Aldarsaga UMSK 1922-2022

57 Ungmennafélagið Velvakandi Ungmennafélagið Velvakandi í Reykjavík var stofnað 12. maí 1925 í beinu framhaldi af gjaldþroti Umf. Reykjavíkur og tók í raun við hlutverki þess í höfuðstaðnum. Sá var munurinn að Velvakandi var laus við skuldafjötrana sem urðu forvera þess að aldurtila. Reynslunni ríkari létu menn það ógert að reyna að eignast húsnæði. Helsti hvatamaður að stofnuninni var þáverandi formaður UMSK, Guðbjörn Guðmundsson prentari, og var hann kjörinn fyrsti formaður þess. Aðrir í stjórn voru Ólafur Marteinsson ritari og Þorbergur Ólafsson gjaldkeri. Guðbjörn var helsta driffjöður félagsins og formaður þess flest árin til 1932. Forystumenn félagsins voru einlægir bindindismenn og börðust hiklaust gegn Bakkusi. Strax á fyrsta ári félagsins sendu þeir öllum ungmennafélögum landsins bréf og óskuðu svara um bindindismálin. Þar á meðal um ástandið hjá viðkomandi félagi og hvort ekki væri bara betra að fella niður bindindisheit ungmennafélaga en brjóta það stöðugt. Bréfin vöktu athygli og komu mikilli umræðu af stað. Meira að segja stjórn UMFÍ þótti nóg um en þetta sýndi best hve óhræddir Velvakendur voru við að brjóta ísinn. Félagið gaf íþróttum lítinn gaum en lét margvísleg menningarverkefni til sín taka. Eitt af þeim voru vikivakar, sem var nýgerving hinna fornu þjóðdansa sem Helgi Valtýsson, fyrrum formaður UMFÍ, beitti sér fyrir. Árið 1927 byrjaði Helgi að kenna vikivaka og tóku margir innan félagsins þátt í æfingunum. Þeir voru síðan æfðir á hverjum vetri fram til 1934 og oftast dansaðir eftir fundi. Haustið 1929 æfðu þrjár stúlkur félagsins stóran barnaflokk í marga mánuði og var hugmyndin að hann sýndi listir sínar á Alþingishátíðinni 1930 ef vel tækist til. Þetta gekk eftir og þar sýndu 70 börn, stúlkur klæddar upphlutsbúningi með skarðhúfur en drengir í litklæðum að fornum sið. Eftir sýningu flokksins ætlaði fagnaðarlátum aldrei að linna. „Ég gleymi aldrei þeirri stundu, svo gagntekin var ég af hrifningu og samúð þúsundanna sem á horfðu,“ sagði Ragnheiður O. Björnsson, ein af stjórnendunum, síðar. Á hverju vori var unnið í Þrastaskógi að vegabótum og skógrækt, enda fékk félagið úthlutað reit þar sem það gróðursetti mikið af trjám. Vorin 1927 og 1928 lagði félagið fram 40 dagsverk í sjálfboðavinnu á Þingvöllum til að undirbúa Alþingishátíðina miklu 1930. Á fjórða áratugnum var mikið blómaskeið félagsins og segja má að það hafi þá verið á meðal fyrstu ferðafélaga landsins. Það gaf út prentaða ferðaáætlun á hverju vori og farið var í ferðalög á þess vegum út úr bænum um helgar á sumrin og nokkuð á veturna. Þá var gengið á flest fjöll í nágrenni Reykjavíkur og farið í helgarferðalög austur um sveitir og norður í land, allt til Mývatns. Fundir félagsins voru haldnir mánaðarlega eða oftar yfir vetrartímann og mættu þar 30 til 40 manns að jafnaði. Þar ríkti mikil formfesta og gott skipulag. Sem dæmi má nefna að þegar nefndir voru skipaðar til að leiða málefni til lykta var formaðurinn kosinn af Börnin sjötíu frá Ungmennafélaginu Velvakanda sem sýndu vikivaka klædd þjóðbúningum á Alþingishátíðinni á Þingvöllum 1930.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==