Aldarsaga UMSK 1922-2022

141 stöðum, og Mosfellingurinn Grímur Norðdahl, stjórnarmaður UMFÍ og síðar bóndi á Úlfarsfelli. Grímur var þá fertugur unglingur en hin voru nokkuð yngri. Grímur birti ágæta frásögn af förinni í Skinfaxa og verður birt hér lítilsháttar ágrip af ferðasögunni. Fyrst var flogið til Stokkhólms og gekk það tíðindalaust fyrir sig. Þaðan var siglt til Helsinki/Helsingfors á Finnlandsferjunni Brinhild og þar hittust flestir þátttakendur ungmennavikunnar, 30 að tölu. Það voru sjö Svíar, 11 Danir, níu Norðmenn og Íslendingarnir þrír. Strax við komuna til höfuðstaðarins voru menn drifnir í hádegisverð til borgarstjórans þar sem aðalrétturinn var síld frá Íslandi. Daginn eftir var lestin tekin til bæjarins Borgå eða Porvoo eins og Finnar nefna hann en allir bæir og götur Finnlands eru nefnd bæði á sænsku og finnsku og heita því tveim nöfnum. Þar var dvalið einn dag, skoðuð söfn og haldinn dansleikur um kvöldið. Ásdís klæddist íslenska þjóðbúningnum sem vakti svo mikla athygli fyrir skartbúnað og glæsileika að lá við öngþveiti þegar allir vildu skoða hann samtímis. Var það ráð tekið að Í Bessastaðakirkju 1962. Ásgeir Ásgeirsson segir þingfulltrúum frá kirkjunni. Danmerkurfarar UMFÍ til Krogerup 1948. Daníel Ágústínusson, Eiríkur J. Eiríksson, Daníel Einarsson, Ásdís Ríkarðsdóttir og Bjarni M. Gíslason. Grímur Norðdahl á Úlfarsfelli sagði frá ungmennavikunni í Pargas í Skinfaxa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==