Aldarsaga UMSK 1922-2022

184 illar æfingar leikmanna og erfiðleika við útvegun þjálfara. Á héraðsþingi snemma árs 1956 var aftur lögð fram tillaga um að halda héraðsmót í knattspyrnu um haustið og var hún einróma samþykkt. Stjórn UMSK sneri sér til stjórnar Breiðabliks og bað hana að sjá um mótið sem hún og gerði. Eftir allan þennan aðdraganda fór fyrsta héraðsmótið loksins fram. Það var aðeins einn leikur, milli Aftureldingar og Breiðabliks. Hann var háður í september 1956 á leikvelli Fram í Reykjavík. Afturelding vann leikinn með þremur mörkum gegn tveimur. Árið eftir var Karl Guðmundsson, íþróttakennari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, fenginn til að þjálfa félögin tvö í því augnamiði að senda lið í knattspyrnukeppni landsmótsins á Þingvöllum. Félögin nutu auðvitað góðs af og bættu leik sinn. Sameinað lið félaganna stóð sig vel og náði silfursætinu á Þingvöllum undir merki UMSK. Eins leiks héraðsmótið fór fram á Valsvellinum í Reykjavík 28. september 1957 og nú tókst Blikum að svara fyrir sig. Þeir unnu leikinn 3:1. Þetta sama sumar var knattspyrnudeild Breiðabliks formlega stofnuð og þá réðust menn í það stórvirki að taka þátt í annarri deild Íslandsmótsins. Ekki vann flokkurinn neina stórsigra, eiginlega þvert á móti. Það kom nefnilega í ljós að leikmennirnir sem höfðu vanist hinum litla velli á horni Kópavogsbrautar og Urðarbrautar áttu mjög undir högg að sækja á völlum í fullri stærð sem voru heimavellir annarra félaga. Sumarið 1958 var Hermann Hermannsson ráðinn knattspyrnuþjálfari hjá UMSK. Hann var þjóðkunnur knattspyrnumaður, margfaldur Íslandsmeistari með Val og fyrrum landsliðsmarkvörður. Hann þjálfaði lið Aftureldingar og Breiðabliks í þrjá mánuði. Hjá Aftureldingu var það eldri deildin en Breiðablik hafði bæði eldri og yngri deild á að skipa. Auk þeirra æfðu ungmennafélagar í Bessastaðahreppi knattspyrnu í yngri deild. Ekki varð af því að Mosfellingar og Kópavogsbúar kepptu í hinum árlega knattspyrnuleik sem kallaður var héraðsmót UMSK. Af honum varð ekki vegna ósamkomulags um keppnisvöllinn sem virðist hafa verið regla fremur en undantekning hjá sparkendum félaganna.155 Sumir þeirra voru kappsfullir um of og áttu jafnvel til að láta hendur skipta ef þeim veitti miður á æfingum.156 Ekki þótti knattspyrnumönnum Breiðabliks ráðlegt að fara aftur til keppni á Íslandsmótinu eftir hina óþægilegu eldskírn sem þeir hlutu þar árið 1957 og var það látið Knattspyrnulið Aftureldingar og Breiðabliks sem kepptu sín á milli við vígslu malarvallarins á Varmá sumarið 1959. Fremri röð: Sverrir Guðmundsson B, Sigmundur Eiríksson B, Ingvi Guðmundsson B, Friðbjörn Guðmundsson B, Magnús Tryggvason B, Björgvin Guðmundsson B, Tómas Lárusson A, Sveinn Hlífar Skúlason A, Óskar Sigurbergsson A og Daníel Benjamínsson A. Efri röð: Sigvaldi Ragnarsson B, Ármann J. Lárusson B, Grétar Kristjánsson B, Jón Ingi Ragnarsson B, Þorsteinn Steingrímsson B, Friðrik Pétursson A, Skúli Skarphéðinsson A, Halldór Lárusson A, Níels Hauksson A, Anton Sigurðsson A, Sigurður Skarphéðinsson A og Halldór Sigurðsson A.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==