Aldarsaga UMSK 1922-2022

23 1945 Frjálsíþróttakeppni milli UMSK og Borgfirðinga haldin í fyrsta skipti, hún var haldin árlega til 1950. Í styrjaldarlok keypti ÍBR íþróttabragga bandaríska hersins í Vogahverfinu í Reykjavík. Húsið fékk nafnið Hálogaland og varð miðstöð innanhússíþrótta á Reykjavíkursvæðinu um 20 ára skeið, einkum handknattleiks. 1946 6. janúar var Ungmennafélag Bessastaðahrepps stofnað, Ármann Pétursson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. 23. júní var Skíðasamband Íslands stofnað. 23. júní var félagsheimilið Félagsgarður í Kjósarhreppi vígt, Ungmennafélagið Drengur reisti húsið á einu ári. 6.–7. júlí var 6. landsmót UMFÍ haldið, á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar tóku konur í fyrsta skipti þátt í frjálsum íþróttum á landsmóti, í 80 m hlaupi. Mótsgestir voru rúmlega þrjú þúsund. UMSK gengur í Íþróttasamband Íslands (ÍSÍ). Þá voru einungis þrjú félög í UMSK, Drengur í Kjós, Ungmennafélag Kjalnesinga og Afturelding í Lágafellssókn. 1947 26. mars var Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) stofnað. 16. ágúst var Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) stofnað. Lárus Halldórsson, skólastjóri á Brúarlandi í Mosfellssveit, var næstfyrsti formaður sambandsins. Fyrsti UMSK-búningurinn tekinn í notkun, hvítur bolur með svörtum röndum og hvítar buxur með svörtum streng. 1948 Halldór Lárusson úr Aftureldingu keppir í langstökki í landskeppni við Norðmenn, hann var fyrsti landsliðsmaðurinn úr UMSK í frjálsum íþróttum. Kópavogshreppur verður til með um 900 íbúa, hann var áður hluti af Seltjarnarneshreppi. Aðildarfélög UMSK voru einungis þrjú og öll úr Kjósarsýslu: Afturelding, Drengur og Ungmennafélag Kjalnesinga. Félagsmenn UMSK voru þá 268 talsins. 1949 12. janúar hófst kennsla í Digranesskóla í Kópavogi. 7. landsmót UMFÍ haldið í Hveragerði 2.–3. júlí. Þar var handknattleikur kvenna keppnisgrein í fyrsta skipti á landsmóti. Þegar kvölda tók bar nokkuð á ölvun og voru drukknir menn teknir úr umferð og settir í poka. Var sú meðferð gagnrýnd harkalega af dagblöðum og yfirvöldum. Axel Jónsson kjörinn formaður UMSK. 1950 12. febrúar var Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi stofnað. Grímur Norðdahl var kjörinn fyrsti formaður félagsins, hann hafði áður verið formaður Aftureldingar. 26. febrúar var Hestamannafélagið Hörður stofnað á Klébergi á Kjalarnesi. Gísli Jónsson í Arnarholti var kosinn fyrsti formaður félagsins, svæði þess nær yfir Mosfellssveit, Kjalarnes og Kjós. Sundsamband Íslands stofnað. 1951 17. mars var félagsheimilið Hlégarður í Mosfellssveit vígt. Ungmennafélagið Afturelding átti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==