Aldarsaga UMSK 1922-2022

149 inn á landsbyggðinni við að kynna starfsíþróttir. Hann var slíkur sérfræðingur að menn létu sér ekki detta í hug að halda starfsíþróttakeppni án hans. Stefán var hinsvegar nálægt góðu gamni þegar annað starfsíþróttamót UMSK var haldið sumarið 1955 í umsjá Umf. Kjalnesinga. Þar var keppt í dráttarvélaakstri, búfjárdómum og starfshlaupi. Allt voru þetta hefðbundnar karlagreinar og engar konur meðal keppenda. Úrslit hafa ekki fundist en í þinggerð næsta héraðsþings taldi Axel Jónsson, formaður UMSK, árangur mótsins hafa verið með ágætum og lagði áherslu á aukna þátttöku „þar sem starfsíþróttir stuðluðu meðal annars að aukinni vinnugleði meðal æskunnar í landinu“.91 Á landsmóti UMFÍ á Akureyri þetta sumar sigraði Ragnheiður Jónasdóttir í Árholti í borðlagningu þrátt fyrir að hafa ekki átt þess kost að keppa á heimavelli. Sumarið eftir tók hún þátt í matreiðslu á fjölmennu samnorrænu starfsíþróttamóti ungmennafélaga í Linköbing í Svíþjóð og náði þar fimmta sæti af 35 keppendum. Hlaut hún góða dóma í blöðum og vakti langmesta athygli áhorfenda fyrir sína rólegu framkomu og fumlausu handtök.92 Starfsíþróttamótið 1956 var sannkallað stórmót. Það var haldið við Félagsgarð í Kjós 3. september og fjölsótt af áhorfendum sem fylgdust vel með. Ekki létu keppendur sig vanta en þeir voru 50 talsins. Keppt var í sömu greinum og árið á undan og Kjósarmenn voru sigursælastir sem fyrr. Pétur Lárusson í Káranesi var besti ökuþórinn, Steinar Ólafsson á Valdastöðum hafði best vit á hestum en Bergur Magnússon á Írafelli vissi mest um kýr. Guðjón Hjartarson á Álafossi var eini sigurvegari Aftureldingar en hann vann starfshlaupið. Nú voru starfsíþróttir orðnar fastur liður í mótahaldi UMSK og einkum vinsælar meðal bænda og búaliðs. Héraðsmótið 1957 var haldið í septemberlok í Láguhlíð í Mosfellssveit í umsjá Aftureldingar. Keppt var í búfjárdómum, bæði hesta, nautgripa og sauðfjár, og svo náttúrlega akstri dráttarvéla og starfshlaupi. Keppendur voru til Pétur Lárusson sigraði þrisvar í hestadómum, einu sinni í sauðfjárdómum og einu sinni í dráttarvélarakstri á árunum 1956–1960. Bergur Magnússon vann kúadóma 1956 og 1957 og sauðfjárdóma 1959. Steinar Ólafsson varð hlutskarpastur í hestadómum 1956 og 1957. Gísli Ellertsson stóð efstur í sauðfjárdómum 1957 og vann starfshlaupið 1958. Helgi Jónsson var bestur í að aka dráttarvél 1959 og 1960. Páll Ólafsson hafði mest vit á kúm 1959 og 1960. Guðjón Hjartarson vann starfshlaupið 1956 og 1957.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==