Aldarsaga UMSK 1922-2022

145 Samtímis var allt í einu farið að telja þetta sjötta landsmót UMFÍ sem sjöunda landsmótið. Það var Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkisins, sem stóð fyrir þessari breytingu. Hann langaði til að varpa ljóma á félaga sína í Glímufélaginu Ármanni sem tókst að Íslandsglímuna sem haldin var á fyrsta fjórðungsmóti Norðurlands af fjórum árið 1909 og fann ráð til þess: Hann ráðfærði sig við Eirík J. Eiríksson og Sigurð Greipsson og sameiginlega tóku þeir ákvörðun um þetta árið 1948.81 Gjörðir Þorsteins höfðu mikla vigt meðal ungmennafélaga og eftir þetta hafa landsmótin alltaf verið talin einu fleiri en lagt var af stað með í upphafi af UMFÍ. UMSK samþykkti að styrkja íþróttamenn sína til farar á landsmótið og lögðu drög að æfingum þeirra. Reyndar var ákveðið að halda nokkuð í fjöldann vegna ferðakostnaðar á Austurland en senda fyrst og fremst þá bestu. Þetta breyttist snarlega þegar mótið var fært til Hveragerðis en þá voru aðeins þrjár vikur til stefnu og heldur seint að fara að velja marga nýja keppendur. Niðurstaðan varð sú að UMSK sendi aðeins 11 keppendur til leiks í frjálsíþróttum og sundi en þar að auki 10 stúlkur til keppni í handknattleik. Þær kepptu í fjögurra liða hópi og enduðu í fjórða sæti. Flestar voru reynslulitlar og máttu sín lítils gegn harðskeyttum liðum af Norður- og Vesturlandi. Snæfellingar sigruðu í knattleiknum en Skagfirðingar og Þingeyingar urðu í öðru og þriðja sæti. Veðráttan á landsmótinu var kapítuli út af fyrir sig. Þetta var tveggja daga mót og á laugardeginum brast á með þvílíkt slagveður af suðaustri að fæstir höfðu séð annað eins. Úrhellið stóð allt til kvölds og var ekki þurr þráður á nokkrum manni. Fljótlega mynduðust pollar á hlaupabrautum og í tjaldinu sem íþróttamenn notuðu til fataskipta vatnaði yfir lágskó! En unga fólkið brást vel við veðrinu, beit á jaxlinn og lét það ekki á sig fá. Engri grein var frestað til næsta dags nema langstökkinu en sums staðar fækkaði keppendum nokkuð. Veðrið var öllu betra á sunnudeginum og brá meira að segja fyrir sólskini af og til. En liðsmenn UMSK glöddust hæfilega þótt veðrið batnaði því frammistaða þeirra var hin lakasta frá upphafi. Íþróttavöllurinn í Hveragerði var aðeins túnblettur í miðju þorpinu sem varð fljótlega hálfgert forarsvað. Þetta hafði auðvitað sín áhrif á frammistöðu íþróttafólksins. Svava Ingimundardóttir frá Hrísbrú minnist þess að hún hljóp 80 metrana berfætt því hlaupaskór voru hvergi fáanlegir. Allt gekk vel þar til í miðju hlaupinu þegar hún lenti í bleytupolli, skrikaði fótur og var næstum dottin. Þar með var öll von úti um góðan árangur og hún komst ekki í úrslit.82 Skúli Skarphéðinsson var í liðinu og átti að keppa í 400 metra hlaupi en það fór á annan veg að hans sögn: „Það var ekki hægt að hlaupa 400 því drullan var svo mikil. Þannig að ég keppti ekki neitt og var eiginlega dauðfeginn. Það var nú ekki mikið við að vera þarna, rigningin var svo mikil að það var ekkert hægt eiginlega.“83 Tómas Lárusson var eini íþróttamaðurinn sem vann til stiga í einstaklingsíþróttum. Hann varð annar í hástökki og náði fjórða sæti í 100 metra hlaupi. Hástökk hans þótti glæsilegt því hann stökk yfir rána á saxi og lenti standandi. Með þessu lagi tókst honum að stökkva 1,70 m sem var afrek, ekki síst miðað við aðstæður. Áhorfendur hrifust af stökkstíl Tómasar og klöppuðu honum óspart lof í lófa. UMSK varð í 10. sæti af 14 héraðssamböndum með 5 stig sem var langt frá því að vera viðunandi. UMSK hét því að gera betur næst og við það var staðið. HSK, sem Tómas Lárusson svífur yfir rána á saxi í hástökkskeppni. Fjórir af kunnustu íþróttamönnum héraðsins frá árum áður voru gerðir að heiðursfélögum UMSK í 30 ára afmælishófi sambandsins árið 1952. Þeir voru: Þorgils Guðmundsson frá Valdastöðum, Ásgeir Einarsson Reykjavík, Guðjón Júlíusson frá Reynisvatni og Magnús Eiríksson frá Hvammsvík.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==