Image Alt

UMSK

Hilmar fékk félagsmálaskjöldinn

95. ársþing UMSK – Félagsmálaskjöld hlýtur sá einstaklingur sem hefur skarað fram úr í félagsmálum á liðnm árum.

Í ár er það Hilmar Júlíusson Stjörnunni sem fær skjöldinn fyrir störf sín fyrir körfuknattleiksdeild Stjörnunnar.

Hilmar Júlíusson, Stjörnunni

Hilmar kom að starfi körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar 2007 sem formaður barna og unglingaráðs til 2012. Hann tók síðan við formennsku í deildinni 2012 og hefur verið það síðan, með eins árs hléi 2016. Hilmar hefur verið vakinn og sofinn yfir starfi og uppgangi körfuboltans í Garðabæ. Vöxtur deildarinnar og árangur keppnisflokka hennar er eftirtektar verður. Undir hans forystu eru allir flokkar að keppa um titla bæði karla og kvenna og mikil fjölgun í iðkendahópum yngri aldursflokka.

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: