Image Alt

Fræðsluefni

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) eiga til mikið af gagnlegu efni fyrir íþróttafélög, þjálfara, iðkendur og forráðamenn sem aðgengilegt er á vefnum. Hér að neðan er hægt að kynna sér hluta af því efni sem hægt er að nálgast en einnig er að finna meira efni inn á heimasíðu ÍSÍ, www.isi.is, og UMFÍ, www.umfi.is.

Sýnum Karakter
„Sýnum karakter“ er átaksverkefni um þjálfun sálrænnar og félagslegrar færni barna og ungmenna í íþróttum. Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að hægt sé að þjálfa og styrkja sálræna og félagslega færni iðkenda eins og líkamlega færni. 

Framtíðin
Framtíðin er verkefni sem UMSK setti á laggirnar í samstarfi við UMFÍ á sínum tíma og má segja að verkefnið sé undanfari Sýnum karakter.

 

Íþróttir barna og unglinga
Íþróttir eru vinsælasta tómstundaiðkun barna á Íslandi en um 12 ára aldur stunda rúmlega átta af hverjum tíu börnum íþróttir með íþróttafélagi. Hjá aðildarfélögum UMSK er hægt að finna ótal íþróttagreinar sem eru í boði fyrir börn og unglinga og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hér er hægt að nálgast upplýsingabæklinga frá ÍSÍ um íþróttir barna og unglinga:
Íþróttir – Barnsins vegna
Leikjahefti fyrir þjálfara barna 10 ára og yngri

 

Hreinlæti við íþróttaiðkun

Mikið atriði er að sinna hreinlæti í íþróttastarfi og sérstaklega í ljósi þess að landsmenn og heimsbyggðin er í stöðugri baráttu við Covid-19 veiruna. ÍSÍ hefur látið útbúa veggspjöld, til þess að nota á netmiðlum eða til útprentunar, sem snúa að hreinlæti við íþróttaiðkun. Veggspjöldin er hægt að prenta út og hengja upp þar sem á við.

 

 

Hafðu samband

Skrifstofa UMSK er í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjavegi 6, 104 Reykjavík.

Sími & netfang: