Aldarsaga UMSK 1922-2022

Afmæliskveðja forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessonar á aldarafmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) Á aldarafmæli Ungmennasambands Kjalarnesþings færi ég því heillaóskir. Í hundrað ár hefur sambandið sinnt ræktun lands og lýðs í sönnum ungmennafélagsanda. Vissulega hefur margt breyst í tímans rás, verkefnin eru önnur og tíðarandinn sömuleiðis. En meginstefnan er áfram sú að hlúa að ungdómi í heimabyggð og stuðla að því að hér á landi búi fólk með heilbrigða sál í hraustum líkama. Ungmenna- og íþróttafélög gegna því enn mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Fólk þarf að geta tekið þátt í leik og keppni, æft íþróttir og stutt sitt lið – fundið þá gleði og þann kraft sem liggur í samstöðu, samvinnu og samkennd. UMSK heldur vel utan um þá starfsemi sem félög sinna innan vébanda þess og megi sú vera raunin áfram. Ég ítreka hlýjar kveðjur mínar og óska liðsmönnum sambandsins, aðildarfélögum, stjórn og starfsliði, alls velfarnaðar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjQwMzI0OQ==