Aldarsaga UMSK 1922-2022

22 1935 Skúli Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda kjörinn formaður UMSK. 1938 26. maí var Ungmennafélag Kjalnesinga (UMFK) stofnað. Séra Eiríkur J. Eiríksson kjörinn formaður UMFÍ, hann gegndi starfinu í rúm 30 ár. 1939 Ólafur Þorsteinsson úr Ungmennafélaginu Velvakanda kosinn formaður UMSK. 1940 12. febrúar tóku íþróttalög gildi á Íslandi, samkvæmt þeim urðu sund og leikfimi skyldunámsgreinar í skólum og starf íþróttafulltrúa ríkisins kom til sögunnar. Þorsteinn Einarsson tók við því starfi árið 1941 og gegndi því í 40 ár. 10. maí var Ísland hernumið af breskum her. Þá um sumarið hugðist UMFÍ halda landsmót á Akureyri en vegna félagsdeyfðar hjá Ungmennafélagi Akureyrar var mótið flutt í Haukadal í Biskupstungum. Það fór fram 22.–23. júní og vann UMSK frækilegan sigur í stigakeppninni, gestir voru á annað þúsund. Konur kepptu þar í fyrsta skipti á landsmóti, í sundi. UMFÍ gefur út vasasöngbók með 200 söngtextum. 1942 UMSK fagnar 20 ára afmæli sínu í félagsheimilinu Brúarlandi í Mosfellssveit. Páll S. Pálsson úr Ungmennafélagi Reykjavíkur kjörinn formaður UMSK. Golfsamband Íslands stofnað, fyrsta sérsambandið innan ÍSÍ. 1943 26.–27. júní var 5. landsmót UMFÍ haldið á Hvanneyri í Borgarfirði. Auk keppni í íþróttum voru fimleikasýningar, kvikmyndasýningar, ljóðaupplestur og dans. Mótsgestir voru á fjórða þúsund. Gísli Andrésson úr Dreng kjörinn formaður UMSK. Ungmennafélag Reykjavíkur (hið yngra) gengur í UMSK en hætti í sambandinu árið 1945. Samþykkt á UMSK-þingi að halda héraðsmót sambandsins árlega. 1944 17. júní stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum, þar var haldin stórglæsileg fimleikasýning. Í tilefni af stofnun lýðveldisins voru haldin íþróttamót um allt land. 15.–16. júlí var fyrsta héraðsmót UMSK haldið. Keppt var í frjálsum íþróttum og sundi í Reykjahverfi í Mosfellssveit. 31. ágúst var Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) stofnað, það eru heildarsamtök íþróttafélaga í Reykjavík. Gunnar Þorsteinsson hæstaréttarlögmaður var kjörinn fyrsti formaður ÍBR. 17. júní 1944 stofnuðu Íslendingar lýðveldi á Þingvöllum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==