrir hönd Aftureldingar, en mótsstjóri var Loftur Guðmundsson rithöfundur af hálfu Drengs. Nú var Stefnir horfinn af sjónarsviðinu og baráttan um bókina stóð aftur á milli Aftureldingar og Drengs. Kjósverjar reyndust bókhneigðari að þessu sinni en Grímur Norðdahl vann glímuna og sýndi þar gott fordæmi sem formaður Aftureldingar. Keppnin var nokkuð jöfn því Kjósaringar unnu 23 stig en Mosfellingar 19. Á fimmtánda mótinu í Fauskanesi 1935 var aftur farið að fjölga í keppendahópnum því 26 knálegir drengir mættu til leiks, þar af 16 frá Dreng. Nú var hafður nokkur menningarbragur á hlutunum því eftir mótssetningu Gests Andréssonar flutti séra Sigurjón Guðjónsson í Saurbæ erindi um ungmennafélög og íþróttir en hann var sjálfur Ljósrit úr mótabók Aftureldingar og Drengs frá 1930. Þarna er sagt frá úrslitum glímunnar þar sem bræðurnir frá Valdastöðum, Guðmundur og Hákon Þorkelssynir, glímdu til úrslita og Guðmundur vann. Einnig úrslit í kúluvarpi og stigatölur mótsins. Glímumennirnir sem kepptu á íþróttamótinu í Tjaldanesi 1940 voru allir frá Ungmennafélaginu Dreng. Njáll Guðmundsson í Miðdal sigraði, Davíð bróðir hans varð annar, þriðji varð Eiríkur Sigurjónsson í Sogni og í fjórða sæti varð Haukur Jónsson.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==