Aldarsaga UMSK 1922-2022

131 slæmt, strekkingsvindur og rigning. Var völlurinn því blautur og brautir þungfærar. Aftur sigruðu Suðurnesjamenn en nú var reiknað eftir nýrri stigatöflu Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Gestirnir hlutu 10.917 stig en heimamenn 10.205. Einu sigrar heimamanna voru vinningar Skúla Skarphéðinssonar í 400 og 1500 metra hlaupum.48 Þá var farin hópferð til Akureyrar sumarið 1953 og keppt við þá í frjálsíþróttum karla og handknattleik kvenna. UMSK vann frjálsíþróttakeppnina en beið lægri hlut í handboltanum. Móttökur Akureyringa voru hinar höfðinglegustu og ferðalagið í heild hið ánægjulegasta.49 Helstu spretthlauparar Akureyringa voru þeir Óðinn Árnason, Hermann Sigtryggsson og Leifur Tómasson. Hápunktur mótsins var 4 x 100 metra boðhlaup og þar hljóp Leifur síðasta sprett fyrir Akureyringa en Tómas Lárusson var á næstsíðasta spretti fyrir UMSK. En síðasta skiptingin misfórst hjá þeim og Tómas náði ekki að afhenda keflið. Svo hann hljóp þá bara alla leið í mark og fór fram úr Leifi rétt í lokin. Hann skildi ekki neitt í neinu þegar Tómas birtist þarna en menn gerðu gott úr öllu saman og skemmtu sér vel yfir þessu.50 Eyfirðingar bætast í hópinn Eftir þessar gagnkvæmu íþróttaheimsóknir á hvort sitt landshornið varð hlé á þeim næsta árið. En þegar Akureyringar sýndu áhuga á að koma suður til keppni sumarið 1955 kom upp sú hugmynd að bjóða Suðurnesjamönnum að vera með og gera þetta að þriggja liða keppni. Það gekk eftir og sunnudaginn 21. ágúst leiddu þessi þrjú sambönd saman hesta sína á Tungubökkum í Mosfellssveit. Keppt var í tíu greinum sem fyrr og tveir menn sendir í hverja grein frá hverju sambandi. Veður var hundvont, stormur og stórrigning allan daginn og stóð vindur þvert á hlaupa- og stökkbrautir. Íþróttakapparnir létu þetta ekki á sig fá og luku keppni allir sem einn. Stig voru reiknuð eftir röð keppenda 5-3Fljótlega var hann kominn í fremstu röð og farinn að slá héraðsmetin. Árið 1952 stóð hann á hátindi íþróttanna og setti þá hvorki fleiri né færri en 10 héraðsmet UMSK í jafnmörgum frjálsíþróttagreinum. Þar á meðal bæði fimmtarþraut og tugþraut. Það ár setti hann landsmótsmet UMFÍ í langstökki, 6,89 m, á landsmótinu á Eiðum sem stóð í áratugi. Um sumarið tók hann þátt í 110 m grindahlaupi á Meistaramóti Íslands en var ekki talinn eiga mikla möguleika gegn landsfrægum hlaupagörpum. Svo fór að Tómas vann hlaupið öllum að óvörum og varð Íslandsmeistari. Hann varð einnig meistari í langstökki og fimmtarþraut og tugþraut og bar þar af miklum fjölda keppinauta. Eins og nærri má geta vildu Reykjavíkurfélögin ólm fá þennan ljóshærða hvirfilbyl í sínar raðir og árið 1955 gekk hann til liðs við KR. Það gerði hann fyrst og fremst fyrir orð Benedikts Jakobssonar þjálfara sem hafði reynst honum vel. Þetta sumar æfði hann vel og tók meðal annars þátt í landskeppni við Hollendinga. Þar keppti hann í 400 metra grindahlaupi í fyrsta sinn og varð annar á langbesta tíma ársins, rétt undir Íslandsmetinu. Veður var hið versta, rigning og rok og það þoldi Tómas betur en Hollendingarnir. Tómas hafði gaman af að leika sér með bolta og lék bæði handknattleik og knattspyrnu með Aftureldingu um árabil. Sumarið 1951 gekk hann í raðir Valsmanna og lék með þeim knattspyrnu. Hann lék þrjá kappleiki með Val. Einn gegn Akranesi, annan gegn KR og þann þriðja gegn norska liðinu Vålarengen. Hann lék það að stinga andstæðingana af með boltann því enginn þurfti að hugsa til þess að ná honum á sprettinum. Tómas lenti í mótorhjólaslysi í Reykjavík haustið 1955 og hætti þá að mestu iðkun frjálsíþrótta en lék knattspyrnu og handknattleik með félögum sínum í Aftureldingu talsvert eftir það.51 Tómas Lárusson í langstökki.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==