Image Alt

February 2019

Tvímenningur í Mosfellsbæ Bocciamót UMSK 2019 í tvimenningi verður haldið í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ sunnudaginn 3. mars 2019. Í tvímenningi geta verið tveir karlar, tvær konur eða karl og kona. Keppt verður í fjögurra para riðlum  þar sem allir leika við alla. Efsta parið í hverjum riðli keppir síðan í undanúrslitun – og sigurvegarar í úrslitum. Fjöldi riðla helgast af þátttöku. Þrjú efstu pörin vinna til verðlauna.  Staðsetning:           Íþróttahúsið  að

Á ársþingi UMSK eru veittar viðurkenningar til íþróttamanna sem hafa náð góðum árangri á árinu. Eftirtaldir íþróttamenn fengu viðurkenningu: Fimleikar: Valgarð Reinharðsson Gerplu Mynd: Valdimar Leo og Olga Bjarnadóttir framkvæmdastj. Gerplu Frjálsar íþróttir:  Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðablik Mynd: Eysteinn framkv.stj. Breiðabliks tók við viðurkenningunni fyrir Sindra Sund: Brynjólfur Óli Karlsson Breiðablik Mynd: Valdimar Leo og Brynjólfur Skíði: Agla Jóna Sigurðardóttir Breiðabliki Mynd: Davíð formaður Skíðadeildar Breiðablik tók við viðurkenningunni Dans:  Gylfi Már Hrafnsson og

95. ársþing UMSK - Félagsmálaskjöld hlýtur sá einstaklingur sem hefur skarað fram úr í félagsmálum á liðnm árum. Í ár er það Hilmar Júlíusson Stjörnunni sem fær skjöldinn fyrir störf sín fyrir körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. Hilmar Júlíusson, Stjörnunni Hilmar kom að starfi körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar 2007 sem formaður barna og unglingaráðs til 2012. Hann tók síðan við formennsku í deildinni 2012 og hefur verið það síðan, með eins árs hléi 2016. Hilmar

95. ársþing UMSK - Sigríður Bjarnadóttir í íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi fékk gullmerki íSÍ fyrir störf sín við uppbyggingu íþróttastarfs í Glóð. Sigríður Bjarnadóttir, Íþróttafélaginu Glóð í Kópavogi Mynd: Hafsteinn Pálsson ÍSÍ og Sigríður Bjarnadóttir Sigríður Bjarnadóttir er einn af stofnendum Glóðar, og starfaði um tíma sem formaður félagsins. Hún hefur tekið virkan þátt í að gera Glóð að farsælu íþróttafélagi fyrir eldri borgara og var einn af hvatamönnum fyrir því að

Á þinginu voru veittar viðurkeningar til íþróttakarls og íþróttakonu UMSK 2018. Íþróttakarl var valinn Valgarð Reinharðsson Gerplu og íþróttakona Agla María Albertsdóttir Breiðabliki. Valgarð Reinhardsson Gerplu Mynd: Olga Bjarnadóttir framkv.stj. Gerplu tók við viðurkenningunni fyrir Valgarð Valgarð varð á liðnu ári Íslandsmeistari í fjölþraut á Íslandsmeistaramóti Fimleikasambandsins. Hann varð einnig Íslandsmeistari í fjórum greinum, á svifrá, í hringjum, á tvíslá og á gólfi. Valgarð var einn af burðarstólpunum

Valdimar Leo Friðriksson var endurkjörinn formaður UMSK á þingi sambandsins í gærvöldi . Theodór Kristjánsson sem var í varastjórn gaf ekki kost á sér áfram og Geirarð Long úr Aftureldingu var kosinn inn í staðinn. Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir. Stjórn UMSK er því skipuð eftirfarandi: Valdimar Leo Friðriksson formaður, Magnús Gíslason HK, Guðmundur Sigurbergsson Breiðablik, Larus B Lárusson Gróttu, Hanna Carla Jóhannsdóttir HK, Halla Garðarsdóttir Breiðablik,

95. ársþing UMSK verður haldið í félagsaðstöðu Gróttu v/ Suðurströnd Seltjarnarnesi á morgun fimmtudag og hefst kl. 18:00. Miklar framkvæmdir eru á íþróttamannvirkjum hjá bæjarfélaginu og aðkoma að félagsaðstöðunni er ekki inn um aðalinnganginn heldur beint af bílastæðinu þar sem merkt er íþróttahús (sjá mynd) Kjörbréf þingfulltrúa skilist við komuna á þingið.

Kjör íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram fimmtudaginn 31. janúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór nú fram í 26. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vekja athygli á gildi íþrótta, öflugu íþróttastarfi á Seltjarnarnesi og verðlauna sérstaklega afreksíþróttamenn úr hópi bæjarbúa. Íþróttakona Seltjarnarness 2018 er Lóvísa Thopson Lovísa Thompson

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: