Aldarsaga UMSK 1922-2022

73 bréf og símskeyti streymdu á milli landanna meðan ferðinni var komið í kring. Ekki var minna mál að skipuleggja ferðir hinna erlendu gesta innanlands en því var stjórnin búin að ganga frá í smáatriðum mánuði áður en gestirnir stigu á land. Haft var samband við Borgfirðinga og Skarphéðinsmenn um veturinn og lofuðu þeir að aðstoða með ókeypis fæði og gistingu þar sem gestirnir yrðu á ferð og einnig með fjárframlögum. Þessar góðu undirtektir réðu úrslitum um að ráðist var í heimboðið því kostnaðurinn var mikill og eiginlega langt umfram getu sambandsins. En bjartsýnin var látin ráða og allt fór vel. Ungmennafélagar virtust hlakka til og nú var bara að bíða gestanna. Til fjáröflunar efndu Umf.R og UMSK sameiginlega til hlutaveltu í Reykjavík því ekki veitti af. Þar var margt góðra gripa og forsíðuauglýsing í Vísi hljóðaði svo: Slátturinn Eins og að undanförnu var haldinn kappsláttur í Kjósinni á síðasta sumri. Að þessu sinni var breytt um aðeins og fenginn teigur á engjum Guðna í Eyjum. Var meiningin sú að reyna á þurrlendari engjum en er til kom reyndist Sandsárbakkinn ekki nægjanlega stór og jafn svo nota varð votlendara svæði utar í mýrinni sem þó var óvenju blautt vegna undangenginna rigninga síðasta sólarhring. Teigstærð var 600 fm. Þessir tóku þátt í keppninni og með þessum árangri (sjá töflu). Dómendur voru þeir Eggert Finnsson, Einar Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson. Að slættinum loknum var riðið til Eyjaréttar og slegið upp dansi. Eins og oft vill verða eru misjafnir dómar mannanna og er ekki trútt að slíkt hafi ekki heyrst að þessu sinni, þó efalaust séu miklu fleiri sem líta líkum augum á þetta sláttumót og dómnefndin. Að vísu verður að telja vafasamar einkanirnar fyrir sláttugæðin en um þau er rétt ómögulegt að dæma óskeikult fyr en búið er að raka teigana. Þetta er fjórði kappslátturinn sem haldinn hefur verið hér í Kjós og jafn oft hefir verið barist um verðlaunapeninga þá sem félagið gaf endur fyrir löngu. Að þessu sinni unnust tveir þeirra til ævarandi eignar, 2. verðlaun unnin af M. Blöndal og 3. verðlaun unnin af Hannesi Guðbrandssyni. Ef kappsláttur verður haldinn á komandi sumri af tilhlutan Drengs, verður félagið að sjá fyrir nýjum verðlaunagripum og nýrri reglugerð, helst þannig úr garði gerðri að enginn félagsmaður finnist svo hégómagjarn að hann telji sig ekki fullsæmdan að breyta samkvæmt henni. – M. Blöndal.35 Kappsláttur Kjósarmanna: Árni, kaupamaður á Meðalfelli, Ágúst Þorsteinsson í Káraneskoti, Ólafur Ágúst Ólafsson á Valdastöðum, Magnús Blöndal á Grjóteyri, Gestur Andrésson á Neðra-Hálsi og Hannes Guðbrandsson í Hækingsdal reiðubúnir til keppni sumarið 1925. nr. nafn tími hraði gæði einkunn 1. Ólafur Ágúst Ólafsson 17:25 mín. 8,0 6,5 7,25 2. Magnús Blöndal 17:40 mín. 7,7 6,5 7,10 3. Hannes Guðbrandsson 18:25 mín. 6,8 6,5 6,65 4. Árni Pálsson 17:38 mín. 7,7 4,0 5,85 5. Ágúst Þorsteinsson 18:25 mín. 6,8 4,0 5,40 6. Gestur Andrésson 20:30 mín. 4,0 6,5 5,25

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==