Aldarsaga UMSK 1922-2022

123 Leikir Drengs Þó leitað hafi verið með logandi ljósi hefur fátt eitt komið fram í dagsljósið um leiklist hjá Ungmennafélaginu Dreng í Kjós. Svo virðist að Drengsmenn hafi að mestu fengið útrás með ræðuhöldum á fundum félagsins og ekki haft þörf fyrir að tjá sig á annan hátt. Fyrstu bókfærðu fréttir af leikstarfsemi eru frá árinu 1932 en þá var skráð í ársskýrslu að sjónleikur hefði farið fram á skemmtun félagsins. Næst er getið um leiklist árið 1943 en þá fluttu nokkrir félagar leikþátt sem nefndist Skrifstofan Amor á öskudagsfagnaði félagsins. Árið eftir á öskudagsfundi var sjónleikurinn Í betrunarvist leikinn af nokkrum félagsmönnum. Þegar Félagsgarður kom til sögunnar var komin langtum betri aðstaða til leiksýninga og þá var kosin leiklistarnefnd haustið 1947. Þeir sem hlutu kosningu voru Gísli og Karl Andréssynir og Ólafur Ágúst Ólafsson. Engum sögum fer af framlagi þeirra því skráðar heimildir skortir en líklega hefur það verið þessi leiknefnd sem lét æfa og sýna leikritið Hreppstjórinn á Hraunhamri eftir helsta skáld sveitarinnar, Loft Guðmundsson frá Þúfukoti. Leikritið þótti takast vel og Steini á Valdastöðum þótti reffilegur í hlutverki hreppstjórans. Leikritið var sýnt nokkrum sinnum við góðar undirtektir og spurðist það vel út að meira að segja Sunnlendingar komu til að horfa á Kjósarmenn leika.32 Lítilsháttar leikstarfsemi var hjá Dreng á árunum kringum 1950 en mest voru það litlir leikþættir sem ekki þótti ástæða til að tíunda í skýrslum félagsins. Þó var ein undantekning: Ártöl eru ekki á hreinu en á þessu tímabili var Skugga-Sveinn æfður í Félagsgarði. Karl Andrésson á Hálsi lék höfuðpaurinn Skugga-Svein en Eggert Ellertsson á Meðalfelli var Ketill skrækur. Þrátt fyrir miklar æfingar fór svo að ekkert varð af sýningum. Öllum ber saman um að Karl hafi verið fæddur leikari enda kom hann við sögu í flestum leikritum og leikþáttum sem sett voru upp á þessu tímabili. Líka var minnst á Hjalta Sigurbjörnsson á Kiðafelli og Guðrúnu Gestsdóttur á Hálsi.33 Svo gerðist það í mars 1953 að eftirfarandi bókun kom fram á stjórnarfundi: „Ákveðið var að hefja nú þegar æfingar á leikritinu Seðlaskipti og ást eftir Loft Guðmundsson.“34 Þrátt fyrir þessa afdráttarlausu yfirlýsingu varð ekki af því að þetta leikrit sveitarskáldsins væri tekið fyrir og ekki verður séð að eftir þetta hafi verið sett upp leikrit af stærri gerðinni hjá Umf. Dreng til að sýna áhorfendum. Sem fyrr segir voru öðru hvoru æfðir litlir leikþættir til sýninga á innansveitarskemmtunum Drengs. Ólafur Þór Ólafsson á Valdastöðum minntist þess að hann var eitt sinn fenginn til að leika í slíkum leikþætti á unglingsárum. Þá átti hann að leika kærasta skólasystur sinnar, Auðar Ingvarsdóttur í Laxárnesi. Það var svosem allt í lagi en hitt var þrautin þyngri að þau áttu að kyssast í leikritinu. „Þá var maður ekkert farinn að kyssa stelpur og ég man að þetta var býsna erfitt,“ sagði Ólafur. En menn leggja ýmislegt á sig fyrir gott málefni og Ólafur lét sig hafa þetta. Auður var árinu eldri og lét sér hvergi bregða við kossinn.35 Fáum sögum fer af leiksýningum í Kjósinni eftir þetta. Þær virðast hafa horfið af leiksviðinu fljótlega eftir miðja öldina ef frá eru taldir þessir litlu leikþættir sem sýndir voru innansveitar. Svo árið 1978 tók áhugafólk í sveitinni sig saman og stofnaði Leikklúbb Kjósverja. Hann starfaði af krafti um tíma og setti upp nokkur leikrit sem sýnd voru í Félagsgarði. Sýnt var víða á suðvesturhorni landsins. Þá var meðal annars Hreppstjórinn á Hraunhamri sýndur í annað sinn í sveitinni en það er önnur saga.36 Íslandi allt Þegar leið að lokum seinni heimsstyrjaldar fór það ekki framhjá neinum Íslendingi að þjóðin hugsaði sér að endurheimta frelsi sitt úr höndum Dana eftir 682 ár undir stjórn annarra þjóða. Til stóð að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um væntanlega lýðveldisstofnun og hún Loftur Guðmundsson, íþróttakennari frá Þúfukoti í Kjós, var vinsæll leikritahöfundur. Ólafur Þór Ólafsson á Valdastöðum var feiminn við kossana … … en Auður Ingvarsdóttir í Laxárnesi lét sér hvergi bregða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==