Aldarsaga UMSK 1922-2022

134 þjóðernismál eins og herseta Bandaríkjamanna og þá gat hitnað í kolunum. Á þingi UMSK 1953 ræddi Axel Jónsson, formaður sambandsins, um hersetuna sem hann taldi hættulega þjóðerni Íslendinga. Gæta þyrfti allra íslenskra verðmæta í þessu sambandi. Varðveita íslenska tungu og taldi hann ungmennafélögin eiga hér mikið starf fyrir höndum.63 Á þinginu var samþykkt samhljóða eftirfarandi ályktun: 30. þing UMSK ályktar: Dvöl erlends hers á íslensku landi er ósamrýmanleg hugsjónum ungmennafélaganna. Þess vegna telur þingið rétt og sjálfsagt að eigi séu önnur samskipti við hina erlendu hermenn en þau er ekki verður komist hjá. Einnig verði markvisst unnið að því að sá her sem hér dvelur nú, hverfi sem fyrst á braut án þess að nokkuð annað komi í hans stað.64 Á næstu þingum komu svipaðar tillögur til umræðu og voru þingfulltrúar andvígir hersetunni allir sem einn. Á þingi 1954 talaði Páll Ólafsson í Brautarholti um hersetuna og taldi hana skugga á hinu frjálsa Íslandi. Væri betra að nota mannskapinn sem vinnur á Keflavíkurflugvelli á íslensk fiskiskip fremur en manna þau með Færeyingum eins og nú væri gert. Magnús B. Kristinsson í Kópavogi tók í sama streng. Taldi hann hersetu Bandaríkjamanna versta af öllu, verri en áfengið og væri þá mikið sagt.65 Á þinginu 1955 var lögð fram harðorð tillaga gegn Ársþing UMSK í Kópavogi árið 1955 var kvenmannslaust þing. Fremsta röð: Hörður Ingólfsson A, Sveinn Þórarinsson A, Ármann Pétursson Be, Axel Jónsson, formaður UMSK, Ólafur Ágúst Ólafsson D, Gestur Guðmundsson Br, Páll Ólafsson K og Pétur Sumarliðason Br. Miðröð: Jón Ólafsson K, Magnús Sæmundsson D, Helgi Jónsson D, Guðjón Hjartarson A, Sigurður G. Guðmundsson Br, Gísli Andrésson D, Hreinn Ólafsson A og Helgi Jónsson Be. Aftasta röð: Kristján Þorgeirsson K, Guðmundur Magnússon A, Hjalti Sigurbjörnsson D, Magnús B. Kristinsson B, Gunnar Guðmundsson Br og Garðar Óskarsson Br. Skammstafanir fyrir félög: K = Ungmennafélag Kjalnesinga, D = Drengur, Br = Breiðablik, Be = Ungmennafélag Bessastaðahrepps, A = Afturelding. Sigurður Grétar Guðmundsson var harðorður í þeirra garð sem voru hlynntir hersetu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==