Aldarsaga UMSK 1922-2022

180 Árlega voru haldin héraðsmót í bridds innan UMSK næstu árin en lítið var sagt frá úrslitum þeirra, hvorki í ársskýrslum eða þinggerðum UMSK né dagblöðum. Tólf sveitir kepptu í héraðsmótinu 1962 en ekki var sagt frá úrslitum í þinggerðinni. Héraðsmótið féll niður árið 1963 „vegna lélegrar þátttöku úr sveitum“, eins og stendur í þinggerð, hverjir sem þar áttu hlut að máli.148 Hákon Þorkelsson frá Valdastöðum var annálaður briddsspilari og eftirsóttur til keppni bæði fyrir Dreng og Átthagafélag Kjósverja. Glímukappinn hógværi, Ármann J. Lárusson, spilaði lengi fyrir Breiðablik með góðum árangri og þessir kappar mættust oft á briddsvellinum. Hákon sagði svo frá einni viðureign þeirra: Einu sinni á Íslandsmóti var ég að keppa gegn Ármanni, syni Lárusar Sal. Við settum þá alveg niður í þremur síðustu spilunum og unnum tvísýnan leik. Þá kom einhver af þessum stórspilurum til Ármanns glottandi og segir við hann hvort hann sé að láta Hákon plata sig. „Nei,“ segir Ármann. „Hann er bara betri.“149 Skundað á Þingvöll 1957 Ungmennafélag Íslands ákvað að halda landsmót sitt á Þingvöllum sumarið 1957 þótt ekki væru liðin nema tvö ár frá síðasta móti á Akureyri. Tilefnið var 50 ára afmæli UMFÍ og var mótið haldið á vegum sambandsins. Leitað var til UMSK, Skarphéðinsmanna og Umf. Reykjavíkur til aðstoðar við undirbúning mótsins og tók Ármann Pétursson, formaður UMSK, sæti í landsmótsnefnd fyrir hönd sambandsins. Svo var Axel Jónsson, fyrrum formaður UMSK, í nefndinni af hálfu UMFÍ þannig að tveir af fimm nefndarmönnum voru frá UMSK. Þingvellir voru frábær staður fyrir útihátíð en aðstæður til íþróttahalds voru ekkert sérstakar. Til dæmis var þar ekkert húsnæði og allir urðu að hafast við í tjöldum. Vegna þessa var mótið nokkuð frábrugðið fyrri landsmótum. Ekki var keppt í starfsíþróttum og sundkeppnin var færð til Hveragerðis í stærstu sundlaug landsins. Nú brá svo við að UMSK sendi kvennasveit til keppni í boðsundi sem vann til þriðju verðlauna eftir að sterkar sveitir HSK og UÍA höfðu gert ógilt. Þar fengust fjögur stig í sarpinn. Ekki var mikill fyrirvari á boðsundkeppninni því safnað var í sveitina á staðnum. Þuríður Hjaltadóttir var á síðustu stundu fengin til liðs við sundkonur úr UMSK en þá vantaði eina enn og Þuríður útvegaði stúlku sem Frá landsmótinu á Þingvöllum 1957. Mannfjöldi er við sýningarpallinn og tjaldborg sunnan við vellina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==