Aldarsaga UMSK 1922-2022

107 Guðný Steingrímsdóttir á Álafossi sitt þriðja Íslandsmet í kúluvarpi á árinu, varpaði 9,76 m.8 Héraðsmótin hefja göngu sína Bakslagið á landsmótinu á Hvanneyri 1943 blés mönnum kappi í kinn að efla íþróttir innan sambandsins og á þingi UMSK um haustið var talsvert rætt um hvernig það mætti verða. Niðurstaðan varð sú að skipa árlega íþróttanefnd innan sambandsins, með einn mann frá hverju félagi. Þá var samþykkt að leggja sameiningarfélagið Íþróttafélag Kjósarsýslu niður en eignir þess skyldu renna til UMSK og keppt yrði undir merki þess framvegis. Þess var ekki lengur þörf eftir að leyfi fékkst hjá ÍSÍ til að keppa undir merkjum héraðssambanda. Einnig samþykktu fulltrúar eftirfarandi tillögu á þinginu sem markaði tímamót: Þingið samþykkir að eftirleiðis skuli á hverju ári haldið íþróttamót innan sambandsins og sé þar keppt í öllum þeim íþróttagreinum sem næg þátttaka fæst í. Verðlaun séu veitt með sama fyrirkomulagi og á landsmóti UMFÍ.9 Ekki er vitað hverjir skipuðu fyrstu íþróttanefndina en hún vann sitt verk og sumarið 1944 var fyrsta héraðsmót UMSK haldið skammt frá Reykjum í Mosfellssveit á svokölluðum Sólvallabökkum. Keppt var helgina 15.–16. júlí í níu greinum frjálsíþrótta og tveimur sundgreinum. Fyrri daginn voru undanrásir en úrslit á sunnudeginum. Mótið var með hátíðarbrag og Lúðrasveitin Svanur þeytti lúðra sína og bumbur af og til á sunnudeginum. Konur fengu að spreyta sig í sundi en karlar einokuðu frjálsíþróttirnar. Kvennaíþróttir voru stutt á veg komnar um þetta leyti og til dæmis var engin kvennakeppni í frjálsíþróttum í Reykjavík árið 1942. Hún hófst þar í smáum stíl sumarið eftir en þá voru konur þegar farnar að keppa í hlaupum á Suðurlandi, á Snæfellsnesi og í Borgarfirði. Landsbyggðin var þar á undan höfuðstaðnum. Hér var komið kjörið tækifæri fyrir hina ungu og upprennandi íþróttamenn héraðsins að láta til sín taka enda fjölmenntu þeir á mótsstaðinn. Keppendur voru 26 frá hinum fjórum ungmennafélögum sambandsins: Frá Aftureldingu komu átta, frá Dreng níu, fjórir frá Umf. Reykjavíkur og fimm frá Umf. Kjalnesinga. Helstu úrslit á þessu fyrsta héraðsmóti urðu þau að hinn lágvaxni og leiftursnöggi Janus Eiríksson Aftureldingu sigraði í 100 m hlaupi og langstökki en félagi hans, Halldór Lárusson, var fremstur í kúluvarpi, spjótkasti, hástökki og þrístökki. Njáll Guðmundsson Dreng vann kringlukastið, Sveinn Guðmundsson Aftureldingu vann 400 metrana og Gunnar Tryggvason Umf. Kjalnesinga leiddi 3000 metra hlaupið. Sveinn Guðmundsson varð fyrstur í 100 metra sundi og Valborg Lárusdóttir Aftureldingu sigraði í 60 metra sundi kvenna. Ekki var um stigakeppni að ræða milli félaganna en Afturelding var þeirra atkvæðamest. Fyrstu tveir menn í hverri grein hlutu verðlaun. Stigahæsti maður mótsins var Halldór Lárusson á Brúarlandi með 22 stig, helmingi fleiri en Janus Eiríksson í Óskoti sem kom næstur með 11. Mótið fór í alla staði vel fram að sögn Morgunblaðsins „og voru veðurskilyrði hin ákjósanlegustu.“10 Eftir þetta voru héraðsmót UMSK árviss viðburður. Þau voru einu sinni haldin í Tjaldanesi en oftast á Hvalfjarðareyri í Kjós eða á íþróttasvæði Mosfellinga í Leirvogstungu sem nefndist Tungubakkar í daglegu tali. Árið 1957 kom til sögunnar nýr íþróttavöllur Umf. Drengs við Félagsgarð í Kjós og 1959 höfðu Mosfellingar eignast sinn íþróttavöll við Varmá. Ekki var keppt í sundi nema á þessu fyrsta móti og aðallega í frjálsíþróttum eftir það. Helstu afreksmenn fyrstu mótanna voru bræðurnir vösku á Brúarlandi, Halldór og Tómas Lárussynir. Halldór var mest áberandi í byrjun. Hann hóf feril sinn sem frækinn sundmaður, einkum í bringusundi og gekk næstur hinum landsfrægu Sigurðum, Sigurði Jónssyni Þingeyingi og Sigurði Jónssyni KR-ingi sem þá voru bestu bringusundmenn landsins. Halldór var til dæmis þrisvar á verðlaunapalli landsmótsins á Hvanneyri 1943 og varð Íslandsmeistari í 200 m bringusundi árið 1944 en sneri sér að frjálsíþróttum eftir það. Hann var stór og sterkur, mikill stökkvari og kastari og ágætlega sprettharður. Hann var stigahæsti maður á fyrstu fjórum héraðsmótunum 1944–1947. Þar vann hann sigur 21 sinni alls í 100 metra hlaupi, spjótkasti, hástökki, langstökki, þrístökki, kúluvarpi og kringlukasti. Halldór sigraði í 100 metra hlaupi á landsmótinu á Laugum 1946 og varð annar í langstökki. Hann varð einnig Íslandsmeistari Stefán Runólfsson frá Hólmi var lengi formaður Umf. Reykjavíkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==